Reykvíkingur - 01.03.1952, Síða 7

Reykvíkingur - 01.03.1952, Síða 7
Ursus og annað lólk í uppvexti sínum var Gunnar Salómonsson (Ursus) á ýmsum bæjum á Snæfellsnesi. Þegar bókin Hjá vondu fólki var nýkomin út, hitti Þórbergur Þórðarson Ursus í Kaupmannahöfn og tjáði honum að Snæfellingar væru gramir í sinn garð fyrir ýmislegt sem liún hefði að geyma. „O, blessaður vertu," sagði Ursus. „Ég skal gefa þér efni í nýja bók um þá. Við skulum láta hana heita Hjá verra fólki." Sagt er, að Maxim Gorki hafi orðið þreyttur á rússneska kommúnismanum nokkru eftir bylting- una, og jafnvel hugsað sér að flytja búferlum úr landi. Fór liann fyrst til Ítalíu, og þaðan til Þýskalands. í Berlín hitti hann Kristján Albert- son, fékk sig fullsaddan af vestrænni menningu, og flýtti sér sem mest hann mátti heim til Rúss- lands aftur. ~ " Þegar Guðgeir Jónsson templari kom til Grúsíu ásamt fleirum á vegum MÍR, fögnuðu landsntenn gestum sínum með gnægðum vínfanga. En Guðgeir bragðaði að sjálfsögðu ekkert. Átti túlkurinn erfitt með að skýra undrið fyrir landsmönnum, því að tunga þeirra rcyndist ekki hafa neitt orð yfir svo ótrúlegt fyrirbæri sem templara. Loks var þó svo að sjá sem ljós rynni upp fyrir þeim. Skutu þeir á ráðstefnu, og tilkynntu innan stundar, að á staðnum væri hafin fjársöfnun til að styrkja Guðgeir lil tveggja vikna dvalar á besta spítala landsins. — ★ — í bókastríðinu fyrir síðustu jól auglýsti Sigfús Elíasson fimm kvæði eftir sjálfan sig. Nafn fyrsta kvæðisins: Gleðileg jól! Nafn annars kvæðisins: Glædelig jul! Haft er eftir Steini Steinari í Jressu sambandi: Má ekki segja, að fyrra nafnið sé frumlegt, hitt originalt? _ ★ — Sagt er, að nýlega hafi svohljóðandi samtal átt sér stað í síma: „Halló! Þetta er Björn Ólafsson." „Já, sæll og blessaður. Þetta er Ólafur Thors- son.“ ALTALAÐ Framhald af 3. síðu. giska 20 manna blandaður kór, en til ann- arar handar píanó, hinnar orgel, og leikið á hvorttveggja. Kórinn byrjaði samkomuna með söng; það voru fjörug lög, taktföst og til þess fallin að dansa eftir þeim, flutt með þeim hressileik og sigurgleði er ávallt fylgir söng þess fólks sem í eitt skipti fyrir öll er búið að leysa lífsgátuna, og hætt að efast. Við tókum eftir því að ungir piltar og stúlk- ur, sem nærri okkur sátu, stöppuðu taktinn ofurlítið með fótunum. Því næst var almenn bænastund. For- stöðumaður flokksins las af blöðum nokkrar óskir sem borist höfðu um fyrirbænir; menn voru beðnir að biðja fyrir litlum dreng með þrálátt kvef, gömlum gigtveikum manni í Kleppsholtinu, slösuðum pilti uppi í sveit. Einnig komu fram slíkar óskir munnlega frá fólkinu sjálfu í salnum. „Viljið þið biðja fyrir stúlku vestur í bæ sem hefur verk í hægra hné,“ hrópaði gömul kona á aftasta bekk. — Svo hófust bænirnar. Bað hver fyrir sig í hálfum hljóðum, og orsakaði þetta einkennilegan, dálítið tregafullan klið í salnum, en upp úr honum kváðu við stöku sinnum snöggar ákallanir, ekki þó háværar, og nefnt það nafn sem fólk þetta hafði skráð svo skýrum stöfum á ræðustól sinn: JESUS. Að bænastundinni lokinni var fyrst söng- ur nokkra hríð, en síðan tilkynnt að nú yrði vitnað. Fjórir eða fimm menn stigu í stólinn hver á fætur öðrum og sögðu frá trúarreynslu sinni, hvernig þeir hefðu reik- að í villu fyrrum, skemmtanasjúkir og mun- aðargjarnir og drykkfelldir á stundum sum- ir, aldrei hirt neitt um sál sína, en að lok- um frelsast og fundið drottin. Var auðfund- ið á þeim sannfæringarkrafti sem fylgdi orðum þessara manna, að hér töluðu engir hræsnarar, hér var enginn yfirdrepskapur á ferð, heldur bjargföst trú og fögnuður yfir þeirri ást til alls og allra sem hið nýja lif hafði fært þeim. Hámarki sínu náði svo samkoman með því að nýjum gestum var boðið að koma og krjúpa við fremsta bekk, og stíga þar með fyrsta skrefið inn í vé þessa trúflokks. í BÆNUM Urðu fimm manneskjur til að þiggja þetta boð, tveir gamlir menn fyrst, en á eftir þeim gömul kona og ung kona og lítil telpa, allar saman. Nú er ekki óhugsandi, að til séu þeir með- al lesenda okkar sem hafi orðið fyrir von- brigðum af þessari frásögn, og sakni þarna einhvers sem þeir mundu ef til vill kalla „spennandi". En þetta er okkar saga, og aðra 'getum við ekki sagt. Sé það satt sem heyrst hefur um þennan trúflokk, að hann láti sig stundum henda glæfralegar kaffær- ingar, ofsjónir og almenna sturlun, þá hlýt- ur slíkt að gerast við aðrar kringumstæður en þær sem við kynntumst þessa kvöld- stund. Ofurlitið erum við þó hræddir um, að sögurnar þær séu eitthvað orðum aukn- ar. Að endingu fáein orð í fullri alvöru: Við erum ekki sérlega miklir trúmenn. En við virðum einlægni í trúmálum eins og öðru Og einhvernveginn segir okkur svo hugur, að ást mannsins á guði sínum sé óvíða ein- lægari en á samkomu sem þessari. Að minnsta kosti sáum við þarna það sem við höfum aldrei séð við guðsþjónustu hjá þjóð- kirkjunni okkar: augu manna fyllast tárum af einskærri hrifningu og gleði yfir því að mega boða samborgurum sínum fagnaðar- erindið. Og hafi menn á annað borð ein- hverja trú á mætti bænarinnar, þá virðist okkur aðferð þessa fólks í engan máta at- hugaverð, að hittast í barnslegri einlægni og biðja hvert annað að gera sér greiða, stóra eða smáa eftir því sem á stendur, og sameinast síðan um að senda þessar óskir áfram til guðs síns, með beiðni um fyrir- greiðslu. Má vera, að einhverjum þyki hlægileg ósk gömlu konunnar um að beðið yrði fyrir ungri stúlku vestur í bæ með verk í hnénu; við slíku er ekkert að segja, hláturinn er öllum frjáls. En hvað okkur snertir, þá þykjumst við ekki menn til að hlægja að þessari gömlu konu. Samkomunni lauk tímanlega; fólkið kvaddist og hélt heim til sín kl. tæplega 10. Enda var þetta auðsæilega þesskonar fólk sem fer snemma á fætur. — Snorri er í baði. REYKVÍKINGUR 7

x

Reykvíkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.