Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 10

Reykvíkingur - 01.03.1952, Blaðsíða 10
Kvennjósnarinn & brúðurnar (sönn frásögn) M ARY WALLACE heitir miðaldra kona í Springfield í Bandaríkjunum. Hún safnar brúðum. Ekki eru þetta þó barnabrúður. Mary safnar fá- gætum og verðmætum brúð- um frá ýmsum löndum, og hún hefur lagt í þetta tals- verða peninga. Hún á hið sæmilegasta safn að dómi þeirra, sem skyn bera á slíka hluti. Mary Wallace er aukapersóna í þessari sögu. Hlutverki hennar lýkur að mestu eftir móttöku skrítilegs sendibréfs, sem póstur- inn færði henni morgun einn stríðsárið 1943. Þetta bréf var harla óvenjulegt. Það var komið frá Argentínu, en þó var á því stimpill Grand Central járnbrautarstöðvar- innar í New York. Þetta út af fyrir sig var þó ekkert stórmerkilegt. Hitt var furðu- legra — eða svo fannst Mary Wallace að minnsta kosti — að nafn hennar og heim- ilisfang var alls ekki framan á umslaginu, heldur eitthvað annarlegt útlent nafn, sem hún hafði aldrei heyrt né séð: Á umslaginu stóð: Senora Inez Lopes de Molinali, 2563 O’Higgins Street, Buenos Aires, Argentína. Hvernig komst þetta bréf nú í hendurnar á Mary brúðusafnara Wallace í Springfield, Ohio? Mary var búin að velta þessu fyrir sér góða stund, þegar henni hugkvæmdist að líta aftan á umslagið. Og á baki þess stóð: Mary Wallace, 1808 E High Street, Springfield, Ohio. Mary rak upp stór augu. Þarna hélt hún á bréfi frá sjálfri sér — nema hvað hún vissi það auðvitað mætavel, að hún þekkti alls enga Inez Lopez og hafði þaðan af síður skrifað henni. Mary Wallace þekkti ekki sál í Suður-Ameríku. Hún opnaði umslagið og las bréfið. Það var ritað í hennar nafni, en hún skildi hvorki upp né niður í innihaldinu. Jú, und- irskriftin var „Mary Wallace", og þó var það deginum ljósara, að bréfið var falsað. En hvernig var það þá komið til hennar? Hún leit enn á umslagið og rak augun í lausnina. í eitt horn þess var stimplað: „Móttakandi fluttur. Heimilisfang óþekkt. Endursendist sendanda." Það var því aug- Ijóst, hvað skeð hafði. En hvað lá á bak við þetta? Hvað var unn- ið við það að falsa nafn hennar undir sendi- bréf til Argentínu? Mary velti þessu fyrir sér og reiðin logaði upp í henni. Sú dæma- lausa frekja! Og ekki bætti það úr skák, að bréfið var skrifað á svo herfilegu máli, að við borð lá, að Mary Wallace skammað- ist sín! Það hljóðaði svo: ★ Mary Wallace fékk endmsent bréf, sem hún kannaðist ekki við aS hafa skrifaS. Þó stóS nafniS hennar undir f>v't. ★ Mary Wallace fór meS bréfiS til póst- meistarans t Springfield og póstmeistar- inn sendi fpaS til leynilögreglnnnar í Washington. ★ Leynilögreglan gerSi sig heimakomna hjá Valvelee Dickinson, sem seldi brúS- ur á Madison Avenue i New York. ★ Og svo fórtt brúSurnar aS tala! Kæra vinkona þú ert víst farin að hafa áhyggjur út af því hve langt er síðan þú heyrðir frá mér síðast. En síðasti mánuðurinn hefur verið okkur talsvert erfiður. Litli frændinn minn, sem mér þykir svo vænt um, er með ígerð í höfðinu og er ekki hugað lífs, svo að við vitum varla okkar rjúkandi ráð, þetta fær svo á okkur. Hann gengur í ljós og þeir vona að það hjálpi en segja að vonlaust sé um algeran bata og kannske hafi þetta ekkert að segja. Ég er svo slegin. Þú baðst mig í síðasta bréfi að segja þér frá safninu mínu. Ég var beðin um að skemmta i listvinafélagi og talaði um brúð- urnar mínar. Einu nýju brúðurnar, sem ég hef eignast, eru þrjár draumfallegar írskar brúður. Ein á að fyrirstilla gamlan írskan sjómann með net á bakinu, önnur er gömul kona með brenni á bakinu og sú þriðja er lítill drengur. Allir virtust hafa gaman af að heyra sagt frá brúðunum, en ég get ekki um annað hugsað þessa dagana en litla