Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 14
Petta getur ekhi gengið
ElTT sóðalegasta klámrit, sem út hefur verið gefið á íslandi,
er selt í verslunum í Reykjavík þessa dagana. Ritið heitir Laufás-
inn — Gleðisögur; útgefandi er Laufásútgáfan, ritstjóri ónefndur,
höfundar bæði erlendir og innlendir, en innlendu klámsmiðirnir
ýmist hvergi nefndir eða með dulnefnum, sbr. Jón Svali. Nafn
prentsmiðjunnar, sem framleiðir ósómann, er í sumum heftunum,
en önnur, eins og janúarheftið í ár, eiga enga sjáanlega aðstand-
endur; þar er hvorki minnst á útgáfufyrirtækið, ritstjóra, „blaða-
menn“ né prentsmiðju.
Laufásinn (Gleðisögur) er klám spjaldanna á milli. Það er á 2.
árgangi, 32 síður í litlu broti og kostar 5 krónur. Það er auðþekkt,
þar sem það er haft frammi: á kápu er ýmist mynd af snoturri
stúlku í snotrum sundbol — eða nakinni stúlku.
Höfundarnir (og þó einkum þeir innlendu) smjatta á kláminu.
Söguþráðurinn er tíðum þessi: Fullur strákur hittir fulla stúlku
á dansleik. („Hún dansar ágætlega, og eftir eitt lag er Ólafur
Elliðason farinn að vanga stúlkuna.“) Fulli strákurinn verður
útúrfullur og ofsareiður. („Og Ólafur Elliðason barði í borðið og
sagði: — Haltu bara kjafti, bölvaður sótrafturinn.“) Fulli strákur-
inn nær fullu stúlkunni að borðinu til sín. („Hún tekur orðalaust
við glasinu og drekkur úr því í einum teig . . . Ég var orðin
svo afskaplega þyrst, segir hún. Ég mátti til að sturta því í mig.“)
Fulli strákurinn lendir í slagsmálum. („Hann reis upp af stólnum
sinum og rétti félaga sínum eitt svo vel útilátið kjaftshögg, að
hann valt aftur yfir sig og höfuðið á honum skall harkalega á
brúnina á næsta borði.“) Fulli strákurinn tapar slagsmálunum.
(„Ég skal drepa hann! Ég skal drepa kvikindið!“) Fulla stúlkan
fær ákafa samúð með fulla stráknum. („Komdu, elskan mín, bað
hún. — Komdu.“) Fulli strákurinn og fulla stúlkan fara af dans-
leiknum og ná sér í bíl. („Hann var sæll og glaður. Allar vitleysur
kvöldsins voru gufaðar upp og gleymdar, og hann naut stúlku-
líkamans og kossanna allur og óskiptur. Hann laumaði annarri
hendinni á milli hnjánna á henni. Hún stansaði snögglega hendi
hans og mælti: Ekki hérna, elskan — vertu rólegur, við erum rétt
komin heim . . .“) Fulli strákurinn sængar hjá fullu stúlkunni.
(„Háttaðu fyrst, elskan, sagði hún.“) Fulli strákurinn lallar heim
í heimspekilegum hugleiðingum. („Hann hugsaði aðeins um að
komast heim og sofa úr sér timburmennina. Ein fánýt nótt var
Iiðin. Næst var að gleyma henni.“)
Þessi „saga“ er í 5. hefti Laufássins. Hún heitir Næturæfintýri
Ólafs Elliðasonar. Tilvitnanirnar eru teknar beint úr henni. En
höfundurinn kýs að vera nafnlaus.
En Laufásinn er ekki einungis þvættingur á borð við ofanritað.
Hann byggir „tilverurétt“ sinn fyrst og fremst á kynferðilegri
ónáttúru. Hann er „klósettlitteratúr“ í fyllstu merkingu þess
orðs; hann er af þeirri tegund klámrita, sem skuggalegir menn
bjóða til sölu á salernum skuggalegra drykkjuhúsa úti í löndum
og unglingar lesa bak við læstar dyr. Hér skal það endurtekið
og undirstrikað, að Laufásinn (Gleðisögur) er sóðalegt klám
spjaldanna á milli. Laufásinn er klám klámsins vegna.
