Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 12

Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 12
íslensk stúlka, sem glft er í Bandaríkjunum, hefur tekið að sér að sjá um þessa síðu Reykvíkings. Ameríkubrétf til ktfeH^clkdihA M IG langar til að segja ykkur dálítið frá amerísku konunni, eins og ég þekki hana. Ekki þeirri sem þið sjáið í kvikmyndum eða tískublöð- um. Nei. Sú ameríska kona sem ég þekki er húsmóðir, skrifstofustúlka eða búðar- stúlka. Hún er góð kona og hæversk, árrisul og bindindis- söm. Hún er mjög vel að sér um kaloríur og veit að letin og græðgin eru verstu óvinir vaxtarins. Er ekki óalgengt hér um slóðir að lesa aðvörun frá konu sem hefur með ofáti kastað frá sér bjartri og góðri framtíð. Ekki aðeins fitnað svo, að gömlu fötin passa ekki lengur, heldur svo gífur- lega, að alls engin falleg föt passa, heldur bara Ijótu stóru pokarnir, sem eru sniðnir til að fela þann hinn sama líkama sem áður sýndi sig í bikini-bol og stuttbuxum, án þess að blygðast sín. Svo er líka fleira en fötin sem ekki passar lengur. Átvaglið, afskræmt af fitu, passar ekki lengur fyrir manninn, sem hélt sig vera að ganga að eiga prúða konu méð hóflega matarlyst, en hefur þess í stað látið glepjast af úlfi, sem í allri þessari dýrtíð getur hæglega étið hann út úr húsi. — Og hvað gerir þessi hneykslaði og vonsvikni maður? Fyrst neitar hann að gefa konunni föt. Svo neitar hann að láta sjá sig með henni á mannamótum. Og svo þegar það ekki hrífur, neitar hann hreint og beint að láta sjá sig. Sækir síðan um skilnað. Sem betur fer vaknar þó sjálfsvirðingin oftast þegar þannig er búið að sýna kon- unni í tvo heimana. Maginn, sem áður réði öllu og gerði þessa matröð að martröð, hann er rekinn frá völdum, fungerar nú ekki lengur nema sem lítilfj örlegt líffæri og fær það sem honum ber, en ekki kaloríu meira. Keppirnir hverfa, kjólarnir passa, konan nær sínum fyrri vinsældum og manni, og allir eru ánægðir. Þessari sögu var nú bara skotið hér inn. En væntanlega verður hún einhverjum til umhugsunar. Því að „til þess eru vítin að varast þau“. Og víst er um það, að meiri- hluti amerísku kvenþjóðarinnar virðist láta sér þetta að kenningu verða. Jí AFN sjaldséð og sú feita er gamla konan. Ekki vegna þess, að konur deyi hér yngri en 12 annars staðar. Heldur vegna þess, að aldur er hér útlit en ekki ár. „Gamla kona“ er skammaryrði, órækur vottur þess að við- komandi hefur ekki gætt þess sem guð gaf henni, vanrækt heilsu sína og útlit; sem sagt: farið í hundana. Ég ætla að segja ykkur frá einni aldraðri ungri konu, sem ég þekki; langömmu nán- ar tiltekið. Allir vita, að Marlene Dietrich er amma; sem sjarmerar og gerir lukku þrátt fyrir óvenju ljóta söngrödd og vafasöm hlutverk; en hún hefur líka aldrei gert annað en vera ung. Langamman, sem ég er að tala um, hefur hinsvegar stórt heimili, börn og barnabörn. Þó sinnir hún ekki að- eins heimilisstörfum og hópi afkomenda. Hún er líka virkur meðlimur í fjórum klúbbum með óteljandi markmið, öll góð. Samt gaf hún sér tíma til að heimsækja mig nýlega, og var ég vægast sagt undrandi „HORSE-TAIL“ En ef hesturinn fælist? yfir þeim vorblæ sem virtist fylgja henni. Hún var klædd grænni dragt, í grænum skóm og með grænan hatt. Blússan var gulbrún, hanskarnir sömuleiðis, og, takið nú eftir: