Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 16
FÓLK| OPNAÐ Á HÖNNUNARMARS Vaktarabærinn að Garðastræti 23 er eitt elsta húsið í Grjótaþorpinu. Hann mun prýða íslensk hönnun. Það er lítið mál að rækta krydd-jurtir í heimahúsum hérlendis allt árið um kring. Yfir dimmustu mánuðina er þó nauðsynlegt að nota plöntulýsingu en með hækkandi sól og lengri dagsbirtu í mars gerist þess ekki lengur þörf. Lára Jónsdóttir garðyrkju- fræðingur segir dagsbirtuna orðna það mikla um þessar mundir að vel sé hægt að hefja ræktun heima án plöntulýs- ingar, sem aftur á móti sé nauðsynleg frá nóvember fram í febrúar. „Núna er rétti tíminn til að hefja ræktun án hjálparmeðala. Það er hægt að rækta nánast allar algengustu kryddjurtirnar innanhúss og því um að gera að prófa sig áfram. Ef markmiðið er að sá fyrir kryddjurtum sem planta á úti seinna er langbest að byrja sem fyrst.“ Að sögn Láru þarf fátt annað en góða gróðurmold, smá sáðmold og hreinan pott eða bakka. Flest fræin taka um 10- 20 daga að spíra. „Fyrst um sinn þarf ræktunin smá umhirðu. Passa þarf að fræin fái jafnan raka og því er best að breiða plast yfir fyrst um sinn, þó þann- ig að lofti vel um. Þegar fyrstu grænu blöðin koma upp þarf að taka plastið af og lofta um og vökva meira.“ Lára segir algengustu mistökin við heimaræktun vera þau að sá of miklu af fræjum á sama tíma. „Auk þess gleyma margir því að birta og raki skipta máli. Þegar vöxturinn er kominn vel á veg þarf að gefa þeim næringu og svo þarf að passa upp á ofþornun en þó ekki drekkja þeim í vatni. Það þarf að finna þennan gullna meðalveg.“ KRYDD Í ELDHÚSIÐ KRYDDJURTIR Allir geta ræktað eigin kryddjurtir heima fyrir. Það er bæði ódýrt og hollt fyrir líkama og sál auk þess sem það sparar pening. HEIMARÆKTUN Flest fræin taka 10-20 daga að spíra. MYND/GVA LÍTIÐ MÁL „Það er hægt að rækta nánast allar algengustu kryddjurtirnar innan- húss,“ segir Lára Jóns- dóttir garðyrkjufræð- ingur. MYND/GVA SAGA VAKTARABÆJARINS Guðmundur vaktari Gissurarson byggði húsið upphaflega sem pakkhús árið 1848 eða skömmu áður. Guðmundur var vaktari Reykjavíkur frá 1830 til 1865, en embætti vaktara hafði verið í Reykjavík með hléum frá 1780. Húsið er jafnframt eina húsið sem eftir stendur af bæjarhúsun- um í Grjóta, sem var hjáleiga frá Víkurbænum, ein af átta slíkum sem getið er í Jarðabókinni 1703, en jörðin var lögð kaupstaðnum Reykjavík til við stofnun hans árið 1786. Skömmu fyrir árið 1860 var búið að stækka húsið í núverandi stærð sína og árið 1868 eru fyrstu heimildir um að búið sé í húsinu. Stefán Egilsson og Sesselja Sigvaldadóttir ljós- móðir keyptu húsið öðru sinni árið 1880, en þau voru foreldrar Sigvalda Kaldalóns. Sigvaldi fæddist í húsinu og bjó þar fyrstu átta ár ævi sinnar. Vaktarabærinn verur nýttur í útleigu til listamanna og ferða- manna og til ýmissa viðburða. HönnunarMars fer fram dagana 14. til 17. mars. ■ heida@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 6. mars Bæjarlind 6, s. 554-7030 www.rita.isVið erum á Facebook STÆRRI OG GLÆSILEGRI RÍTA BÆJARLIND Full búð af nýjum vörum Str. 36 - 56/58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.