Fréttablaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 64
14. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 visir.is Ítarlegt viðtal við Alfreð má finna á íþróttavef Vísis. STÓRT SKREF Góður árangur Alfreðs hjá Volda vakti athygli stóru liðanna í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÚRSLIT DOMINOS-DEILD KVENNA VALUR - GRINDAVÍK 78-43 Valur: Jaleesa Butler 24/15 fráköst/6 stoðsending- ar/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/8 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 8/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/10 fráköst, Kristrún Sigurjóns- dóttir 7/8 fráköst/8 stoðsendingar. Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 19/7 fráköst, Crystal Smith 9/5 fráköst, Eyrún Ösp Ottósdóttir 5, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4/6 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 3 KEFLAVÍK - SNÆFELL 71-64 Keflavík: Jessica Ann Jenkins 21/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/7 fráköst, Pálína Gunn- laugsdóttir 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/5 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 23/7 fráköst/5 stolnir, Kieraah Marlow 16/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/12 fráköst, Berglind Gunnars- dóttir 8/6 fráköst/6 stoðsendingar HAUKAR - FJÖLNIR 70-72 Haukar: Siarre Evans 21/19 fráköst/7 stoðsend- ingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 19/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/5 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 8/6 stoðsendingar. Fjölnir: Britney Jones 25/4 fráköst/8 stoðsend- ingar, Bergdís Ragnarsdóttir 16/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hrund Jóhannsdóttir 11/13 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Eyrún Líf Sigurðardóttir 5, Fanney Lind Guðmundsdóttir 4 KR - NJARÐVÍK 68-57 KR: Shannon McCallum 33/11 fráköst/6 stolnir, Helga Einarsdóttir 7/6 fráköst, Rannveig Ólafs- dóttir 7, Björg Guðrún Einarsdóttir 6/4 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 4. Njarðvík: Lele Hardy 22/18 fráköst/6 stoðsend- ingar, Salbjörg Sævarsdóttir 14/10 fráköst, Eva Rós Guðmundsdóttir 9/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 5, Svava Ósk Stefánsdóttir 3/4 fráköst MEISTARADEILD EVRÓPU FC BAYERN - ARSENAL 0-2 0-1 Olivier Giroud (2.), 0-2 Laurent Koscielny (86.) Bayern komst áfram samanlagt, 3-3. MALAGA - PORTO 2-0 1-0 Isco (43.), 2-0 Roque Santa Cruz (49.) Malaga komst áfram samanlagt, 2-1. Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 VINSÆLASTA KAPPAKSTURSKEPPNI ALLRA TÍMA HEFST Á NÝ! Nýtt keppnistímabil byrjar með hvelli í Ástralíu! FORMÚLAN HEFST 17. MARS Ert þú með HD sjónvarp? Tryggðu þér aðgang að frábærri dagskrá í bestu mögulegu myndgæðum. FÁÐU MEIRA ÚT ÚR SJÓNVARPINU FÓTBOLTI Stelpurnar okkar náðu að rífa sig upp og enda Algarve- mótið á flottum 4-1 sigri á Ung- verjum í gær en liðið hafði áður tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka móti. Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómars dóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk íslenska liðsins í gær en Sandra María hefur þar með skor- að 3 mörk á aðeins 119 mínútum í íslenska landsliðsbúningnum. „Það var rosa gott að hafa endað á sigri. Við bættum leik okkar aftur og vorum ánægð með það að enda þetta vel,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðs- þjálfari. „Ef ég geri upp mótið þá höfum við lært ýmislegt af þessu eins og það að okkur finnst undir- búningurinn vera of stuttur. Við komum hingað degi fyrir fyrsta leik á móti besta liði í heimi og það er ekki nóg að undirbúa sig bara í einn dag fyrir svoleiðis leik eftir að hafa ekki hist í fimm mán- uði fram að því,“ segir Sigurður Ragnar. Lykilmenn í lélegu formi Íslenska liðið tapaði fyrstu tveim- ur leikjunum með markatölunni 1-9. „Þegar ég gerði upp þessa fyrstu tvo leiki þá fannst mér liðið ekki í góðu formi og margir lykil- menn ekki í góðu spilformi,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við eigum alltaf að gera hlaupið, barist og verið í góðu formi. Mér fannst vanta upp á það hjá okkur á þessu móti en góðu fréttirnar eru kannski að við höfum fjóra mánuði til að bæta þann þátt,“ sagði Sigurður Ragnar sem sendir atvinnumönnum liðs- ins skýr skilaboð. „Leikmennirnir hjá íslensku liðunum voru heilt yfir í betra formi en atvinnumennirnir okkar og það er áhyggjuefni. Einhverj- ar eru þó að koma til baka eftir meiðsli. Svo voru líka leikmenn sem mér fannst geta gert betur og hafa afsökunina að vera stíga upp úr meiðslum eða veikindum. Þær eiga bara að vera í betra formi og bera ábyrgð á því sjálfar,“ sagði Sigurður. „Ég held að þær hafi lært heil- mikið af þessu móti og við öll. Við náðum að þjappa okkur vel saman eftir fyrstu tvo leikina, áttum góða fundi og vorum staðráðin í að gera betur. Mér fannst þeim tak- ast það í seinni tveimur leikjunum því það var mikil breyting til batn- aðar í þeim leikjum. Síðasti leik- urinn var fínn,“ sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur. Glódís Perla átti gott mót „Glódís Perla átti mjög gott mót og spilaði þrjá heila leiki í hafsent. Hún verður átján ára á þessu ári og það var mjög jákvætt og ljós punktur,“ sagði Sigurður Ragnar. „Næst tökum við stutta ferð til Svíþjóðar og sjáum til hvort við náum eitthvað að bæta okkur. Þá erum við að spila við Svíþjóð á þeirra heimavelli sem verður mjög erfitt. Þá eiga okkar leik- menn að vera komnar í örlítið betra stand en það er líka samt stutt í þennan leik. Svo erum við óðum að nálgast mótið,“ sagði Sig- urður Ragnar að lokum. ooj@frettabladid.is Eiga að vera í formi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. FÉKK HRÓS Glódís Perla Viggósdóttir lék vel á Algarve-mótinu og fékk hrós frá þjálfaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT HANDBOLTI Alfreð Örn Finnsson verður næsti þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Storhamer en hann tekur við liðinu í sumar. Alfreð, sem þjálfaði áður kvennalið Gróttu og ÍBV með góðum árangri, bætist þar með í hóp fjölmargra íslenskra þjálfara sem eru að þjálfa í bestu deildum heims því norska kvennadeildin telst ein sú sterkasta í heimi. „Það kom mér á óvart að það var haft samband við mig. En svo tók þetta ekki langan tíma enda var þetta of gott tækifæri til að sleppa því,“ sagði Alfreð, sem hefur þjálfað Volda sem leikur í C-deildinni. Liðið hefur unnið alla 22 leiki sína í sínum riðli í deildinni í vetur. „Alfreð er ekki þekkt nafn meðal þjálfara í Noregi en við erum þess fullvissir að hann sé rétti maðurinn fyrir okkur,“ sagði Erik Stensrud, framkvæmda stjóri Storhamar, við norska fjölmiðla. - esá Gat ekki sleppt tækifærinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.