Reykvíkingur - 01.03.1952, Side 5

Reykvíkingur - 01.03.1952, Side 5
1 Morgunblaðinu (21. 2.) stendur, að bærinn hafi greitt sérstökum nuddara 41 þús. kr. í árslaun. Æ. Megum viO ekki biiSja hann að hcetta þessu nuddif í sama blaði lesum við að kostn- aður við skemmtiferðir lögreglunnar á sl. sumri hafi numið 33 þús. kr. „og greiðir bæjarsjóður þó einungis bif- reiðaleigu og mat starfsmanna og maka þeirra." Velbekomme! SÍKAGÓ. — Hnefaleikamaður i Sikagó, Bog Skatterfield að nafni, hef- ur fengið lögregluna til að veita kon- unni sinni tiltal, þar sem hún lumbrar á eiginmanninum i tíma og ótíma. Skatterfield hefur sótt um skilnað. (Mbl. 17. 2.). O, ekki trúir maður öðru en hann hafi eitthvaÖ veriÖ aÖ skattyröast viÖ hana. Rússar taka ekki þátt í vetrar- olympiuleikjunum, . . . Þeir vinna sigrana heima fyrir og tilkynna síðan, að þeir hafi unnið olympíuleikina fyr- irfram og fjarverandil (Alþbl. 21. 2.). Heima er best. ~ ★ ~ ÚR DÁSAMLEGASTA RIT- DÓMI, SEM VIÐ MUNUM EFTIR ÞESSA STUNDINA (Tímadeild) Kunningi minn' var fyrir nokkrum dögum að leggja af stað heimleiðis með skipi. Hann sagði við mig: „Hvaða bók á ég að kaupa, til þess að lesa á heimleiðinni, svo að mér leiðist ekki?" Ég spurði á móti: „Hvemig viltu, að bókin sé?“ Hann svaraði: „Helzt ný, islensk skáldsaga um mann eða konu, sem vert er aö muna. En ég veit,“ bætti hann við, „að sú saga kemur ekki út i ár, og ekki heldur á næstu árum. ís- lenska skáldsagnagerðin stefnir í aðra átt um þessar mundir." „Kauptu þá söguna: „Einum unni ég manninum", eftir Árna Jónsson," sagði ég. í dag fékk ég svo eftirfarandi skeyti frá þessum kunningja: „Bókin kom mér á óvart. Stein- unn er ógleymanleg." Maðurinn sem les Passíusálmana MÍaÐURINN, sem les Passíusálmana í útvarpið hefur aldrei fyrr lesið í útvarp. Hann hefur yfirleitt aldrei fyrr lesið neitt sem heitið geti ,,opinberlega“. Hinsvegar las hann hugvekjur og Passíusálma og stundum einnig úr Vídalínspostillu þegar hann var unglingur að alast upp á bæ for- eldra sinna vestur í Dölum. Við hittum hann í Austurstræti nýlega, og vildum fá að hafa eitthvað eftir honum hér í blaðinu. „Ég hef nú sem betur fer sloppið við ykkur blaðamennina hingað til,“ sagði hann, „enda alla tíð verið þeirrar skoðunar, að yfir höfuð munduð þið vera heldur leið- inlegir. Og hvað snertir viðtal eða þvíumlíkt, þá vildi ég helst ekki segja annað en þetta: Leggið frekar eyrun við því sem ég les í útvarpið; það getur orðið ykkur til miklu meiri uppbyggingar, heldur en að eyða tíma í að rabba við mig hér í allri mannþröng- inni. Og ég get þess til, að ykkur muni varla veita af slíkri uppbyggingu.“ Maðurinn heitir Magnús Guðmundsson, fæddur að Hólmlátrum á Skógarströnd árið 1895, sonur Guð- mundar íkaboðssonar og konu hans Hug- borgar Magnúsdóttur. Þau hjónin fluttust frá Hólmlátrum í Dali þegar Magnús var á 5. ári, bjuggu fyrst að Vatni í Hauka- dal , en siðan að Skörðum í Miðdölum. Þeg- ar Magnús var á 13. ári, sagði faðir hans: „Jæja Mangi minn, nú er best að þú takir við og stautir húslesturinn framvegis.“ Og þá þýddi ekki að mótmæla, því að á þeim arum voru það foreldrarnir sem réðu og stjórnuðu. Það sem hann las voru stuttar hugvekjur á virkum dögum og lengri pred- ikanir eftir einhvern prest á sunnudögum, en ekki Passíusálmarnir til að byrja með, því að þá var enn við líði sá siður að syngja þá. En sá siður lagðist af nokkru seinna, og þá féll það einnig í hlut Magnúsar að lesa sálmana. Er hann foreldrum sínum þakklátur fyrir að hafa svo snemma sett sig í embætti húslesarans. Þetta hafi orðið sér til nokkurs þroska. — „Síðan hafa Passíu- sálmarnir ætíð verið mér mjög kærir,“ segir Magnús. Það mun hafa verið Hannes á horninu sem fyrstur setti fram þá skoðun, að ekki þyrfti endilega presta til að lesa Passíusálm- ana í útvarpið. Málið mun seinna hafa verið tekið upp í útvarpsráði og ákveðið að fela starf þetta leikmanni. Við spurðum Magn- ús, hvernig það hefði atvikast, að hann varð fyrir valinu. (En áður en Magnús svarar, verðum við að skjóta því hér inn í, að síðan hann fluttist hingað til Reykjavíkur árið 1940 vestan úr Dölum þar sem hann hafði, til þess tíma, búið eftir föður sinn á Skörðum, hefur hann lengst af unnið hjá Búnaðar- félagi íslands, en verið starfs- maður Alþingis síðan 1947). „Áhrifin frá uppvaxtarár- unum sitja lengi í manni“, svarar Magnús. „Ég hef í rauninni ávalt saknað lesturs- ins heima, Passíusálmanna og annars. Líka getur verið að hið fræga prestakallafrumvarp og hinar löngu umræður um það hafi verið búnar að gera mig venju fremur andlega þenkjandi um það er þingi lauk; svo mikið er víst, að ég fékk einhvern áhuga á þessu starfi, og fyrr en mig varði var búið að fela mér það.“ Við höfðum veitt því eftirtekt, að útvarp- ið kynnti Magnús ekki sem þingvörð, þó að hann væri, að minnsta kosti hér um slóð- ir, þekktastur sem slíkur, og spurðum hvað því ylli. — „Það er nú einhvernveginn svo,“ svaraði Magnús „að þegar ég vil hafa mest við, verður mér stundum á að nefna mig bónda (auðvitað þó fyrrverandi), og þá frá Skörðum. Einnig kann það að hafa valdið þarna nokkru, að þrátt fyrir margt gott sem ég get sagt um Alþingi, þá hefur sú ágæta stofnun yfirleitt ekki mikið kennt mér í lestri Passíusálma.“ \ REYKVÍKINGUR 5

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.