Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 3
Það kom strax í ljós, að slysavarnir á landi áttu mikla framtíð fyrir sér. Svo má heita, að Jón hafi allt frá 1937 verið önnum kafinn frá morgni til kvölds; hann áætlar, að hann hafi að meðaltali kennt 500 mönn- um á ári ýmiskonar slysavarnir — plús hundruðum og aftur hundruðum skóla- barna. Önnur starfsemi í stuttu máli: nám- skeið um landið þvert og endilangt, stofnun slysavarnadeilda, útgáfa fræðslu- og leið- beiningarita, áróður á borð við „umferðar- vikurnar“, „eldvarnavikurnar“ og „slysa- varnavikurnar", dreifing áróðursspjalda, fyrirlestraflutningur, smíði umferðarkvik- mynda, eftirlit með sjúkragögnum verk- smiðja (50 verksmiðjur í ár) og látlaus framleiðsla blaðagreina um slysahættu og slysavarnir. Þá má og geta þess, að Jón gaf árið 1939 út kennslubók í hjálp í viðlögum; ekkert slys hefur komið fyrir bókina þegar þetta er ritað og hún hefur verið gefin út i fjórum upplögum og 15.000 eintökum. Slysavarnafélag íslands er stærsti félags- skapur landsins (26.500 meðlimir). í því eru 184 deildir, sem síðastliðið ár söfnuðu sam- tals 450.000 krónum (framlag Alþingis: 150.000). Jón segir, að konurnar séu dug- legri peningasmalar en karlmennirnir, að þær séu í rauninni styrkasta stoð Slysa- varnafélagsins. Hann sagði okkur ennfrem- ur nokkrar sögur um það, hvernig þekking á hjálp í viðlögum getur bjargað manns- lífum. Til dæmis: Bóndi á Skeiðum fékk snúningadreng frá Reykjavík. Drengurinn hljóp á Ijá og særð- ist svöðusári. Bóndinn, sem þá um vetur- inn hafði sótt námskeið hjá Slysavarnafé- laginu kom á vettvang, stöðvaði blæðinguna með nokkrum snörum handtökum og hélt drengnum við þar til læknir komst á stað- inn tveimur stundum síðar. Álit læknisins: Kunnátta bóndans bjargaði lífi drengsins. Unglingspiltur í Keflavík, sem verið hafði á námskeiðum hjá Slysavarnafélaginu og skátum, kom að ósyndum mönnum niðri á bryggju, sem voru að reyna að ná dreng úr sjó. Pilturinn kafaði eftir honum og rétti hann upp á bryggjuna, tók síðan til óspiltra málanna við lífgunartilraunir, enda þótt einn viðstaddra vildi freista þess að hlaupa með drenginn til læknis. Tíu mínútum seinna var hann raknaður við. Álit læknis- ins: Drengurinn hefði vart lifað, ef lífgun- artilraunir hefðu dregist. Tólf ára drengur í Sogamýri hafði lesið kennslubók Jóns Oddgeirs um hjálp í við- lögum. Ein mynd bókarinnar vakti einkum athygli hans, sú, sem sýndi hvað gera ætti, ef eldur kæmist í flíkur manns. Svo skeði það dag nokkurn heima hjá honum, að stúlka kom æðandi niður stiga og loguðu á henni fötin. Hún var viti sínu fjær af sárs- auka og hræðslu og vildi komast út. Dreng- urinn brá fæti fyrir hana á gólfdreglinum í forstofunni. Þreif svo dregilinn og vafði honum utan um hana og kæfði þannig eldinn. Stúlkan brendist illa, en tilkvaddur læknir lét þá skoðun í ljós, að hún hefði ekki lifað af öllu svæsnari brunasár. Jón sagði okkur að lokum, að Slysavarna- félagið geymdi margar svona sögur í dag- bókum sínum. ið fórum á fund þann sem Listvinasal- urinn efndi til í Listamannaskálanum um daginn. Því að við eru áhugamenn um list- ir. Frummælandinn Valtýr Pétursson sagði, að abstrakt skyldi allt vera, abstraktstefn- an væri þjóðlegasta stefnan í listum, hún ein svaraði kröfum tímanna, hún ein sam- rímdist breyttum lífsháttum. Margir berð- ust gegn henni af fullkomnu skilingsleysi, en slíkt væri ekkert nýtt. Þegar til tals kom að leggja símann úr Vestmannaeyjum til lands, sagði Valtýr, þá börðust líka marg- ir sæmilega vitiboriiir menn gegn því. Framfarir væru yfirleitt aldrei vinsælar til að byrja með. En abstraktlistin mundi að lokum bera sigur úr bý.tum, engu síður en síminn til Eyja. Við lifðum á öld hrað- ans, það væri fáránlegt að mála í dag eins og málað var áður en Ford fann upp bílinn. Breytt samgöngutæki krefðust breyttrar stefnu í listum. Þótti okkur margt býsna fróðlegt í ræðu Valtýs, en dálítið erum við uggandi um, að okkur mundi eitthvað á skorta í þroska til að skilja málverk, þegar þrýstiloftsvélin verður búin að marka sína stefnu í listum. Hófust síðan frjálsar umræður, og varð Árni Ólafsson fyrstur til að biðja um orðið. Taldi hann það hafa markað gæfurík tíma- mót í íslenskum' listum „þegar farið var að skjóta manneskjum bæði heilum og hálf- um, inn í myndirnar.