hárið í stíL Síðast þegar ég sá hana, var hún gráklædd og gráhærð, en það var líka um jólaleytið og þaraðauki átti dóttir hennar silfurbrúðkaup. (Ég er ansi hrædd um að peysufatakonan heima hefði ekki hugrekki til að samræma háralit sinn tæki- færum og tillidögum. Enda markar háralit- urinn hjá okkur tímamót, sbr.: „Hún er gömul og grá“). — En svo ég víki nú aftur að gesti mínum, langömmunni; hún var ekki vel ánægð með litinn á hárinu, hann var að einhverju leyti óhentugur, hvort það var vegna þess að hann passaði ekki nákvæm- lega við aðrar dragtir, það man ég ekki ná- kvæmlega. Víst er um það, að hún ætlar ekki að vera brúnhærð til frambúðar. Þegar gráa hárið er vaxið um svo sem þumlung, ætlar hún að láta klippa brúna litinn og setja pernan- ent í stubbana. Það er kallað „poodle haircut“ og er mjög í tísku hér. Hárið er sem sagt klippt stutt, og svo vafið upp á hundrað og fimmtíu permanentrúllur. Þessi hárgreiðsla er ekki ósvipuð lambs- gærunni okkar, nema bara hrokknari (og auðvitað meira úrval í litum!). Aðra hár- greiðslu, sem líka er hér mjög í tísku, ætlar hún að reyna þegar hárið er orðið vel sítt. Sú hárgreiðsla nefnist „horse-tail“, og er hárið þá greitt slétt frá enninu, og rígbundið hátt í hnakkanum, og dinglar svo eins og hali. Þessvegna heitir þetta „hesta-hala- greiðsla“. Nú rámar mig reyndar í, að ekki sé hali á hestinum, hið rétta í málinu rifjast sjálfsagt upp á sínum tíma. En þetta minnir mig annars á manninn, sem spurði konuna sína, þegar hún sagðist ætla að binda hárið í „horse-tail“, hvort hún héldi ekki að það yrði sárt, ef hesturinn fældist. £ KKI er nóg með að ameríska konan hafi fulla stjórn á matarlystinni og ellinni. Hún stjórnar líka manninum sínum. Hér þykir það heldur lítill kall sem skoppar á Borg, Sjálfstæðishús og aðra skemmtistaði án kon- unnar sinnar. Hann leikur slíkt ekki oft. Þessvegna eru hjónaskilnaðir ef til vill tíðari hér en heima, — en hjónabandið hins- vegar þeim mun hamingjusamara, meðan það varir. Sé maður giftur, er maður giftur í blíðu og stríðu. Hjónin fara saman út, eða hjónabandið fer út — um þúfur. Eiginmaðurinn þvær og hengir upp bleyj- ur, þvær og þurrkar diska, og tekur til. Það er nokkuð sem ég hef aldrei séð íslenskan eiginmann gera, ég á við bleyjurnar. Ekki er þetta vegna þess að ungbörn eða bleyjur séu öðruvísi hér en annars staðar. Kannski tekst konunni hér að koma skipulagi á barnið eins og aðrar mannverur með tím- anum. En enn sem komið er er bleyjan ómissandi, og eiginmaðurinn þarfur þjónn í þeirri deild. Þetta skuluð þið segja land- anum, þegar hann fjargviðrast yfir aðdrátt- arafli útlendingsins, og kallar allt bransa. Hann gæti margt lært af bleyjubransanum. Annars verð ég að segja það, að íslending- urinn hefur marga kosti fram yfir útlend- inginn, þótt bleyjuþvottur sé ekki einn af þeim. En barnið vex og bleyjan gleymist; mannvitið og karlmennskan halda hins- vegar sínum sess. — Kannski væri líka rétt að leyfa manninum að lyfta sér upp á Borginni og jafnvel Sjálfstæðishúsinu á eftir, ef hann endilega vill. Fyrr eða síðar komumst við öll að raun um, að „heima er REYKVÍKINGUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.03.1952)
https://timarit.is/issue/376430

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.03.1952)

Aðgerðir: