Reykvíkingur - 01.03.1952, Side 6

Reykvíkingur - 01.03.1952, Side 6
Hjalmar Schacht og Groucho Marx Annar er gamall nasisti, hinn heimsþekktur gamanleikari. Nasistinn heitir Hjalmar Horace Greeley Schacht, og hann er sannkallaður bragðarefur. Gamanleikarinn heitir Groucho Marx, og hann grípur stundum til pennans. Hér er sagt frá Indonesíuför Herr Hjalmars og þremur bréfum frá Mr. Marx. asta hjálpin, ef þér vilduð gjöra svo vel að stela nokkrum krónum af innstæðu ein- hvers efnamannsins meðal viðskiptavina yðar og leggja þær inn á bankabókina mína. Virðingarfyllst, Groueho Marx. 1 YRIR 20 árum spáði þýzka skopblaðið Simplicissimus því, að Þýzkaland ætti enn eftir að lenda í styrjöld. Það spáði því ennfremur, að bankamaður að nafni Hjalm- ar Horace Greeley Schacht mundi koma þar talsvert við sögu, og bætti svo við: Og hvernig sem allt fer, þá er þetta víst: það mun ekki sjá skrámu á herra Schacht að leikslokum. Blaðið hitti naglann á höfuðið. Dr. Schacht (hann er hagfræðingur) lifir góðu lífi; hann hefur semsé enn ekki lent í þeim stórvandræðum, að hann gæti ekki — stund- um þó með nokkurri fyrirhöfn — snúið sig út úr þeim. Aðferð hans er einföld og ó- brotin: hann er alltaf ákafur stuðnings- maður þess sterkasta. Þegar Vilhjálmur keisari réð ríkjum í Þýskalandi, var Schacht „einlægur" þjóðernissinni. Þegar Weimar- lýðveldið var vinsælast, var Schacht eldheit- ur lýðveldissinni og yfirbankastjóri ríkis- bankans. Þegar Hitler óx fiskur um hrygg, varð Schacht æstur nasisti: „Ég átti tal við Hitler og sagði honum, að ég stæði með honum.“ Sölumaður. Schacht stjórnaði fjármálum Þýskalands frá 1933 til 1939. Það var því hann, sem sá um efnahagshlið þess fyrir- tækis, sem að lokum steypti veröldinni út í nýja heimsstyrjöld. En þegar stríðsvél Hitlers liðaðist í sundur og Schacht var dreginn fyrir stríðsglæpadómstólinn í Niirn- berg, lýsti hann grafalvarlegur yfir: „Ég hefði persónulega drepið Hitler, ef mér hefði gefist til þess tækifæri.“ (Þessi yfir- lýsing gekk svo fram af von Ribbentrop, sem þó var enginn engill, að hann gat ekki orða bundist. Hann sagði: „Hann hefur selt sig mörgum. Og nú er hann að reyna að selja sig bandamönnum“). Það mun fyrst og fremst hafa verið Bret- um að þakka — eða kenna — að stríðs- glæpadómstóllinn sýknaði Schacht. Og bankastjórinn fyrrverandi var ekki af baki dottinn. Hann skrifaði í flýti metsölubók um æfi sína og æfintýri („Gert upp við Hitler'1) og tókst þannig, ennþá einu sinni, að auðg- ast á því, sem aðrir létu lífið fyrir — nauð- ugir eða nokkurnveginn viljugir. í fyrra tók herra Schacht sér ferð á hendur til Indonesíu. Þetta nýsjálfstæða ríki átti í fjárhagsörðugleikum, og leiðtogar þess gerðu sér vonir um, að þýski hagfræð- ingurinn gæti leyst vandann. Schacht von- aði á hinn bóginn vafalaust, að hann mundi auðgast á þessum viðskiptum; hann settist að í Jakarta sem hálaunaður starfsmaður Indonesíustjórnar og tók til óspiltra mál- anna. Tíðindalaust. En töframaðurinn þýski átti eftir að valda hinum nýju húsbændum sínum vonbrigðum. Þegar tillögur hans til stjórnarvaldanna voru birtar fyrir skömmu, kom í ljós, að Schacht hafði eiginlega ekk- ert nýstárlegt