Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 6
4. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 KÖNNUN Minnihluti landsmanna leggur áherslu á að Alþingi ljúki stjórnarskrármálinu fyrir kosn- ingar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihlutinn leggur ýmist litla áherslu á að ljúka mál- inu eða er hlutlaus. Alls telja 45,2 prósent fólks á kosningaaldri mjög eða frekar mikilvægt að ljúka málinu á kjör- tímabilinu. Um 15 prósent telja það hvorki mikilvægt né lítilvægt og 39,7 prósent telja lítilvægt að ljúka málinu nú. Hart hefur verið deilt um málið á þingi og hafa þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks deilt hart á stjórnarmeiri- hlutann fyrir að ætla sér að ljúka málinu þó stutt sé í að þing verði rofið í aðdraganda kosninga. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna til málsins. Um 51 pró- sent kvenna telur mikilvægt að ljúka málinu en 33,7 prósent telja það lítilvægt. Á móti telja 40 pró- sent karla mikilvægt að þingið ljúki málinu fyrir þingrof en 45,1 prósent telur það lítilvægt. Um 60 prósent stuðnings- manna stjórnarflokkanna telja mikilvægt að ljúka málinu og 67 prósent stuðningsmanna Bjartr- ar framtíðar. Hlutfallið er mun lægra meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, 34,6 pró- sent, og enn lægra hjá þeim sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, 17,8 prósent. Hringt var í 1.329 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lag- skiptu úrtaki miðvikudaginn 27. janúar og fimmtudaginn 28. janú- ar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svar- endur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu mikil- vægt telur þú að Alþingi ljúki stjórnarskrármálinu fyrir kom- andi alþingiskosningar? Alls tóku 87,8 prósent afstöðu til spurningar innar. - bj ATVINNULÍF Ríkisstjórnin sam- þykkti fyrir sitt leyti í gær tillögu Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra um að hefja útboð fyrir strandsiglingar. Ögmundi og Katrínu Júlíusdóttur fjármála- ráherra var falin framkvæmd útboðsins þannig að strandsigl- ingar gætu hafist síðar á þessu ári. Um er að ræða tilraunaverk- efni til sex ára þar sem siglt yrði vikulega á allt að sjö hafnir og er gert ráð fyrir að fastbinda fjórar hafnir sérstaklega í útboðinu; Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri og Reyðarfjörð. Fleiri hafnir kæmu til greina sem fastir viðkomustað- ir en aðrar hafnir eftir atvikum. - shá Tilraun til sex ára: Útboð fyrir strandsiglingar SUNDAHÖFN Hugmyndir um strand- siglingar hafa verið lengi til umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hvaða stjórnmálamaður nýtur mests trausts til að leiða ríkisstjórn? 2. Hvaða tónlistarhátíð er verið að ræða að halda á Íslandi í sumar? 3. Hvar verður næsti bardagi Gunnars Nelsson haldinn? SVÖR: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2. All Tomorrow´s Parties 3. Í Las Vegas KEFLAVÍK Framkvæmdastjóri Háskólavalla, Ingvi Jónasson, segir ekkert hæft í því að verið sé að selja eða gefa ólöglegar þvottavélar úr íbúðum á Vallarsvæðinu. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að þvottavélarnar hafi verið gefnar eða seldar eftir að þær urðu ónothæfar í íbúðum Háskólavalla þar sem amer- ísku rafkerfi var skipt út fyrir það íslenska. Samkvæmt ákvörðun stjórn- valda á að farga vélunum, þar sem þær eru ekki hannaðar fyrir íslensk kerfi. Formaður Rafiðnaðar- sambandsins og sviðsstjóri hjá Mannvirkjastofnun hafa báðir heyrt af því að vélarnar séu í umferð og segja það alvarlegt mál. Félagið Háskólavellir á og rekur 1.506 íbúðir á vallarsvæðinu. Í hverri íbúð var eitt sett af heimilis- tækjum; þvottavél, þurrkari, elda- vél og örbylgjuofn. Endurvinnsl- unni Hringrás bárust 26 tonn af tækjum frá Vellinum til förgunar árið 2010, sem gerir um 125 stykki af hverju. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Hringrásar hafa engin önnur heimilistæki komið frá Vell- inum, hvorki fyrr né síðar. Starfs- maður benti á möguleikann að málmendurvinnslan Fura í Hafnar- firði hefði tekið á móti tækjum eftir árið 2010, en framkvæmdastjóri Furu segir engin tæki hafa komið þangað og vísar aftur á Hringrás þar sem gámarnir á svæðinu til- heyri þeim. Ingvi fullyrðir að vélarnar hafi verið sendar til förgunar eða not- aðar sem varahlutir. Tækin séu þó ekki hættuleg í notkun. „Þetta er ekki eitur heldur bara venjuleg rafmagnstæki. Eini munur inn er sá að þau hafa ekki þennan íslenska stimpil sem þarf að vera,“ segir hann. Öllum gömlu tækjunum sem voru í þeim íbúðum sem hefur verið breytt hafi verið fargað. „Það er einhver förgunaraðili sem hendir þeim. Verktakar fjar- lægja þetta og fara með á haugana,“ segir hann. Spurður hvaða verktak- ar það séu segist Ingvi ekki muna nöfnin á þeim. „Þeir eru svo marg- ir sem eru að vinna fyrir okkur og þetta eru bara litlir verktakar.