Fréttablaðið - 03.04.2013, Qupperneq 2
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Guðmundur, ertu ekki að tefla
djarft með því að tengja þessa
tvo hluti saman?
„Jú, ég er kannski að tefla á tvær
hættur.“
Guðmundur G. Þórarinsson er fyrrverandi
forseti Skáksambands Íslands. Guðmundur
telur hina þekktu Lewis-taflmenn úr rost-
ungsbeini eiga uppruna sinn á Íslandi og
telur nýlegan fund rostungshausa á Snæfells-
nesi renna stoðum undir kenninguna.
Vilhjálmur Óli Valsson, fyrrverandi sigmaður hjá Landhelgisgæslunni,
lést síðastliðið laugardagskvöld 41 árs að aldri á Landspítalanum. Hann
hafði barist við krabbamein í rúmt ár og vakti þjóðarathygli í tengslum
við söfnun Krabbameinsfélags Íslands, Mottumars. Vilhjálmur Óli náði að
safna 1,7 milljónum króna fyrir andlát sitt.
Í viðtali við Fréttablaðið fimm dögum fyrir andlát sitt sagði Vilhjálmur
Óli: „Það er gott að skilja eitthvað svona eftir sig, og geta haldið áfram
mínu starfi við að hjálpa fólki. Vonandi verður það mitt síðasta verk að
bjarga lífi. Að hjálpa aðeins til.“
Vilhjálmur Óli Valsson látinn
SVÍÞJÓÐ Nærri tveir af hverjum
þremur sænskum ökumönnum
telja sjálfa sig betri en meðal-
ökumenn samkvæmt könnun
sem hjólbarðakeðjan Vianor
hefur látið gera og vitnað er til
á vef Félags íslenskra bifreiða-
eigenda.
Af þeim sem taka afstöðu og
aka bílum segjast rúm 3 prósent
vera varasamir ökumenn og rúm
33 prósent segjast undir meðal-
lagi. Þá segjast 53 prósent vera
yfir meðallagi og 10 prósent
segjast frábærir ökumenn. - bj
Ofmeta eigin ökuleikni:
Um 63% segjast
yfir meðallagi
SÝRLAND, AP Mat hefur verið rænt
í að minnsta kosti 20 árásum sem
gerðar hafa verið á flutningabíla
og vöruhús Matvælaaðstoðar Sam-
einuðu þjóðanna í Sýrlandi frá því
að hjálparstarf hófst í landinu í
desember 2011.
Talsmaður Matvælaaðstoðarinn-
ar sagði í gær að enginn hefði slas-
ast í árásunum. Hann vildi ekki
upplýsa hvar árásirnar hefðu átt
sér stað, eða hverjir væru grunaðir
um að standa að baki þeim.
Um 2,5 milljónir manna þurfa á
aðstoð að halda í Sýrlandi. - bj
Erfitt hjálparstarf í Sýrlandi:
Matvælaaðstoð
ítrekað rænd
VILHJÁLMUR ÓLI Lést á laugardag eftir baráttu við krabbamein í rúmt ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt Krist-
jáni Arasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra einka-
bankaþjónustu hjá bankanum, til að greiða tveggja
milljarða skuld vegna hlutabréfakaupa í bankanum.
Guðni Ásþór Haraldsson, lögmaður slitastjórnar-
innar, staðfestir að málið hafi verið höfðað og að það
snúist um 1,7 milljarða lán sem Kristján fékk frá
Kaupþingi til að kaupa hlutabréf
í bankanum misserin fyrir hrun,
líkt og margir aðrir starfsmenn
bankans.
Kristján tók lánin í eigin
nafni en færði hins vegar
skuldina yfir í einkahlutafélag-
ið 7 hægri ehf. í febrúar 2008.
Það félag var tekið til gjald-
þrotaskipta í desember 2010 og
stóð skuldin við Kaupþing þá
í rúmum tveimur milljörðum
króna. Engar eignir fundust í búinu.
