Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 11

Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 11
á þau fyrir nokkrum vikum, næstsíðast sem ég fór í verzlunina til hennar.“ Enda þótt ofanskráðar upplýsingar væru ekki veigamiklar, þótti ástæða til að rann- saka nokkuð hag frú Dickinson. Leynilög- reglan í Washington lagði svo fyrir bréfa- skoðunina bandarísku að stöðva hvert ein- asta sendibréf, þar sem vikið væri að brúð- um. Bréf slíkrar tegundar voru send beint til X, áður en þeim var skilað til réttra aðila. X fór líka til New York, þar sem hann kom í verslun frú Dickinson við Madi- son Avenue. Verslunin var víðfræg um gervöll Bandaríkin. Brúðurnar, sem þar voru seldar voru sjaldgæfar og sumar dýr- mætar. í hillunum voru brúður frá nær öllum löndum heims, klæddar dýrindis skarti og fegurstu þjóðbúningum. Frú Valvelee var ekkja. Hún þótti lagleg og hún var ávalt smekklega klædd. Hún afgreiddi sjálf suma leynilögreglumennina, sem sendir voru sem viðskiptavinir í versl- un hennar, var þá kurteisin sjálf, grunaði ekki neitt. Athugun leiddi í ljós, að hún hafði um eitt skeið verið meðlimur japansk-ameríska félagsins í Bandaríkjunum. Fyrirtæki mannsins hennar í San Francisco hafði haft skrifstofur í sama húsinu og voru ræðis- mannsskrifstofur Japana og Þjóðverja, og sjálf hafði frú Dickinson árum saman — og allt þar til styrjöldin við Japan braust út — átt viðskipti við japanska verslunar- menn. En þetta var fyrir stríð; þetta sannaði hvorki eitt né neitt, gaf aðeins tilefni til áframhaldandi rannsókna. Og leynilög- reglumennirnir unnu verk sitt vel. Þeir slógu því föstu, að frú Dickinson hefði jafn- an haft mikil auraráð — kannski meiri en efni stóðu til. Og engin breyting virtist verða hér á við fráfall mannsins hennar, er hún fluttist til New York og opnaði versl- un sína. Þó var svo að sjá, sem frú Dickin- son væri óhamingjusöm. Hún sagði vinum og vandamönnum, að fráfall eiginmannsins hefði verið þungbært, sannast að segja þætti sér lífið lítils virði síðan. Og allir höfðu samúð með henni. IiEYNILÖGREGLAN var búin að vera á verði í margar vikur, þegar árvekni hennar bar árangur. í umbúðum um brúður, sem frú Dickinson sendi viðskiptavini sínum • erlendis, fundust örlithr bréfmiðar, sem á voru hripuð nokkur orð. Þessar orðsending- ar fjölluðu einungis um brúður, og þær voru skrifaðar á nokkurskonar barnamáli, sem gat verið eitt af tvennu: verslunarmál tilgerðarlegra brúðusala — eða dulmál. En þegar hér var komið, brá svo við, að frú Dickinson fór að ókyrrast. Einhver ótti greip hana; kannski fannst henni „nýju viðskiptavinirnir" — leynilögreglumennirn- ir — eitthvað grunsamlegir. Svo mikið er víst, að hún fór að eiga erfitt með svefn, og eina andvökunóttina ákvað hún að fara í skyndi frá New York. Þá hafði hún ekki lengi heyrt frá vinum sínum í Argentínu; einhverra hluta vegna höfðu þeir ekki svar- að síðustu bréfunum hennar. Hún afréð að láta aðstoðarstúlku sína sjá um verslunina, en fara yfir á Kyrrahafs- strönd og svo í felur, ef nauðsyn krefði. Það reið bara á að láta engan komast að því, hvert ferðinni var heitið; best væri að láta í það skína, að hún væri að fara til Florida eða Kanada. En halda í fyrstu beint til Portland í Oregon, til japanska sjóliðs- foringjans, sem þar fór huldu höfði; hann mundi ekki bregðast henni, koma henni jafnvel í japanskan kafbát, ef ekki vildi betur. Frú Dickinson sofnaði undir morgun, en svaf aðeins skamma stund, klæddi sig í flýti og hélt til verslunar sinnar. Hún tók engan farangur — það mundi aðeins vekja grun, ef lögreglan væri í raun og veru byrjuð að hafa á henni gætur. Hún fékk aðstoðarstúlkunni sinni peninga til nokk- urra vikna, sendi bróður sínum línu og tók svo leigubíl á Madison Avenue. Hún leit út um bakrúðuna, um leið og hún settist inn í bílinn. Henni brá ónotalega. Hún gat ekki betur séð en bíll kæmi í humátt á eftir henni. Eða hvað? Var þetta kannski eintóm ímyndun? Var hræðslan alveg að ná yfir- höndinni? En allur er varinn góður. Frú Dickinson fór úr bílnum við eina af stór- verslunum borgarinnar og inn í verslun- ina. Hún gekk á milli deildanna, faldi sig