Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 14
4. mars 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Kvenfélagið var stofnað 12. mars 1953 en allir fundir í félaginu eru haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar þann- ig að við munum halda upp á afmælið í kvöld,“ segir Margrét Guðjóns dóttir, kirkjuvörður og formaður afmælis- nefndar kvenfélagsins. „Hátíðin verður haldin inni í kirkju og biskup Íslands verður með okkur ásamt öðrum góðum gestum. Þar verður dagskrá í tali og tónum og síðan flytj- um við okkur yfir í safnaðarheimilið, þar sem Björk Jakobs dóttir leikkona ætlar að vera með okkur. Þar ætlum við bara að njóta þess að vera saman, borða góðan mat og gleðjast.“ Og stendur starfsemi félagsins enn með blóma, koma ungar konur inn í það í dag? „Já, núna. Fyrir nokkrum árum var staðan þannig að meirihluti félags- kvenna var orðinn frekar fullorðinn og séð fram á það að endur nýjunar væri þörf ef félagið ætti að lifa áfram. Þá var tekin sú ákvörðun að fá ungar konur til liðs við félagið og kvenfélags- konur fóru og hittu ungar konur bæði hér í söfnuðinum og eins á mömmu- morgnum og kynntu félagið. Árangur- inn lét ekki á sér standa og ungum konum fjölgaði til muna í félaginu. Eitt af því sem gert var til að höfða til yngri kvenna var að stofnað var til prjónakaffis, stofnaður gönguhópur, skrapphópur, leshópur, tónlistarhópur og bænahópur og starfsemin stendur nú með miklum blóma.“ Hvert er hlutverk kvenfélagsins í safnaðarstarfinu? „Fyrst og fremst að hlúa að innviðum kirkjunnar. Kven- félagið hefur í áranna rás fjármagnað marga ótrúlega flotta og góða hluti og í fyrra gaf það til dæmis kirkjunni eina og hálfa milljón. Eins ef eitthvað hefur þurft að gera hérna, þurft að mála eða vantað húsgögn, þá hefur kvenfélagið séð um það og á fimmtíu ára afmæli félagsins gaf það kirkjunni glerlista- verkið eftir Sigríði Ásgeirsdóttur sem nú eru hliðargluggar kirkjunnar. Svona mætti lengi telja en þetta snýst líka bara um félagsskapinn, að koma saman og skemmta sér og styrkja böndin milli kvennanna.“ Og heldur endurnýjun félagsins áfram? „Já, já, já. Við erum vakin og sofin yfir því að fá fleiri konur inn í félagið og ágætt að það komi fram að þær þurfa alls ekki að tilheyra Langholts sókn, það eru allar konur velkomnar.“ Þannig að þetta sextuga félag lifir góðu lífi? „Já, félagið er ungt og yngist með hverju árinu.“ fridrikab@frettabladid.is Sextíu ára og yngist með hverju árinu Kvenfélag Langholtssóknar fagnar sextíu ára afmæli um þessar mundir og í kvöld verður haldin afmælishátíð þar sem boðið er upp á skemmtun í tali og tónum, góðan mat og góðan félagsskap, að sögn Margrétar Guðjónsdóttur kirkjuvarðar. KIRKJUVÖRÐURINN Margrét Guðjónsdóttir segir starfsemi Kvenfélags Langholtskirkju sjaldan hafa verið með meiri blóma þótt það hafi starfað í sextíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þennan dag árið 1933 sór Franklin Delano Roosevelt embættis- eið sem forseti Bandaríkjanna. Kreppan mikla var í algleymingi um þær mundir og við innsetningarathöfnina kynnti Roosevelt löndum sínum „New deal“-stefnu sína og mælti hin fleygu orð að það væri ekkert að óttast nema óttann sjálfan. Roosevelt fæddist árið 1882 í New York. Frændi hans var Theodore Roosevelt, forseti Bandaríkjanna árin 1901 til 1909. Árið 1905 kvæntist hann Önnu Eleanor Roosevelt og var kjörinn á þing fyrir demókrata fimm árum síðar. Árið 1920 var hann vara- forsetaefni demókrata í forsetakosningunum sem repúblikanar unnu. Ári síðar veiktist hann af lömunarveiki og var bundinn við spelkur og hjólastól allar götur síðan. Árið 1928 var Roosevelt kjörinn ríkisstjóri New York-ríkis og bauð sig fram til forseta fjórum áður síðar. Hann gjörsigraði Herbert Hoover, sitjandi forseta, sem margir kenndu um kreppuna. Roosevelt tryggði sér endurkjör auðveldlega árið 1936 og var fyrstur bandarískra forseta til að bjóða sig fram í þriðja sinn árið 1940. Ári seinna lýstu Bandaríkin stríði á hendur Japan og Þýskalandi, sem hafði úrslitaáhrif í stríðinu og markaði endalok einangrunarstefnu Bandaríkjanna. ÞETTA GERÐIST 4. MARS 1933 Roosevelt sver embættiseið MERKISATBURÐIR 1213 Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri við Arnarfjörð er veginn á heimili sínu eftir aðför Þorvalds í Vatnsfirði. 1461 Rósastríðið: Hertoginn af Jórvík hertekur Lundúnir og lýsir sjálfan sig Játvarð 4. Englandskonung. 1861 Abraham Lincoln verður sextándi forseti Bandaríkjanna. 1936 Zeppelin-loftfarið Hindenburg flýgur sitt fyrsta reynslu- flug. 1945 Finnland segir Þýskalandi stríð á hendur. 1955 Armed Forces Radio and Television Service Keflavik fær heimild íslenskra stjórnvalda til sjónvarpsútsendinga. 1964 Hljómar frá Keflavík slá í gegn á fyrstu Bítlatónleikum á Íslandi, sem haldnir eru í Háskólabíói. Fjórar aðrar hljómsveitir koma fram á þessum tónleikum. 1968 Fyrsta leikritið sem sett er upp sérstaklega fyrir sjónvarp á Íslandi er sent út. Það var verkið Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. 1983 Menningarmiðstöðin Gerðuberg er opnuð í Breiðholts- hverfi í Reykjavík. 2000 PlayStation 2 kemur fyrst út í Japan. Eiginmaður minn og faðir okkar, INGIMUNDUR JÓNSSON skipstjóri, Lindarhvammi 12, Hafnarfirði, lést föstudaginn 22. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 5. mars klukkan 13.00. Sjöfn Magnúsdóttir Jón Ingimundarson Hafsteinn Ingimundarson Okkar ástkæri JÓN SÖRING Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 24. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Lilja Gunnarsdóttir. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÁLL INGIBERGSSON pípulagningameistari, til heimilis að Furugerði 1, Reykjavík, lést á LSH Fossvogi fimmtudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 6. mars kl. 13.00. Ingibjörg Jónsdóttir Þorsteinn Friðþjófsson Guðrún Kolbeins Jónsdóttir Eyjólfur Kolbeins Þuríður Jónsdóttir Sigurður Heimir Sigurðsson Málfríður Jónsdóttir Sigurður Jónsson Olga Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.