“ Að svo búnu varð ræða hans lítið annað en fræðileg nöfn, im- pressíonismi, naivismi, fútúrismi, einhver ókjör af ismum, og er okkur ekki grunlaust um að hann hafi keypt sér lexikon í tilefni fundarins. En hvað sem annars öðru leið, þá taldi hann það öllum fyrir beztu, að á myndum væri haft nóg af manneskjum, og þá frekar heilum en hálfum. Magnús Árnason talaði næstur. Hann sagði fundarmönnum frá apa einum í Ame- ríku er farinn væri að mála. Og hann málaði abstrakt. Vekti hann mikla hrifningu, enda ynni hann vel og samviskusamlega, og tæki örum framförum. Magnús andmælti fram- kominni fullyrðingu frá Valtý Péturssyni, að allt tal um sál í myndum væri vitleysa. Þegar ég kaupi t. d. mynd eftir Jón Þor- leifsson, sagði Magnús, og fer með hana heim, þá er það ekki fyrst og fremst lands- lag sem ég hengi upp á vegginn, heldur sálin hans Jóns míns. Sá sem næstur kvaddi sér hljóðs var listfræðingurinn Björn Th. Björnsson. Bar öll ræða hans vott um djúpstæða þekkingu og einlægan vilja til að gera málinu þau skil sem við ófróðir mættum hafa gagn af. Að vísu vorum við ekki nógu þroskaðir til að fylgja honum allt sem hann fór. En okkur segir svo hugur, að í þessari ræðu hafi hér um bil verið sagt allt það, sem segja þurfti. Og þá tók til máls Þórbergur Þórðarson. Kvaðst hann vilja bera fram þá fyrirspurn, hvort nokkrar sannanir væru fyrir því að listir hefðu áhrif til góðs, mannbætandi áhrif. Austur í Suðursveit, sagði Þorbergur, þar sem ég ólst upp og ekki þekktist önnur list en myndirnar á kaffibréfunum, þar var fólk sannsögult, orðheldið og hjálpsamt, gott fólk sem hægt var að treysta. Svo kem ég hingað suður, þar sem allir eru í listunum, og hverju kynnist ég þá? Fólki sem ástundar lygi og rógburð allan liðlang- an daginn, peningagræðgi og kynstur ann- ara lasta sem óþekktir voru í þessu {frími- tíva byggðarlagi fyrir austan. Sömuleiðis kvaðst Þorbergur vilja skjóta fram þeirri spurningu, út af fullyrðingu sem komið hafði frá Magnúsi Árnasyni varðandi stjarn- áhrif til góðs og ills hér á jörðinni, hvort nokkrum dytti í hug, að írafellsmóri og Þorgeirsboli væru hugsanaverur frá öðrum hnöttum. Eftir ræðu Þorbergs færðist mikið fjör í fundinn, þó að enginn vildi beinlínis ábyrgj- ast mannbætandi áhrif lista, né heldur taka svari írafellsmóra og Þorgeirsbola. En því miður voru ekki allar þær ræður til þess fallnar að móta hjá okkur ákveðna skoðun í því máli sem til umræðu var. Og þegar Freymóður Jóhannsson steig í stólinn klukkan langt gengin 12, þannig.spyrjandi í upphafi ræðu sinnar: Hvað er list? — þá hætti okkur að lítast á blikuna, og fórum heim að sofa. RdlKLAR sögur hafa gengið um sam- komuhald hjá trúflokki einum hér í bæn- um, flestar á þá leið, að þar ríkti fullkomin legum kaffæringum og ævintýralegum of- og almenn sturlun á köflum, ásamt glæfra- sjónum. Sögur þessar hafa ekki farið fram- hjá okkur, frekar en öðrum. En þar sem okkur hefur ávallt virst allmikill vísdómur í því fornkveðna, að sjón sé sögu ríkari, þá tókum við okkur til eitt kvöldið nýlega og fórum á samkomu hjá þessum trúflokki. Myndarlegur ungur piltur stóð í dyr- unum, þegar við komum, og afhenti okkur bækur sem innihéldu sálmasafn trúflokks- ins, snjáðar bækur og mikið lesnar. Síðan fengum við okkur sæti í salnum aftarlega. Þetta var sæmilega rúmgóður salur, og innst í honum upphækkaður pallur með ræðustól klæddan dúki sem á var letrað þetta eina orð: JESUS; þar fyrir aftan á að Framhald á 7. síðu. REYK.VÍKINGUR 3

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.