í fjöldanum, fór að lokum niður í kjaUara verslunarinnar og þaðan inn í neðanjarðar- brautina, þar sem varla varð þverfótað fyrir fólki, og svo til Pennsylvania járnbrauta- stöðvarinnar. Þar tók hún lest til Phila- delphiu. Hún skipti um lest í Philadelphiu og hélt þaðan til Chicago og síðan til Portland. Þangað komin, hélt hún beina leið til mat- söluhússins, þar sem japanski sjóliðsfor- inginn átti að leynast. En henni brá illa, þegar hún kom að húsinu. í glugga veit- in'gastofunnar var spjald, sem á var letrað eitt orð: Lokað. Nokkrum vikum síðar kom Valvelee Dickinson aftur til New York. Næstu vikurnar voru líkastar martröð. Frú Dickinson reyndi af alefli að sigrast á þessari óttalegu hræðslu, sem var að kæfa hana og aldrei skildi við hana. Hún var orðin sannfærð um, að lögreglan grunaði hana um njósnir. En hún vissi ekki, hvað hún átti að taka til bragðs, vissi ekki, hvert hún átti að flýja, var gjörsamlega ringluð og ráðþrota. Og lögreglan fór sér að engu óðslega. Hún hafði enn komist yfir þrjú bréf á „barnamáli", og svo tókst henni meir að segja að hafa upp á ritvélúnum, sem þau voru skrifuð á. Vélarnar reyndust vera í eigu þriggja hótela — eins í Chicago, ann- ars í San Francisco og þess þriðja í Los Angeles. FRÚ DICKINSON hafði skjátlast hrapal- lega, þegar hún hélt, að hún gæti hlaupist frá lögreglunni — ef lögreglan væri þá á hælum hennar — með því að fara króka- leiðir um stórverslanir og neðanjarðar- brautir í New York. Leynilögreglumenn höfðu fylgst með ferðum hennar horg úr borg. Og þeir öfluðu sér sannana fyrir því, að hún hefði búið á öllum þremur hótelun- um, sem „barnabréfin" voru skrifuð í. í bréfunum, sem öll voru til Suður-Ameríku, voru sömu málvillurnar og í bréfinu frá „Mary Wallace." Og þau báru þess merki, að bréfritarinn var að fram kominn af kvíða og óvissu. Frú Dickinson grátbað semsé samstarfsmenn sína í Suður-Ameríku um peninga og „svör“. Hún var einangruð og hún hrópaði örvilnuð á hjálp. Leynilögreglumaðurinn, sem hér hefur verið nefndur X, hafði komist furðulega ná- lægt sannleikanum. Með írsku brúðunum var átt við herskip. Laglega, ástúðlega ekkj- an, sem seldi fágætar brúður var einn hættulegasti njósnari Japana í Bandaríkj- unum. Frú Dickinson var handtekin, er hún gerði sér ferð í bankahólf sitt í New York. í hólfinu reyndust vera 18.000 dollarar í peningum. Þetta var varasjóður njósnarans, sem grípa átti til í ítrustu neyð. Frú Dickin- son var að seilast inn í hólfið eftir þessum peningum, þegar hún var tekin. Hún reyndi að veita viðnám, klóraði og barði frá sér. En þetta var vonlaust. Mál hennar var tekið fyrir í júlí 1944. Það vakti mikla athygli, enda í fyrsta skipti sem bandarísk kona átti dauðadóm yfir höfði sér fyrir að njósna fyrir óvini föðurlands síns. Við réttarhöldin voru óhrekjandi sannanir færðar fyrir því, að brúðuverslunin við Madison Avenue hefði verið athafnasöm njósnamiðstöð. „Brúðurn- ar töluðu," sagði ákærandinn í réttinum, „og við lærðum að lokum mál þeirra“. Valvelee Dickinson færði það sér til máls- bótar, að hún hefði forðast að gefa Japönum upplýsingar, sem gætu orðið Bandaríkja- mönnum „verulega hættulegar". Og hún hefði, sagði hún, einungis gert þetta pen- inganna vegna. „Já,“ lýsti hún yfir, „ég gerði þetta aðeins í hagnaðarskyni. AUt sparifé mitt fór for- görðum í veikindum mannsins míns. Ég var byrjuð að eldast og ég átti engan að.“ „Ég þóttist svo viss um, að þetta kæmist aldrei upp,“ hélt hún svo áfram, rétt eins og glæpurinn minnkaði við það. Hún taldi víst, sagði hún, að hún gæti vetið óhult bak við nöfn viðskiptavina sinna; ennfremur hugð- ist hún geta nokkurnveginn treyst því, að ókúnnugir skildu ekki dulmálið hennar. — Og sennilega var það aðeins hinni snjöllu tilgátu leynilögreglumannsins í Washing- ton að þakka, að vonir frú Dickinson brugðust. Það var raunar smáatvik, sem fyrst og fremst varð henni að falli. Japanski njósn- arinn í Argentínu, sem tók á móti bréfun- um hennar, var kallaður heim. Japönum láðist að tilkynna frúnni þetta. Og sú gleymska kostaði hana tíu ára fangelsi! REYKVÍKINGUR 11

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.