Fréttablaðið - 03.04.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 03.04.2013, Síða 12
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Sjúkraþjálfarar á Landspítala hafa farið fram á endurskoðun á stofnanasamningi við spítalann eins og kjarasamningar kveða á um. Eftir yfirlýsingu velferðarráðherra um að kvennastéttir innan Landspítala fengju leiðréttingu launa gætti fyrst nokkurrar bjartsýni meðal sjúkraþjálfara en lítið virð- ist um efndir og svörin þau að engir pening- ar séu til. Álag á sjúkraþjálfara Landspítala hefur aukist mikið á síðustu árum eins og á aðrar heilbrigðisstéttir. Sjúkraþjálfarar, sem lokið hafa fjögurra ára háskólanámi, búa við sífellt lakari kjör og hafa dregist aftur úr öðrum sambærilegum háskóla- stéttum. Þeir hafa fram til þessa sýnt langlundar geð en nú er svo komið að margir sjúkraþjálfarar á Grensásdeild íhuga alvar- lega að segja upp ef stofnanasamningurinn fæst ekki endurskoðaður. Á Grensásdeild Landspítala er veitt sérhæfð þverfagleg endurhæfing. Flestir sjúkling anna koma frá öðrum deildum Land spítala og þurfa langvarandi endur- hæfingu m.a. vegna heilablóðfalls, heila- skaða, mænuskaða, fjöláverka, missis útlims eða alvarlegra veikinda. Sjúkraþjálfun er afar mikilvægur þáttur í starfsemi Grensásdeildar og hafa sjúkra- þjálfararnir lagt áherslu á að veita faglega og einstaklingsmiðaða þjónustu, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Þjálfun hreyfigetu er að stórum hluta á ábyrgð sjúkraþjálfara. Ljóst er að ef sjúk- lingar á Grensásdeild fengju ekki sérhæfða sjúkraþjálfun hefði það alvarlegar afleiðing- ar í för með sér fyrir þá og lífsgæði þeirra myndu skerðast. Álag á annað starfsfólk ykist þar sem sjúklingarnir næðu ekki eins mikilli sjálfsbjargargetu, dvöl á deildinni lengdist og fleiri þyrftu vistun á hjúkrunar- heimili. Sjúklingar á bráðadeildum spítalans sem þurfa þverfaglega endurhæfingu þyrftu að dvelja lengur á bráðadeild með þeim aukna kostnaði sem það hefði í för með sér. Auk þessa ykist kostnaður samfélagsins þar sem færri yrðu sjálfbjarga og færri kæmust aftur út í atvinnulífið. Það virðist staðreynd í okkar samfélagi að þeir sem vinna með fólk fá mun lægri laun en þeir sem vinna innan fjármálageirans. Allir starfsmenn spítalans gegna mikilvægu hlutverki við að veita sjúklingum spítalans sem besta þjónustu. Hver hlekkur í keðjunni er mikilvægur til að starfsemi spítalans gangi vel. Við skorum á stjórnvöld að veita nú þegar því fjármagni til Landspítalans sem nægir til að leiðrétta misræmi í launum heilbrigðis stétta innan spítalans. KJARAMÁL FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ➜ Nú er svo komið að margir sjúkraþjálfarar á Grensásdeild íhuga alvarlega að segja upp ... Sjúkraþjálfarar ósáttir Laufey S. Hauksdóttir sjúkraþjálfari á Grensásdeild Ída Braga Ómarsdóttir sjúkraþjálfari á Grensásdeild Superkaup.is Canon myndavélar á tilboði til kl. 24:00, 8. apríl. Takmarkað magn í boði. 2ja ára ábyrgð. Sendingarkostnaður innifalinn. Borgarís ehf S:5646700 V öruverð í landinu var til umræðu á aðalfundi Samtaka verzlunar og þjónustu (SVÞ) fyrir páska, enda standa mörg spjót á verzluninni í landinu, nú þegar verðbólgan lætur enn og aftur á sér kræla. Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, kveinkaði sér á fundinum undan verðlagseftirlitsátaki Alþýðusambandsins, Vertu á verði, sem ætlað er til að vekja athygli á verðhækkunum og veita verzlunar- og þjónustufyrirtækjum aðhald. Slíkt aðhald er af hinu góða, en hitt er rétt sem Margrét benti á, að það er ákveðinn tvískinnungur í því fólginn af hálfu ASÍ að skamma verzlunarfyrirtæki fyrir að velta út í verðlagið óraunhæfum launa hækkunum síðustu kjarasamninga, sem þau sögðust strax í upphafi ekki hafa efni á. Ein leið til að halda verðbólgunni í skefjum er klárlega sú að gera skynsamlega kjarasamninga. Aðra leið til að tryggja verð- stöðugleika til lengri tíma kom formaður SVÞ líka inn á; að skipta um gjaldmiðil og losna við krónuna sem „heldur verðgildi sínu verr en Matadorpeningur“. Lækkun