Slitastjórnin hefur frá því fljótlega
eftir hrun reynt að innheimta frá fyrr-
verandi starfsmönnum þær skuldir
sem stofnuðust þegar bankinn lán-
aði þeim fyrir hlutabréfakaupum.
Nokkrir dómar hafa fallið á þá
leið að rétt hafi verið af slita-
stjórninni að láta rifta þeirri
ákvörðun stjórnar Kaupþings
skömmu fyrir hrun að fella niður
persónulegar ábyrgðir starfs-
manna á þessum lánum. Þeir
hafa því verið dæmdir til að
greiða skuldirnar, sem í sumum
tilfellum hlaupa á milljörðum.
Upphaflega var talið að þeir
starfsmenn sem hefðu fært
skuldir sínar í eignarhaldsfélög
nógu snemma til að ekki væri
hægt að rifta gerningnum, til
dæmis Kristján og forstjórinn
Hreiðar Már Sigurðsson, væru
utan seilingar slitastjórnarinnar.
Ekki væri hægt að sækja að þeim
persónulega vegna skuldanna.
Á þetta ætlar slitastjórnin nú að
láta reyna í tilviki Kristjáns. Megin-
röksemdin er sú að færsla skuldar-
innar í einkahlutafélagið hafi verið
ólögmæt og hún liggi því enn hjá
honum sjálfum.
Kristján hefur sagt að hann hafi
fengið samþykki fyrir henni frá
Hreiðari og fjármálastjóranum
Guðnýju Örnu Sveinsdóttur,
en slitastjórnin telur að þau
hafi alls ekki haft umboð til
að veita slíkt samþykki og
því hafi skuldin í raun aldrei
færst af honum persónulega
með lögformlegum hætti.
Til vara er honum stefnt
til að greiða þrotabúi Kaup-
þings féð í skaðabætur, enda
hafi hann bakað bankanum
tjón með því að láta færa
skuldina í heimildarleysi.
Aðalmeðferð í málinu fer
fram 8. maí. stigur@frettabladid.is
Kristjáni stefnt til að
greiða tvo milljarða
Slitastjórn Kaupþings reynir enn að innheimta tveggja milljarða skuld Kristjáns
Arasonar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Hann færði skuldina í hlutafélagið
7 hægri ehf. í febrúar 2008 en slitastjórnin telur hafa verið ólöglega að því staðið.
KEMPA Kristján er fyrrverandi
landsliðsmaður í handbolta
og þjálfaði meistaraflokk FH
þangað til í fyrravor.
HREIÐAR MÁR
SIGURÐSSON
Allir átta dómarar við Héraðsdóm Reykjaness lýstu
sig vanhæfa til að dæma í máli Kristjáns. Þorgeir
Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness,
var fyrstur til að lýsa sig vanhæfan í málinu. Hann er
giftur Kristjönu Aradóttur, systur Kristjáns. Í kjölfarið
lýstu hinir sjö dómararnir sig einnig vanhæfa
vegna tengsla sinna við Þorgeir. Þórður S.
Gunnarsson var þá sóttur í Héraðsdóm
Reykjavíkur og settur dómari í málinu.
Heill héraðsdómur vanhæfur
SAMGÖNGUR Vegagerðin hefur
ákveðið að semja við verktaka um
lagningu umdeilds Álftanesvegar
um Gálgahraun eftir að úrskurðar-
nefnd umhverfis- og auðlindamála
vísaði frá kæru nokkurra íbúa við
hraunið. Þetta kom fram í fréttum
Stöðvar 2 í gær.
Þar sagði frá því að verkið hefði
fyrst verið boðið út fyrir fimm árum
en þá verið slegið af vegna hrunsins.
Síðastliðið sumar fór Vegagerðin
aftur af stað með útboð, með þeim
rökum að umferðaröryggi kallaði á
nýjan veg út á Álftanes. Síðan hafa
tvö óskyld kærumál frestað fram-
kvæmdum; meðal annars frá íbúum
í hverfinu sem næst liggur hraun-
inu, en þeir töldu að framkvæmda-
leyfi væri fallið úr gildi. Íbúarnir
stóðu ásamt samtökunum Hrauna-
vinum jafnframt fyrir undirskrifta-
söfnun og mótmælafundum í haust
og bentu á að vernda þyrfti hraunið.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála hefur nú vísað kæru
íbúanna frá og telur þá ekki eiga
lögvarða hagsmuni þar sem lóðum
þeirra var úthlutað eftir að fyrir
lágu upplýsingar um lagningu
vegarins.