drenginn okkar sjúka. Þú skrifaðir mér að þú hefðir sent Mr. Shaw bréf. Hann eyðilagði það, þú veist hann hefur verið veikur. Bíllinn hans varð fyrir skemmdum, en nú er verið að gera við hann. Ég hef rekist á nokkra ættingja hans og þeir segja allir að Mr. Shaw byrji bráðlega aftur að vinna. Ég vona bara að ég geri þig ekki leiða með þessu bréfi en það er svo fátt að frétta þessa dagana. Ég hef þurft að heimsækja mömmu og ætla að hjálpa henni að fylla út skattaskýrsluna, ÞESS- VEGNA er ég nú að læra að vélrita. Nú virðast allir hafa svo mikið að gera og alls- staðar sægur af fólki. Bið að heilsa fjöl- skyldu þinni. Blessuð fyrirgefðu að ég skyldi ekki skrifa fyr. — Þín Mary Wallace. PS. — Mamma vildi skreppa til Louisville en nú erum við hættar við það vegna litla frænda. Það er ekki ofsagt, að Mary Wallace hafi orðið höggdofa við þennan iestur. Þetta var vægast sagt óskiljanlegt. Því sumt af því, sem í bréfinu stóð, var heilagur sannleikur. Mary átti frænda, sem var með hættulega ígerð í höfði. Og það var ekki ýkjalangt síðan hún hafði flutt erindi um brúðurnar sínar í Springfield. En hún átti engar írskar brúður. Og það, sem meira var: hún notaði aldrei ritvél. Hún komst að þeirri niðurstöðu að ein- hver væri að gera gys að henni. Hún varð æfareið. Sú dæmalausa, fáheyrða frekja! En þeim skyldi ekki verða kápan úr því klæð- inu! Og hún þrammaði með bréfið beint niður í pósthús og krafðist — já, núna á stundinni! — rækilegrar rannsóknar. P ÓSTMEISTARINN í Springfield sendi bréfið til leynilögreglunnar í Washington, sem tók það til nákvæmrar athugunar. Þar var því slegið föstu á nær því augabragði, að bréfið væri of einkennilegt — og kring- umstæður allar of óskiljanlegar — til að hægt væri að fallast á það athugasemda- laust, að hér væri aðeins um hrekk að ræða. Leynilögreglumaðurinn, sem fyrstur rann- sakaði bréfið (við getum kallað hann X), setti fram djarflega tilgátu. Hann fullyrti, að með „nýju brúðunum" væri átt við her- skip á Kyrrahafi. Hann ályktaði, að „írskur sjómaður" þýddi flugvélaskip, því að ör- yggisnet væru mikið notuð á slíkum skipum. Gamla konan með brennið á bakinu gat verið herskip með trébrú, og ekki var loku fyrir það skotið, að „litli drengurinn" væri dulnefni á nýjum tundurspilli. „Mr. Shaw“ (sagði X ennfremur) var auðvitað tundur- spillirinn Shaw, sem skemmdist í árásinni á Pearl Harbour. Þegar bréfið var ritað, var nýbúið að gera við hann í Honolulu. Og eftirmálinn? í honum, staðhæfði leynilög- reglumaðurinn, var vikið að beitiskipinu Louisville sem búið var að vera í víking mánuðum saman og sárafáir vissu — né máttu vita — hvar var niður komið. Bréf- ritarinn virtist vilja segja sem svo, að engar upplýsingar væru fyrir hendi um skipið. Enda þótt tilgáta leynilögreglumannsins væri hin æfintýralegasta, þótti sjálfsagt að prófa hana rækilega. Mary Wallace var kvödd til yfirheyrslu. Hún sagði lögreglunni meðal annars frá brúðunum sínum. Hún var nýbúin, sagði hún skrafhreifin, að stækka safnið sitt enn. Hún var búin að kaupa nokkrar spánnýjar brúður í einni kunnustu brúðuverslun Bandaríkjanna, verslun frú Valvelee Dickinson á Madison Avenue í New York. Frú Dickinson, bætti Mary Wallace við, var dásamleg kona, kurteis, skilningsgóð og ástúðleg! X leynilögreglumaður spurði: „Rædduð þér nokkuð um einkamál yðar við frúna?“ „Ójú, óneitanlega. Frú Dickinson er svo aðlaðandi." „Minnist þér þess að hafa nokkurntíma minnst á veikindi frænda yðar við frú Dickinson?“ „Veikindi? Jú. Mikið ef ég minntist ekki REYKVÍKIN GUR 10

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.03.1952)
https://timarit.is/issue/376430

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.03.1952)

Aðgerðir: