Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 50
4. mars 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 22 visir.is Meira um leiki helgarinnar ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN TOTTENHAM - ARSENAL 2-1 1-0 Gareth Bale (38.), 2-0 Aaron Lennon (40.), 2-1 Per Mertesacker (51.). CHELSEA - WBA 1-0 1-0 Demba Ba (28.). EVERTON - READING 3-1 1-0 Marouane Fellaini (42.), 2-0 Steven Pienaar (59.), 3-0 Kevin Mirallas (66.), 3-1 Hal Robson- Kanu (84.). MAN. UTD - NORWICH 4-0 1-0 Shinji Kagawa (45.+1), 2-0 Shinji Kagawa (76.), 3-0 Shinji Kagawa (87.), 4-0 Wayne Rooney (90.). SOUTHAMPTON - QPR 1-2 0-1 Loic Remy (14.), 1-1 Gaston Ramirez (45.+1), 1-2 Jay Bothroyd (77.). STOKE CITY - WEST HAM 0-1 0-1 Jack Collison (45.+4). SUNDERLAND - FULHAM 2-1 0-1 Dimitar Berbatov, víti (16.), 0-2 Sascha Riether (34), 1-2 Craig Gardner, víti (37.), 2-2 Stephane Sessegnon (70.). SWANSEA - NEWCASTLE 1-0 1-0 Luke Moore (85.). WIGAN - LIVERPOOL 0-4 0-1 Stewart Downing (2.), 0-2 Luis Suarez (18.), 0-3 Luis Suarez (34.), 0-4 Luis Suarez (49.). STAÐAN Man. United 28 23 2 3 68-31 71 Man. City 27 16 8 3 50-24 56 Tottenham 28 16 6 6 49-33 54 Chelsea 28 15 7 6 58-30 52 Arsenal 28 13 8 7 53-32 47 Everton 28 11 12 5 44-35 45 Liverpool 28 11 9 8 53-34 42 Swansea 28 10 10 8 39-34 40 West Brom 28 12 4 12 38-37 40 Fulham 28 8 9 11 39-44 33 Stoke 28 7 12 8 26-33 33 West Ham 28 9 6 13 32-41 33 Norwich 28 7 11 10 27-45 32 Sunderland 28 7 9 12 31-38 30 Newcastle 28 8 6 14 38-49 30 Southampton 28 6 9 13 39-51 27 Wigan 28 6 6 16 33-55 24 Aston Villa 27 5 9 13 26-52 24 Reading 28 5 8 15 34-54 23 QPR 28 3 11 14 21-44 20 LEIKUR KVÖLDSINS ASTON VILLA - MAN. CITY KL. 20.00 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 HD. N1-DEILD KARLA ÍR - AKUREYRI 20-19 ÍR - Mörk (skot): Jón Heiðar Gunnarsson 5 (5), Sturla Ásgeirsson 5/1 (7/1), Guðni Kristinsson 4 Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 11 (29/2, 38%), Sebastian Alexandersson (1/1, 0%),. Akureyri - Mörk (skot): Bjarni Fritzsson 5/3 (5/3), Geir Guðmunds. 4 (7), Heiðar Aðalsteins. 3 (5). Varin skot: Jovan Kukobat 10 (30/1, 33%). N1-DEILD KVENNA VALUR - HK 33-28 Valur: Karólína Lárudóttir og Dagný Skúladóttir 7. FYLKIR - ÍBV 25-33 Fylkir: Vera Pálsdóttir 9, Hildur Björnsdóttir 6. ÍBV: Grigore Ggorgata 8, Rakel Hlynsdóttir 6. AFTURELDING - HAUKAR 19-27 Afturelding: Hekla Daðad. 6, Telma Frímanns. 4. Haukar: Ragnheiður Ragnarsd. 5, Marija Gedroit 5 GRÓTTA - FH 19-24 Gróttu: Eva Davíðsd. 9, Laufey Guðmundsd. 6. FH: Sigrún Jóhannsd. 5, Berglind Björgvinsd. 5. STJARNAN - SELFOSS 19-24 DOMINOS-DEILD KVENNA GRINDAVÍK - NJARÐVÍK 69-71 Grindavík: Crystal Smith 38/13 fráköst HAUKAR - SNÆFELL 50-78 Haukar: Siarre Evans 26/13 fráköst/5 stolnir FJÖLNIR - VALUR 55-74 Valur: Jaleesa Butler 29/15 frák./8 stoð/8 varin FÓTBOLTI Framherjinn Alfreð Finn- bogason heldur áfram að fara á kostum með liði sínu, Heerenveen í Hollandi, og hann var enn eina ferðina hetja liðsins um helgina er hann tryggði liðinu 2-1 sigur á NAC. Alfreð skoraði bæði mörk síns liðs á lokamín- útum leiksins og tryggði liðinu mikilvæg stig. „Hann gerði gæfumuninn,“ sagði hollenska goðsögnin, Marco van Basten, um Alfreð eftir leikinn, en van Basten er þjálfari liðsins. „Hann beið þolinmóður eftir að fá tækifæri í leiknum en hann var engan veginn að finna sig í fyrri hálfleik.