“ Fréttablaðið komst þó að því að það eru Íslenskir aðalverktakar sem sjá mestmegnis um framkvæmdir á svæðinu. Guðmundur Pétursson framkvæmdastjóri segist fullviss um að öll tækin séu send í förgun til Hringrásar. sunna@frettabladid.is 10 prósentum vélanna fargað hjá Hringrás Forstjóri Íslenskra aðalverktaka segir öllum þvottavélum úr íbúðum hersins fargað hjá Hringrás. Engin tæki hafa þó borist þangað síðan árið 2010. Vélarnar eru ólög- legar hér á landi. Framkvæmdastjóri Háskólavalla segir þeim hafa verið fargað. Hringrás fékk greitt fyrir förgun á 26 tonnum af heimilistækjum (þvotta- vélum, þurrkurum, eldavélum og örbylgjuofnum) frá Vallarsvæðinu árið 2010. Hver þvottavél vegur um 70 kíló, hver eldavél um 70 kíló og þurrkari og örbylgjuofn vega saman um 70 kíló. ➜ 26.000 kg. / 3 = 8.667 kg. ➜ 8.667 kg. / 70 kg. = 124 stykki Hringrás hefur því fargað um 124 þvottavélum, eldavélum, þurrkurum og örbylgjuofnum. Íbúðir á Vallarsvæðinu eru 1.509 og í hverri þeirra var eitt sett af tækjum. Á milli 200 og 300 íbúðir eru enn í notkun með ameríska kerfinu og einhverjar þvottavélar hafa verið notaðar í varahluti. Samkvæmt þessu hafa að minnsta kosti þúsund vélar aldrei skilað sér til Hringrásar og svo virðist sem afar erfitt sé að fá upplýsingar um hvar þær eru niður komnar. Upplýsingar vantar um þúsund vélar ÍBÚÐIR VARNARLIÐSINS Háskólavellir eiga um 1.500 íbúðir sem áður voru í eigu hersins. Enn er verið að nota heimilistækin í um 200 íbúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA STJÓRNMÁL Ekki er einhugur um tillögur Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um að semja um framhald stjórnarskrármálsins á næsta kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokk- ana munu ræða um framhaldið í þessari viku. Árni Páll sagði við RÚV um helgina ljóst að Alþingi næði ekki að klára málið í heild sinni fyrir lok þessa þings. Hann vill að þingið álykti um að vinna við nýja stjórnarskrá haldi áfram á næsta kjörtímabili og ákvæði um auðlindir verði samþykkt nú. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, ekki hægt. Ekki sé mögulegt að binda hendur næsta þings og sjálf- stæðismenn muni ekki samþykkja óbreytt auðlindaákvæði. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar, er jákvæður fyrir tillögu Árna Páls. Þingmenn Hreyfingarinnar vilja sem fyrr að málið verði klárað á þessu þingi. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði á heimasíðu sinni í gær að allir flokkar utan Sjálf- stæðisflokks ættu vel að geta sameinast um lyktir málsins með þessum hætti. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. - þeb Skiptar skoðanir eru um tillögu Árna Páls Árnasonar um að halda áfram málinu á næsta þingi: Ræða um framhald stjórnarskrárinnar SUÐUR-AFRÍKA Átta lögreglumenn voru handteknir í Suður-Afríku á föstudaginn sakaðir um að bera ábyrgð á dauða mósambísks leigubílstjóra. Til eru upptökur af atburðinum þar sem maðurinn sést tala við lögreglumennina og virðist vera heitt í hamsi. Þá sést hvernig lögreglumennirnir taka manninn, handjárna hann aftan í bifreið sína og aka af stað, dragandi hann eftir veginum. Samkvæmt Amnesty Inter national lést maðurinn úr höfuð áverkum nokkrum klukku- tímum síðar, þá í haldi lögreglu. Atburðurinn gerðist í úthverf- inu Daveyton sem er í grennd við Jóhannesarborg og er sagður vera hörð áminning um það að lögreglu- ofbeldi sé raunverulegt vandamál um gjörvalla Suður-Afríku. - trs Átta handteknir í S-Afríku: Maður lést eftir lögregluofbeldi ÁRNI Formaðurinn segir nauðsynlegt að horfast í augu við stöðuna og tryggja framhaldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Hótelgestir með fíkniefni Fjórir einstaklingar voru handteknir á hótelherbergi í austurborg Reykjavíkur á sunnudagsmorgun vegna gruns um fíkniefnabrots. Þeiru voru vistaðir í fangageymslu á meðan lögreglan rann- sakaði málið. Borgaði ekki leigubílinn Lögregla handtók á sjöunda tímanum í gærmorgun mann sem greiddi ekki fyrir leigubíl sem hann hafði tekið og hafði auk þess í hótunum. Manninum var stungið í fangageymslu á meðan reynt var að komast til botns í málinu. 14,5% 25,2% 28,4% 16,9% 15% ➜ Ný stjórnarskrá Hversu mikilvægt telur þú að Alþingi ljúki stjórnarskrármálinu fyrir kom- andi alþingiskosningar? ■ Mjög mikilvægt ■ Frekar mikilvægt ■ Hvorki mikil- vægt né lítil- vægt ■ Frekar lítilvægt ■ Mjög lítilvægt Minnihluti segir mikilvægt að stjórnarskrármálið klárist fyrir kosningar: 45% telja mikilvægt að klára VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.