Fréttablaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 54
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 MYNDLIST ★★★★ ★ Gamlar gersemar Sýningarstjóri: Halldór Björn Runólfsson LISTASAFN ÍSLANDS Það er hlýleg og rómantísk stemn- ing á sýningunni Gamlar gersem- ar sem stendur yfir í Listasafni Íslands þessa dagana í sal 1 og 2. Um er að ræða sýningu á göml- um gersemum, eins og verkin eru kölluð, úr safneign Listasafnsins eftir listamenn sem allir létust fyrir meira en 70 árum síðan og höfundar réttur er því fallinn niður á verkunum. Sýningunni er skipt í tvennt. Í sal 1 eru verk íslenskra mynd- listarmanna en í sal 2 eru verk erlendra listamanna, aðallega Norðurlandabúa. Að uppistöðu til eru erlendu verkin úr stofngjöf Listasafnsins en Björn Bjarnason stofnaði safnið árið 1884 og fór þess á leit við listamenn á Norður- löndunum að þeir gæfu listaverk svo hægt væri að stofna hér safn. Verkin á sýningunni eru róm- antísk, nýklassísk og realísk í takt við samnefnd tímabil listasögunn- ar á ofanverðri nítjándu öld. Þarna er þó nokkuð um myndir af „engu“, þ.e. landslagsmyndum sem virka eins og útsýni út um glugga en ekkert fólk, dýr eða annað er í for- grunni. Myndirnar eru því eins og vel málaðar sviðsmyndir en mis- áhugaverðar. Auk nokkurra íslenskra mynda af þessu tagi má nefna myndir eins og Á Borgundarhólmi eftir P. Vilhelm K. Kyhn frá 1872, Í Greel skógi frá 1885 eftir Louise Ravn Hanson og myndina Skógarkjarr á Skáni. Á sýningunni er einnig að finna endurlit til gamallar klassíkur og hetjudáða, myndir af sjósókn og sjómönnum, bændum og búa- liði, málverk úr biblíusögunum og úr gömlum fornsögum. Allt mjög rómantískt en einnig má finna áhugaverðar myndir af fólki í hversdeginum, sbr. verk Carls V. Meyer, sem virðist fjalla um eitt- hvað viðkvæmt fjölskylduást- and og minnir mann á norræna kvikmynda gerð nútímans. Teng- ingin við kvikmyndagerð kemur upp í hugann einnig þegar maður skoðar leik listamannanna með birtugjafa í fleiri en einu verki. Ein birtustúdían er t.d. Stúlku- mynd Christians Emils Rosestadt. Meðal höfunda verka á erlenda hluta sýningarinnar eru nokkrir þekktustu listamenn Norðurlanda frá seinni hluta nítjándu aldar svo sem Skagamálararnir, Peder Severin Krøyer, Anna og Peter Ancher. Í sal 1 eru síðan íslenskar ger- semar. Þarna fær maður dálítið fyllri mynd af myndsköpun Íslend- inga á þessum tíma, fleiri lista- menn eru kynntir til sögunnar til viðbótar við þá Þórarin B. Þorláks- son, Mugg og Sigurð Guðmundson, sem allir eru flottir og hæfileika- ríkir teiknarar og málarar eins og sjá má á sýningunni. Ég hafði sérstaklega gaman af verkum Benedikts Gröndal og verkum Brynjólfs Guðmundsson- ar á sýningunni en sem dæmi þá er litanotkun Benedikts líflegri en marga annarra á þessum tíma og stíllinn barnslegri. Sömuleiðis er Brynjólfur farinn að brjóta aðeins upp formið í myndum eins og Lög- bergi. Ég hreifst einnig af myndum Helga Sigurðssonar, eins og t.d. stúlkumynd frá 1845 þar sem mikil vinna er lögð í höfuðið, og dálítið skakkt andlitið, (þessi and- litsskekkja kemur fram í fleiri myndum listamannsins á sýning- unni), en búkurinn látinn mæta afgangi og honum rumpað af í fljótheitum. Þetta er sýning sem er gaman að skoða í rólegheitum og hverfa 100- 150 ár aftur í tímann. Ég saknaði meiri og ítarlegri upplýsinga til að taka með mér heim af sýningunni, en hvorki er í boði sérstök sýningarskrá né er ítarefni á netinu, sem hefði verið upplagt að bjóða upp á. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Snotur sýning, eins konar sýnishorn fyrir ákveðin tímabil í listasögunni, og gefur smá viðbótar- innsýn í íslenska listsköpun fyrir og eftir aldamótin 1900. Rómantískt sjónarhorn Tímarit Máls og menningar er komið út, fyrsta hefti ársins 2013. Í heftinu birtast ljóð, sögur og hugleiðingar, fræðilegar greinar, umsagnir um bækur og sitthvað fleira. Skáldin Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Böðvar Guðmundsson og fleiri eiga ljóð í heftinu og að auki birtast þar þýðingar Vilborgar Dagbjartsdóttur á ljóðum norsku skáld- konunnar Kate Næss. Birt er brot úr Vasaleikhúsi Þorvaldar Þorsteinssonar, sem lést nú í febrúar, sögur eftir Ævar Örn Jósepsson og fleiri. Umfjöllunarefni fræðigreina heftisins eru af margvíslegum toga að vanda. Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar um framfarir, Guðmundur D. Haraldsson um vinnutíma, Milan Kundera um skáldskap, Þórarinn Leifsson um Gúmmí-Tarzan, Steinunn Inga Óttarsdóttir um rit Sveins Pálsson- ar náttúrufræðings og Sigurður A. Magnússon um Lísu í Undralandi. Loks má telja hugleiðingu Sigríðar Halldórs- dóttur, bréfaskipti Steinars Sigurjónssonar við útgefendur og ritdóma eftir þau Árna Bergmann og Soffíu Auði Birgisdóttur, sem einnig býr til prentunar gamlan palladóm um Þórberg Þórðar- son. Ritstjóri TMM er Guðmundur Andri Thorsson. Fyrsta heft i TMM á árinu Ljóð, fræðigreinar, sögur og hugleiðingar eru uppistaðan í nýjasta heft i TMM, sem nýlega kom út. Gúmmí-Tarzan og Lísa í Undralandi eru meðal umfj öllunarefna. Frábær skemmtiatriði á sviði Eyþór Ingi Þórunn Erna og Guðrún Árný Hera Stebbi og Eyfi Gestgjafar kvöldsins: Zumba hjónin Jói og Thea happdrætti með glæsilegum vinningum Þú getur unnið árskort í Hreyfingu heilsulind, gjafabréf í Smáralind og glæsilegan ferðavinning frá Úrvali Útsýn. Komdu og taktu þátt í stemmninguni á konukvöldi Létt Bylgjunnar og Smáralindar. Það verður líf og fjör í göngugötunni og í verslunum. Frábær skemmtiatriði, glæsileg tískusýning, fjölbreytt tilboð og ýmsar óvæntar uppákomur í verslunum. Sjáumst allar í Smáralind í kvöld. SKEMMTILEGAR UPPÁKOMUR UM ALLA SMÁRALIND og Smáralindar í kvöld Létt Bylgjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.