“ Alfreð er nú búinn að skora 19 mörk í 22 deildarleikjum með Heerenveen í vetur. Hann er búinn að skora rúmlega helm- ing marka liðsins og skorar á 99,8 mínútna fresti. Magnaður árangur hjá frábærum leikmanni. - hbg Alfreð hetja Heerenveen enn á ný BORÐTENNIS Sigurganga Guðmund- ar Eggerts Stephensen í íslenska borðtennisheiminum á sér enga hliðstæðu. Hann varð Íslands- meistari í einliðaleik aðeins 11 ára gamall og hefur haldið titlinum síðan. Hann vann sinn 20. Íslands- meistaratitil í röð í gær og það sem meira er þá hafði hann ekkert fyrir því. Hann sýndi og sannaði enn eina ferðina að hann er í algjörum sérflokki í íþróttinni hér á landi. „Eini titillinn sem ég man eigin- lega eftir er sá fyrsti. Hinir titl- arnir renna allir saman í eitt,“ sagði Guðmundur brosmildur eftir úrslitaleikinn. Þegar hann vann sinn fyrsta titil náði hann rétt upp á borðið en nú er hann fullorðinn maður og faðir. Hann á sjö ára gamla stúlku og konu. „Stelpan mín er í ýmsu eins og ballett en hún á samt lítið borð- tennisborð til að æfa sig ef hún vill. Það virðist annars koma mörgum á óvart að ég sé orðinn fullorðinn. Ég er ekki lengur 11 ára. Alltaf þegar ég fer út á land virðist fólk halda að ég sé enn 11 ára. Það segir: Ha, ertu orðinn þrítugur?“ Eins og áður segir hefur Guð- mundur haft mikla yfirburði í íþróttinni en hvað fær hann út úr því að vinna ár eftir ár? „Það er ýmislegt en núna eru komnir 20 titlar og það er gott. Þetta var því mitt síðasta Íslands- mót í bili. Ég er ekki hættur að spila. Mun spila áfram úti í Hol- landi og taka þátt í einhverjum mótum hér heima. Þetta er komið gott af Íslandsmótinu. Nú mega aðrir verða Íslandsmeistarar,“ sagði Guðmundur, en er hann kom- inn með móral yfir því að vinna alltaf? „Nei, ég segi það nú ekki alveg. Stundum fær maður samt að heyra að maður sé að einoka eitt- hvað. Það er neikvætt. Ég hef samt ákveðið að taka mér smá frí. Þegar ég var búinn að vinna tíu ár í röð fór ég að hugsa um hvort þetta væri ekki orðið gott. Hugsaði sama er ég var búinn að vinna fimmtán sinnum í röð en ákvað þá að fara samt upp í tuttugu. Ég held ég geti vel setið uppi í stúku á Íslandsmóti og fylgst með. Ég held að það verði bara gaman.“ Guðmundur segir að fyrsti titill- inn hafi eðlilega verið sá erfiðasti. Hann spilaði þá gegn Kristjáni Jónassyni, sem tók þátt í sínu 40. Íslandsmóti í röð um helgina. Íslandsmeistarinn segist vera sáttur við ferilinn sinn, en hann hefur fengið tækifæri til þess að spila víða um heim. „Ég tók þá ákvörðun að spila fyrir félagslið frekar en á alþjóða- mótum fyrir einstaklinga. Það kostar mikinn pening að taka þátt og lítið upp úr því að hafa. Ég spil- aði fyrir stórlið í Svíþjóð og hef verið meistari þar, sem og í Frakk- landi,“ segir Guðmundur, sem er búsettur á Íslandi en spilar fyrir félag í Hollandi. „Ég vinn fyrir tengdaforeldra mína í Rafvörumarkaðinum í Fellsmúla. Ég er bara í venjulegri vinnu eins og aðrir. Ég hef aldrei þénað mikla peninga í þessu og ræði helst ekkert peningamálin,“ sagði Guðmundur og hló dátt, en það var afar létt yfir honum. „Ég þarf alltaf að reyna á mig í þessum mótum en ég er aðeins á undan strákunum enda spilað mikið úti,“ sagði Guðmundur, en hann viðurkenndi að hafa reynt að búa til sýningu úr leiknum. „Það var um að gera að bjóða upp á smá sýningu enda fjöl- skyldan mætt og svona. Ég er mjög stoltur af þessum árangri og þetta var skemmtilegasti titill- inn í mörg ár. Ég naut mína meira á þessu móti.