Fréttastofa Stöðvar 2 fékk þær
upplýsingar frá Vegagerðinni í gær
að ákveðið hefði verið að hefja við-
ræður við ÍAV, sem átti næstlægsta
tilboðið í verkið, upp á nærri 800
milljónir króna.
Fulltrúar íbúanna sem kærðu
íhuga næstu skref, sagði jafnframt
í fréttinni. - shá
Kæru vegna Álftanesvegar, umdeilds vegar yfir Gálgahraun, vísað frá:
Umdeildur vegur verður lagður
ÁLFTANES Nýtt vegarstæði hefur verið mjög umdeilt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HAFRANNSÓKNIR Hafrannsókna-
stofnun og BioPol Sjávarlíftækni-
setur á Skagaströnd standa nú að
tilraunum til að merkja grásleppu
til að sannreyna aldur þeirra og að
afla upplýsinga um gönguhegðun.
Þar er að öllu leyti treyst á samstarf
við sjómenn.
Segja má að ekki sé til viður-
kennd aðferð til að aldursgreina
hrognkelsi sem þó er lykilatriði
þegar kemur að mati á stofnstærð
og mikilvægur þáttur í skilningi á
líffræði tegundarinnar. Árið 2012
voru 464 hrognkelsi sprautuð með
efni sem litar beinvef þeirra, meðal
annars kvarnir þeirra. Þegar og ef
eitthvað af þessum fiskum veiðast
aftur verður hægt að sannreyna eig-
inlegan vöxt kvarna fiskanna út frá
litarefninu og þannig ákvarða aldur.
Hafró og BioPol hafa í samein-
ingu fjárfest í 100 rafeindamerkjum
sem verða sett á hrognkelsi. Merki
sem endurheimtast munu geta veitt
upplýsingar um staðsetningu ein-
stakra fiska og því varpað ljósi á
gönguhegðun tegundarinnar. - shá
Hafró og Biopol ehf., skrá gönguhegðun hrognkelsa með rafeindamerkjum:
Aldursgreina fisk með litarefni
GRÁSLEPPUVERTÍÐ Aðallega eru
hrogn tegundarinnar eftirsótt.
FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
SAMGÖNGUR Mikill meirihluti
íslenska þjóðvegakerfisins, eða 85
prósent, fellur undir alþjóðlegu
skilgreininguna fyrir umferðar-
litla vegi, þar sem meðalumferð
yfir árið er undir 500 bílum á dag.
Á vef Vegagerðarinnar er því velt
upp hvort þessi staða Íslands sé
sérstök miðað við aðrar þjóðir.
Fjölfarnasti vegakaflinn er Nes-
braut sem nær yfir Vesturlands-
veg, Miklubraut, Hringbraut, Eiðs-
granda og Suðurströnd, en þar fara
um 75.000 bílar um dag hvern. - þj
Tölur Vegagerðarinnar:
Meirihluti vega-
kerfis fáfarinn
SPURNING DAGSINS
FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU
Þér er boðið á opin stjórnmálafund í Norðausturkjördæmi í dag
Akureyri, Brekkugötu 7a kl. 12 Húsavík, Kirkjubæ við Baldursbrekku
kl. 20 með Steingrími J. Sigfússyni og Álfheiði Ingadóttur.
Egilsstaðir, Hótel Héraði kl. 12. Reyðarfirði, Fjarðarhótel kl. 20
með Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Gunnarsdóttur.
Rjúkandi kaffi og líflegar umræður.
OPNIR STJÓRNMÁLAFUNDIR
Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI Í DAG
ALLIR
VELKOMNIR
KATRÍN bjarkeyálfheiðurSTEINGRÍMUR