Fréttablaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 8
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 40 30 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 ALÞINGI Tekjur ríkisins af sköttum og gjöldum tengdum mengun hafa aukist um sem nemur 15 prósent- um frá hruni, uppreiknað miðað við verðlag síðasta árs. Að baki aukningunni eru tekjur af gjöldum á eldsneyti, vörugjöld af bensíni og olíuvörum og kolefnisgjald. Tekjur af gjöldum á eldsneyti námu árið 2008 tæpum 19 milljörð- um króna (á verðlagi ársins 2012) en voru í fyrra tæpir 22 milljarðar. Aukningin er 15,7 prósent. Þetta má lesa úr skriflegu svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, þingmanns Framsóknar- flokks. Uppreiknaðar tölur sýna líka að 2007 voru tekjur ríkisins af þess- um tekjuliðum rétt tæpum milljarði meiri en 2012. Á tímabilinu bættist líka við nýr tekjustofn þegar kolefnisgjald var tekið upp árið 2010. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, segir í svari sínu að ríkissjóður hafi á undanförnum árum ekki haft miklar tekjur sem rekja megi til mengunar. Stjórn- völd hafi ekki beitt hagrænum hvöt- um nema í takmörkuðum mæli til þess að draga úr álagi á umhverfið. Þess í stað hafi verið meiri áhersla á leið „boða og banna“ þar sem sett séu skilyrði fyrir efnainnihaldi með reglum. „Flest gjöld sem lögð eru á mengandi efni eru lögð á til að mæta þeim kostnaði sem förgun þeirra hefur í för með sér.“ Undan- tekning frá tekjuöflun á grundvelli mengunar sé síðan gjöld á jarðefna- eldsneyti. - óká Tekjur ríkisins af gjöldum og sköttum tengdum mengun eru rétt tæpum milljarði lægri en árið 2007: Stigvaxandi tekjur af mengunarsköttum frá hruni KOLEFNISGJALD FYRST LAGT Á ÁRIÐ 2010 TEKJUR RÍKISINS AF MENGUNARSKÖTTUM Heimild: Svar fj ármála- og efnahags- ráðherra á Alþingi 8. mars 2013. M ill ja rð ar Uppreiknaðar miðað við verðlag ársins 2012.Uppreiknað miðað við verðlag ársins 2012. 2010 2.094 milljónir króna 2012 3.061 milljón króna Hlutfallsleg aukning: 46,2% Innköllun VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í VÁTRYGGINGAFÉLAGI ÍSLANDS HF. Fimmtudaginn 21. mars 2013 verða hlutabréf í Vátryggingafélagi Íslands hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Vátryggingafélags Íslands hf. þess efnis. Þar af leiðandi verður ekki tekið við tilkynningum um eigendaskipti á hlutabréfum félagsins þann 21. mars 2013. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Hlutabréf í Vátryggingafélagi Íslands hf. verða tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru gefin út á nafn hluthafa, auðkennd raðnúmerum 1-2 og útgáfudags getið á hvoru bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Vátryggingafélags Íslands hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir 21. mars nk. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri fyrir skráningardag við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum framangreindum takmörkunum á tilkynningum um eigendaskipti þann 21. mars 2013. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með hlutum sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun stofnar í þessu skyni VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Eigendum hluta í félaginu er kynnt framangreint bréfleiðis. Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. Save the Children á Íslandi GRÆNLAND Aleqa Hammond, leið- togi sósíaldemókrataflokksins Siumut, er ótvíræður sigur vegari kosninga til grænlensku landstjórn- arinnar, sem haldnar voru á þriðju- dag. „Ég er ánægð með að Siumut er kominn aftur,“ segir hún, en flokkur inn var í forystu land- stjórnarinnar í þrjá áratugi, allt frá því að Grænlendingar fengu heimastjórn árið 1979 og þangað til vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit vann sigur fyrir fjórum árum. Hammond er jafnframt fyrsta konan sem verður formaður græn- lensku landstjórnarinnar. Siumut hlaut 14 sæti í landstjórn- inni, þannig að flokknum nægir að fá til liðs við sig einn tveggja manna flokk til að vera með 16 manna meirihluta, en í landstjórninni situr 31 fulltrúi grænlensku þjóðarinnar. Ríkisstjórn Danmerkur hefur fagnað úrslitunum og vonast eftir betra samstarfi við grænlensku landstjórnina, einkum varðandi auðlindalöggjöfina sem grænlenska þingið samþykkti á síðasta ári. Auðlindalögin opna á erlendar fjárfestingar í vinnslu auðlinda úr jörðu á Grænlandi og hafa verið kölluð Kínverjalögin vegna þess að Kínverjar hafa sýnt mikinn áhuga á slíkum fjárfestingum. Til að lögin fái fullt gildi þarf danska þingið hins vegar að gera breytingar á útlendinga löggjöfinni, en hefur verið að bíða með það þang- að til eftir kosningarnar á Græn- landi, sem nú eru afstaðnar. Danskir stjórnmálamenn hafa margir verið ósáttir við grænlensku auðlindalögin en hafa engu að síður ekki viljað neita þeim um breyting- ar á dönsku útlendingalöggjöfinni. Siumut-flokkurinn hefur hins vegar sagst vera ósáttur við ýmis- legt í lögunum og boðar að þeim verði breytt, þannig að með sigri flokksins er þrýstingi létt af danska þinginu um stund. „Ég vænti þess að nú hefjist við- ræður um þá þætti sem Siumut hefur gagnrýnt,“ er haft eftir Flemming Møller Mortensen, tals- manni danska Sósíaldemókrata- flokksins, á fréttasíðu danska dag- blaðsins Politiken. gudsteinn@frettabladid.is Jafnaðarmenn aftur til valda Grænlenski jafnaðarmannaflokkurinn Siumut vann stórsigur í kosningum á þriðjudag. Aleqa Hammond verður nýr formaður landstjórnarinnar, fyrst kvenna. ALEQA HAMMOND Leiðtogi Siumut-flokksins á kjörstað á þriðjudag. NORDICPHOTOS/AFP Úrslit kosninganna á Grænlandi 14 Siumut (Áfram) Sósíaldemókratar þingmenn 11 Inuit Ataqatigiit (Samfélag inúíta) Vinstriflokkur, sjálfstæðissinnar þingmenn 2 Atassut (Samkennd) Frjálshyggjuflokkur, sambandssinnar þingmenn 2 Lýðræðissinnar Frjálslyndur flokkur, sambandssinnar þingmenn Inúítaflokkurinn Klofningsflokkur frá Inuit Ataqatigiit. Stofnaður í janúar 2013 2 þingmenn SLYS Tæplega sextugur starfs- maður álversins í Straumsvík meiddist illa í vinnuslysi þar aðfaranótt miðvikudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu klemmdi hann báða fætur í búnaði í álverinu með þeim afleiðingum að ökklinn brotnaði á öðrum fætinum og ristin á hinum. Samstarfsmenn komu honum þegar í stað til aðstoðar og í kjölfarið var hann fluttur með sjúkrabíl á spítala. Ólafur Teitur Guðnason, upp- lýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir að hjá fyrir tækinu sé nú verið að kanna tildrög slyssins. - sh Klemmdist í Straumsvík: Brotnaði á rist og sköflungi ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Verið er að kanna tildrög slyssins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.