“ henry@frettabladid.is Nú er röðin komin að öðrum Guðmundur Eggert Stephensen vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í einliðaleik í borðtennis í gær. Hann segir að nú sé mál að linni og kominn tími á að leyfa öðrum að vinna. Fyrsti titilinn 11 ára gamall. MAGNAÐUR Guðmundur lyftir hér bikarnum í 20. skipti. Það verður nýr Íslandsmeistari í borðtennis á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Úrslit mótsins Einliðaleikur karla: 1. Guðmundur E. Stephensen 2. Kári Mímisson Einliðaleikur kvenna: 1. Eva Jósteinsdóttir 2. Aldís Rán Lárusdóttir Tvíliðaleikur karla: 1. Guðmundur Stephensen og Magnús K. Magnússon Tvíliðaleikur kvenna: 1. Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir Tvenndarleikur: 1. Guðmundur Stephensen og Eva Jósteinsdóttir FÓTBOLTI Man. Utd er aftur komið með 15 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir helgina. Liðið vann þá auðveldan sigur á Norwich, 4-0, þar sem Japaninn Shinji Kagawa skoraði þrennu. „Hann er frábær í að klára færin og seinni tvö mörkin voru frábær. Hann missti út mikil- vægan tíma hjá okkur vegna meiðsla en er allur að koma til. Hann verður mun betri á næsta ári. Þá fær fólk að sjá virkilega góðan leikmann,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, um Japanann knáa. Kagawa var ekki einn um að skora þrennu þessa helgina því Luis Suarez skoraði fyrir Liver- pool gegn Wigan. Hann er því búinn að skora 21 mark í deildinni og er markahæstur. „Í mínum augum er hann besti framherji heims í dag. Hann er klárlega leikmaður ársins í mínum augum og margra annarra. Hann er algjörlega ótrúlegur. Ekki bara er hann góður leikmaður heldur er hann afar hungraður og leggur sig alltaf 100 prósent fram,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liver- pool, um stjörnuframherjann sinn. Gylfi Þór Sigurðsson fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Totten ham í stórleiknum gegn Arsenal í gær. Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Bale og stóð sig ágætlega. „Þetta var gríðarlega mikil- vægur sigur. Við megum ekki hætta núna heldur verðum við að halda áfram. Það á eftir að spila mikinn fótbolta,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Spurs. - hbg Gylfi lagði upp mark í sigri Spurs á Arsenal Tottenham er komið í þriðja sætið– Kagawa og Luis Suarez skoruðu báðir þrennu fyrir lið sín á laugardag. DAUÐAFÆRI Gylfi kemst hér í gott færi sem hann fór illa með. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Valur varð í gær deildarmeistari í N1-deild kvenna í handknattleik þegar liðið bar sigur úr býtum, 33-28, gegn HK í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar. Frábær árangur hjá Val. „Þetta er frábær tilfinning. Við erum að vinna þetta fjórða árið í röð, sem er magnaður árangur,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í gær. „Ég hef alltaf sagt að í mínum huga er þetta gríðarlega stór titill. Þú þarft einnig að vera á tánum frá október fram í mars til að klára þennan titil. Ég er því gríðarlega ánægður að hann sé kominn í hús.“ Árangur Vals kom ekki áfallalaust. „Við höfum verið að lenda í miklum meiðslum að undanförnu og því er þessi sigur sætur. Það sýnir mikinn stöðugleika að vera klár allan veturinn. Það kemur alltaf maður í manns stað þegar einn leikmaður- inn meiðist og við höfum alltaf staðið okkur vel, sama hvað gerist í hópnum,“ bætti Stefán við. Valsstúlkur hafa misst nokkra leikmenn í vetur vegna meiðsla og annarra ástæðna. Sonata Vijunaité, nýr leikmaður liðsins, meiddist virki- lega illa á litla putta í gær og þurfti að fara á sjúkrahús. Það er því óvíst um þátttöku hennar í næstu leikjum en hún hefur styrkt liðið varnarlega seinnipart mótsins. - sáp Valur deildarmeistari fj órða árið í röð MEISTARAR Hrafnhildur fyrirliði kyssir bikarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.