gengis krónunnar á drjúgan hluta í verðhækkunum, sem dunið hafa á landsmönnum að undanförnu. Þeir sem dásama sveigjanleika krónunnar eru um leið að segja að þeir vilji viðhalda þessum verðbólguvaka. Þriðja leiðin sem Margrét gerði að umtalsefni er lækkun á tollum á landbúnaðarvörur, sem eru talsverður hluti af innkaupum heimilanna. Hún hefur rétt fyrir sér í því að tilraunir til að hrófla við ofurtollunum, sem lagðir eru á innfluttar búvörur, rekast iðulega á varnarmúr, sem er samsettur úr vel skipulögðum hags- munasamtökum og að því er virðist öllum stjórnmálaflokkum. Það má gera athugasemdir við þá útreikninga sem formaður SVÞ kastaði fram, eins og fulltrúar landbúnaðarins hafa gert undanfarna daga, en enginn vafi leikur á að afnám tollanna myndi auka samkeppni við innlendan landbúnað og lækka verðið – annars væru hagsmunahóparnir ekki á móti því. Það væri góð byrjun að afnema tolla á kjúklinga- og svínakjöti, því að eins og Margrét benti á er sú framleiðsla tollvernduð þrátt fyrir að hún eigi fátt sameiginlegt með hefðbundnum landbúnaði hér á landi. Það eru engin rök fyrir að vernda verksmiðjufram- leiðslu fyrir erlendri samkeppni. Ef svína- og kjúklingaframleið- endur hafa rétt fyrir sér í því að vara þeirra sé betri og hollari en sú innflutta, hafa þeir varla miklar áhyggjur af að tollarnir fari. Í grein hér í blaðinu á skírdag dró Erna Bjarnadóttir, hag- fræðingur Bændasamtakanna, í efa að afnám tolla myndi lækka vöruverð mikið. „Spyrja má hvort verslunin eigi ekki aðra og nærtækari möguleika til að færa heimilunum slíkan sparnað. Afgreiðslutími verslana er t.d. óvíða jafnlangur og þekkist hér á landi og fjárfesting í verslunarhúsnæði er mikil,“ skrifaði Erna. Nú útilokar það að sjálfsögðu ekki afnám tollverndarinnar þótt verzlunin eigi aðra möguleika á að hagræða og lækka þannig verð. Bezt er að sjálfsögðu að gera hvort tveggja. En Erna vekur athygli á fjórðu leiðinni sem á að fara að því að lækka vöruverð. Í Mc Kinsey-skýrslunni á dögunum var vakin athygli á því að fram- leiðni í verzlun og þjónustu á Íslandi er afleit og verzlunarhúsnæði alltof stórt. Ein leið til að halda niðri vöruverði er að taka á þeim vanda – og þar þurfa samtök eins og SVÞ að horfa í eigin barm. Verðlækkun á nauðsynjavörum er kjarabót: Fjórar leiðir að lægra vöruverði Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Ekkert málþóf ... núna Forystufólk stjórnmálaflokkanna mættist í fyrsta sinn í sjónvarps- kappræðum á RÚV í gærkvöldi. Þar komu stjórnarskrámál að vonum nokkuð við sögu. Stjórnarandstæð- ingar áréttuðu að þeir hefðu viljað gjarnan viljað að málið fengi eðli- legan framgang– þeir hafi ekki einu sinni haldið uppi málþófi um það nú á lokasprettinum. Vandamálið hafi bara verið hve ófullburða þetta hafi allt saman verið, málið hafi ekki verið nógsamlega rætt og unnið. Þeir eru þó varla búnir að gleyma að þeir héldu uppi málþófi í umræðum um þjóðaratkvæðagreiðslu sam- hliða forsetakosningunum fyrir ári. Ætli málið hefði verið komið lengra nú í þinglok ef þeir hefðu sleppt því? Smá skekkja Guðmundur Franklín Jónsson, hægri- græningi, talaði líka um stjórnar- skrármálið. Hann sagði að það ferli allt hefði kostað skattborgara tvo og hálfan milljarð. Það er nálægt sannleikanum, en samt svo víðsfjarri. Þjóðfundur kostaði 63 milljónir, stjórnlagaþingskosningarnar 322 milljónir, starf stjórnlagaráðs 300 milljónir og þjóðaratkvæðagreiðsla í fyrrahaust 260 milljónir. Samtals er það tæpur milljarður. Framsóknarflokki allt Annars leggst allt á sveif með Fram- sóknarflokknum þessa dagana. Hann mælist langstærsti flokkur landsins og nú er bent á að Ríkisútvarpið hafi kannski ekki gætt allrar hlut- lægni þegar umgjörð miðilsins fyrir kosningaumfjöllunina þetta árið var hönnuð. Ekki þurfi mjög frjótt ímyndunarafl til að lesa út úr einkennismerki umfjöllunarinnar, X13, hvatningu til fólks um að kjósa Framsóknarflokk– merkja X við B. Kvörtunum hlýtur að fara að rigna yfir Pál Magnússon. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.