fram að færa. Svo gersam- lega stórtíðindalaus var efnahagsskýrsla gamla hagfræðingsins, að fjármálaráðherr- ann indonesiski lýsti yfir, að hann væri Schacht algerlega ósammála um öll höfuð- atriði nema eitt, þ. e. að Indonesía ætti mikla framtið fyrir sér. Nú er Schacht kominn heim til Hamborg- ar. Hann er harðánægður með Indonesíu- ferðina. Hann hafði nóg að bíta og brenna í Jakarta (stjórnarvöldin borguðu meðal annars allan dvalarkostnað hans, um 330.000 krónur) og hann er talsvert fjáðari en þegar hann lagði af stað. Fyrir skömmu hélt hann hátíðlegt 75 ára afmæli sitt og tilkynnti við það tækifæri, að hann hefði til athugunar heimboð frá Egyptalandsstjórn, sem vill að hann geri skýrslu um efnahagsástand lands- ins. Það þykir og í frásögur færandi, því það lýsir manninum nokkuð, að er blaða- maður innti hann eftir Indonesíuskýrslunni, bauðst Schacht til að sýna honum hana — fyrir örlitla þóknun. ..Ég þarf að koma fót- unum undir mig aftur,“ sagði hann ástúð- lega. B •ANDARISKI skopleikarinn Groucho Marx er sennilega eins vel kunnur hér og í heima- landi sínu. Hann semur hálfbrjáluð bréf til vina og kunningja, þegar hann ekki er að leika hálfbrjál- aða kvennamenn í kvik- myndum, útvarpi og sjónvarpi. Hér eru nokkur sýnishorn: Bankastjóri að nafni Dent skrifaði honum kurteislegt verslunarbréf og klykkti út með þessum orðum: „Yin- samlegast látið mig vita, ef ég get á einhvern hátt hjálpað yður.“ Marx svaraði um hæl: Kæri Mr. Dent. Sannast að segja væri mér það kærkomn- Hér fer á eftir „verslunarbréf“ til eins kunnasta kvikmyndaframleiðand- ans í Hollywood: Kæri Nunnally Johnson. Athygli mín hefur verið vakin á því, að þér hafið fyrir skömmu sýnt myndina Kvöld í óperunni á heimili yðar í Bel Air. Yður er það ef til vill ókunnugt, en Marx- bræður eiga hlut í þessari kvikmynd, og okkur ber, samkvæmt samningi, að fá 15% af sýningartekjum hennar. Ef gert er ráð fyrir — og ég efast raunar ekki um það — að þér hafið tekið Vz dollar í að- gangseyri af hverjum gesti, hljóta heildar- tekjur kvöldsins að hafa orðið að minnsta kosti 12 dollarar. Réttmætur hluti Marx- bræðra af þessari upphæð nemur hvorki meira né minna en 1 dollar og 80 centum. Ef við ekki fáum þessa peninga innan tíu daga, munum við gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að sjá svo um, að þér endið í Steininum. Virðingarfyllst, Groucho Marx. Og að lokum örstutt bréf til leiklist- arblaðsins Variety, sem skýrt hafði les- endum sinum frá tekjulindum þeirra Marxbræðra. Nafnið undir bréfinu er eitt af mörgum, sem Groucho hefur notað í kvikmyndum. Herra ritstjóri. Þér segið, að Marxbræður geti fengið 20.000 dollara á viku, ef þeir leiki saman á ný. Þér virðist líta svo á, að peningar séu það eina í heiminum, sem einhverju máli skipti. Þetta er laukrétt. Yðar einlægur, J. G. Quackenbush höfuðsmaður. — ★ — DÁSAMLEGASTA AUGLÝSINGIN, SEM VIÐ MUNUM EFTIR ÞESSA STUNDINA (Sýnishornadeild) Gísli Kristinsson á Hafranesi er kominn með ljóðabók á markaðinn. Þið, sem ekki vaðið reyk, en þiggið faðmlög vífsins, ættuð nú að fara á kreik og kaupa „Leikur lífsins." 6 EEIKVÍKINGUR

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.