í Reykjavík er lögregla. í Reykjavík er líka barnaverndarnefnd
og fegrunarfélag. Þessir aðilar ættu að verða sér úti um eintak
af Laufásnum. Hann er ekki einasta leiðinlegur blettur á Reyk-
víkingum, heldur á þjóðinni allri. Við eigum ekki að þola það,
að klám sé gert hér að verslunarvöru.
&ckis/i
c
A YRST nokkrar spurmngar:
Er til nokkuð ámáttlegra en nafnið
á nýja útvarpsþættinum: „Undir ljúf-
um lögum“?
Hvernig stendur á því, að bestu út-
varpserindin eru flutt eftir hádegi á
sunnudögum? Þau eru löng að vísu, en
með góðum vilja mætti eflaust finna
þeim stað á kvölddagskránni.
Vill auglýsingastjóri útvarpsins ekki
endurskoða orðið „heygeymsla11?
Hvernig væri að hvíla það um sinn og
sem í eina tíð þótti nógu gott.
taka upp orðið „hlaða,“
SvO eina eða tvær fullyrðingar:
1) Það er íslenskur ósiður að láta dutlunga og maður-þekkir-
mann sjónarmiðið ráða því, hverjir fái umsjón nýrra útvarps-
þátta. Þessir þættir eru oft dýrir og það á að „bjóða þá út.“ Út-
varpið á að auglýsa þá lausa. Gefa upplýsingar um tilhugað form
þeirra og væntanlegt kaup stjórnandans. Láta svo umsækjendur
reyna sig og fela þeim manninum stjórnina, sem hlutlausri dóm-
nefnd þykir liklegastur til að falla hlustendum í geð. Sá er háttur
þeirra í útlandinu — og gefst vel.
2) Útvarpið er vel á vegi að „drepa“ nokkra íslendinga. Þetta
eru „útvarpsséníin." Til útvarpssénía teljast þeir menn, sem urðu
útvarpsséní á sokkabandsárum útvarpsins og spm nú eru hefð-
bundin séní, hvað sem tautar. Þetta eru kanónurnar,
sem gripið er til, þegar „fínar“ fréttir eru á döfinni, sbr. leik-
listarafmæli Reumerts. Þetta er íslenskt fyrirbrigði, og það er
semsé að smádrepa séníin. Það er svo komið, að hlustendur verða
feimnir, þegar séní kemur að hljóðnemanum: maður hefur það
hálft í hvoru á tilfinningunni, að maður eigi að snara sér í kjól
og hvítt. Þetta er miður, því að meðal séníanna eru góðir (en
misnotaðir) útvarpsmenn.
T
A IL gagns og gamans:
Það er þessa dagana verið að reka smiðshöggið á samning við
ríkisútvarpið um höfundarlaun skálda og rithöfunda. Útvarpið
ætlar að borga sex krónur fyrir hverja mínútu í óbundnu máli
(hefur undanfarna mán. verið kr. 1.50!!), átta krónur fyrir leik-
ritamínútuna og bundið mál. Þetta þýðir það, að útvarpið greiðir
höfundi 180 krónur fyrir væna, frumsamda sögu, þ. e. sögu, sem
ekki verður lesin á skemmri tíma en hálfri klukkustund. Þetta
þýðir ennfremur það — samkvæmt samningnum — að Sigfús
Elíasson fær tveimur krónum meira á mínútuna en t. d. Kiljan,
Kristmann eða Hagalín. Með öðrum orðum: útvarpið slær því
skjallega föstu, að það sé meira „erfiði“ eða meiri „list“ að yrkja
kvæði og semja leikrit en skrifa skáldsögu!
A — Sigurður Skagfield sér um útvarpsgagnrýni, sem
Mánudagsblaðið er nýbúið að taka upp. Sigurður kann ekki ís-
lensku, en hann á sennilega eftir að verða mikið lesinn og áreið-
anlega meir en hann er sjálfur.
REYKVÍKINGUR — Ritstj. og ábm.: Gísli J. Ástþórsson — Afgreiðslusímar: 6860 & 6112 — Prentað í Prentsm. Þjóðviljans h.f.
REYKVÍKINGUR
L
14