Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 44
4. mars 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 16 BAKÞANKAR Sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR Að baki vestrænum heitum fræði-greinar innar sálfræði er nafn grísku gyðjunnar Psyche. C. S. Lewis skrifaði ekki aðeins ævintýrabækur um Narníu heldur um bókmenntir og trúarefni og m.a. um systurnar Psyche og Órúal. Psyche var sögð traust í lífsraunum og fögur. Hún fangaði hjarta elskuguðsins Erosar. Saga Psyche er fyrirmyndar- eða kennslusaga um þroskaleit sálar. Órúal var ólík systurinni ástríku. Hún hafði veika sjálfsmynd og fyrirvarð sig fyrir útlit sitt. Hún faldi andlitið á bak við grímu, sótti í völd og sölsaði undir sig konungsríki föður síns. Landsmenn Órúal sáu grímuna og ímynduðu sér að hún væri fögur. En engum kom til hugar að gríman væri vörn hryggðar- myndar. VELDI Órúal féll, hún var svipt stöðu, klæðum og grímu og að lokum leidd berstrípuð fyrir guð- legan dómstól. Þegar varnir voru fjarlægðar kom keipa- krakki í ljós. Hún vældi yfir að veröldin væri ekki eins og hún vildi. Sagan er um grímu- lausa sjálfshverfingu og þar með frekju. Sagan segir síðan hvernig Órúal gekk í sig, náði þroska og gerði sér grein fyrir að til að ávinna allt varð hún að missa. Til að þrosk- ast varð hún að fleygja hækjum lífsins. Til að vitkast varð hún að viðurkenna sjálfa sig og útlitið líka. SAGAN er um fólk bæði í fornöld og nútíma. Líf margra er æðisgengin leit að grímum og ímyndum. Er það kannski versta fíkn mannsins að dýrka eigin ásýnd, eigin ímynd og eigin draum? Þegar svo er komið er ímyndin orðin að sannleika og raunveran orðin að lygi. ÁSJÓNUR eru okkur mönnum mikil- vægar. Eðlilegur barnsþroski er jafnvel tengdur andlitum. Fólk í öllum sögum, líka í Biblíunni, er fólk sem leitar mynd- ar sinnar. Kristnir menn hafa af eigin reynslu sagt að besti sálarspegillinn sé Jesús Kristur. Þar sé mynd Guðs í manns- mynd. Því stórkostlegri ímyndum sem við komum okkur upp, því lengra erum við frá raunmynd okkar. Því betur sem við leyfum grímum að falla af okkur, því betur og nær komum við sjálfum okkur, mynd Guðs. VERKEFNI föstutímans er að spegla sál- ina. Tilgangurinn er að undirbúa innri mann fyrir atburði kyrruviku og páska. „Spegill, spegill herm þú mér.“ Allt sem segir okkur satt um okkur sjálf verður okkur sannleiksspegill; Passíusálmar, píslar sagan, goðsögur, barnaspeki, kvik- myndir eða bókmenntir. Verkefni föstu er: Fella grímu og spegla sál. Gríma, sál og systir LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. ólæti, 8. tangi, 9. lepja, 11. í röð, 12. gengi, 14. hesta- sjúkdómur, 16. stefna, 17. af, 18. höld, 20. persónufornafn, 21. æfa. LÓÐRÉTT 1. steintegund, 3. utan, 4. ávaxtatré, 5. suss, 7. fjarskiptatæki, 10. blaður, 13. kóf, 15. rótartauga, 16. utanhúss, 19. karlkyn. LAUSN LÁRÉTT: 2. sápu, 6. at, 8. nes, 9. lap, 11. rs, 12. klíku, 14. spatt, 16. út, 17. frá, 18. tök, 20. ég, 21. iðka. LÓÐRÉTT: 1. kalk, 3. án, 4. perutré, 5. uss, 7. talstöð, 10. píp, 13. kaf, 15. tága, 16. úti, 19. kk. Pabbi! Mig langar að seg ja þér svolítið! Hm? Ég er sam... Sammi í skóla- leikritinu! Það er ég sem drep greifynjuna og biskupinn í leikritinu með þungum kertastjaka! Frábært! Haltu áfram að gera það! 101 hlutur sem þú ættir að gera áður en þú verður 41. Gerðu tilraunir með útlitið. NEI. Ég sagði HVAÐ MEÐ ÞAÐ?!! Fékk Solla afsláttarmiða frá Victoria‘s Secret í póstinum? HAHAHAHAHAHA!!! En hræðilegt, meina ég!!! Á skalanum 1-10 yfir það hversu ég verð aldrei tilbúinn fyrir þetta er þetta 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.