Fréttablaðið - 03.04.2013, Síða 13

Fréttablaðið - 03.04.2013, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. apríl 2013 | SKOÐUN | 13 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl. eftir Sæunni Kjartansdóttur var fyrirsögn sem kom okkur sem störfum við fræðslu og forvarnir gegn kyn- ferðislegu ofbeldi á börnum á óvart. Fyrirsögnin var „Fræðsla barna er ekki málið“ í grein sem kom annars inn á marga góða þætti í umræðunni um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi. Þegar rætt er um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi er megin- áherslan á að ná til foreldra og benda á leiðir til að vernda börn fyrir kynferðislegu ofbeldi. En fræðsla er ekki síður mikilvæg og að hún beinist jafnt til foreldra og barna. Góð tengsl foreldra og barna eru grunnur að svo mörgu, ekki síst þegar kemur að því að börn þurfa að biðja foreldra um hjálp. Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er flókið mál. Forvarnir og fræðsla um málaflokkinn eru ekki síður flókið mál og skiptir þar mestu máli að okkar mati að til komi heildstæð nálgun. Mikil- vægt er að foreldrar fái hvatningu og stuðning til að vera í góðum tengslum við barnið sitt og upp- fræða það um hættur kynferðis- legs ofbeldis eins og börnum eru kenndar umferðarreglurnar. Sterkasta vopnið Ábyrgð samfélags og skóla að við- halda fræðslu og upplýsingum um kynferðislegt ofbeldi skiptir líka máli. Börn þurfa að fá færi á að fræðast á mismunandi þroska- stigum um kynferðislegt ofbeldi, hvað það sé og hvað sé hægt að gera ef maður veit um einhvern sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi eða barnið sjálft hefur sætt kyn- ferðislegu ofbeldi. Það sem flestum ber saman um sem vinna að þessum málaflokki er að sterk- asta vopn barna gegn kynferðis- legu ofbeldi sé öflugt sjálfstraust. Við vitum að það er til mikils ætlast af barni að koma í veg fyrir það ef einhver hefur ákveðið að beita það kynferðislegu ofbeldi og það fyrsta sem brotnar hjá barninu er trú þess á eigið ágæti og það koma brestir í sjálfstraustið. Þess vegna er það enn þá mikilvægara að sjálfstraustið sé sterkt og börn þekki mörk sín og annarra. Samtökin Blátt áfram hafa tekið mið af þessari heildstæðu nálgun í vinnu sinni að for vörnum og fræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi. Blátt áfram gaf út fræðslu- bæklinginn „7 skref til verndar börnum“, sem er ætlaður til að styðja foreldra í að vernda börn sín fyrir kynferðislegu ofbeldi. Sam- tökin bjóða líka upp á nám skeiðið „Verndarar barna“ sem ætlað er fólki sem vill fræðast og verða öruggara í umræðunni um kyn- ferðislegt ofbeldi. Fræðsla fyrir börn fer fram innan veggja skól- anna. Þar er boðið upp á brúðuleik- húsið „Krakkarnir í hverfinu“ og teiknimyndina „Leyndar málið“. Frásögn barna um kynferðislegt ofbeldi er viðkvæmt ferli þar sem börn fara í gegnum margar innri hindranir til þess að ákveða hvort þeim sé óhætt að segja frá og þá hverjum. Það er trú okkar að með fræðslu sé hægt að stytta þetta ferli hjá börnum þannig að þau treysti sér og umhverfi sínu til að taka við þeim erfiðu upplýsingum sem kynferðislegt ofbeldi felur í sér. ➜ Mikilvægt er að foreldrar fái hvatningu og stuðning til að vera í góðum tengslum við barnið sitt og uppfræða það um hættur kynferðislegs ofbeldis … Spurningunni í ofangreindri fyrirsögn má svara með orðum bandarísks kennara: Hvort viltu vinna með nemendum í tíma eða tala við nemendur í tíma? Hefð- bundin kennsla, eins og flestir hafa kynnst, er byggð upp þ a n n i g a ð kennarinn er sá virki í t ímunum og stjórnar virkn- inni . Skipu- lag ið bygg- ir að mestu á einni flík fyrir alla. Nemendur eru þiggj endur. Sumir passa í flíkina, öðrum er hún of stór og enn öðrum of lítil. Þess vegna hefur orðið til sá skólaleiði sem tröllríður mennta- kerfinu. Eftir tímana eiga nem- endur að taka með sér heima- verkefni. Sumir gripu ekki efnið og hafa ekki þær aðstæður heima að fá aðstoð. Þetta er hópurinn sem er líklegur til að detta út úr skóla með tilheyrandi sársauka og kostnaði samfélagsins. Bætir skólastarf! Spegluð kennsla (e. flipped classroom) getur verið svarið við þessu kæfandi ástandi. Reynsla þeirra sem reynt hafa ýtir undir þá skoðun. Árangur á sam ræmdum prófum hefur stór batnað, virkni nemenda snar aukist, ánægja nemenda vaxið og foreldrar eru almennt jákvæðari gagnvart námi barna sinna. Fjölmörg dæmi um jákvæðar breytingar í einstökum skólum styðja þessa tölfræði. Skal engan undra því virkur nemandi er auð- vitað lykill að árangri. Í skóla- kerfinu í dag eru allt of margir nemendur lítið virkir. Þess vegna þekkjum við of mikinn námsleiða, of hátt brottfall og allt of þekkt aga- vandamál. Speglunin (flippið) getur verið ein leið út úr þeim ógöngum. Hvernig virkar flippið? Í raun er spegluð kennsla mjög einföld: Kennari tekur upp „fyrir- lestra“ sína eða nýtir betri fyrir- lestra frá öðrum með eigin tali, glærum, myndböndum og öðru því sem að efni dagsins fellur. Í stað þess að mala í tímum vistar kennarinn efnið á netinu. „Heima- verkefni“ nemandans er að horfa á kynninguna heima við – eins oft og nemandinn vill og þegar hann hefur tíma. Þarna liggur grundvallar munur. Í stað þess að vera skammtaður tak- markaður tími með öllum hinum í kennslustund fær nemandinn þann tíma sem hann þarf fyrir náms- efnið. Getur hlustað aftur og aftur á fyrirlesturinn og farið yfir glósur (meira að segja foreldrar geta fylgst með). Í tímana kemur sem sagt nemandinn undirbúinn og fer beint í að sinna verkefnum, tengdum fyrir- lestrunum að heiman. Nemendum er skipt í hópa eftir því hvar þeir eru staddir í náminu en kennarinn gengur á milli og aðstoðar við verk- efnin. Þannig fá allir nemendur tækifæri og aðstoð til að grípa efnið. Í því er fólgið mikið jafnræði til náms. Hver nemandi fær verkefni miðuð við sínar þarfir í stað „ein flík fyrir alla“. Hvað vinnum við? Ávinningurinn er margþættur: ● kennslustundir einkennast af virkum nemendum og kennari hefur færi á að aðstoða einstak- linga í námi ● nemandinn lærir á eigin hraða – getur spólað til baka ef hann náði ekki í fyrstu atrennu ● nemandinn fær kynninguna þó að hann sé fjarverandi frá skóla (vegna veikinda, félags- lífs eða annars) ● skólatíminn einkennist af virkri samvinnu nemenda um námsmarkmið ● foreldrar geta auðveldlega sett sig inn í námsferlið ● einkunnir hækka? ● minni agavandamál (vegna virkra nemenda) ● ýtir undir Mastery learning (nemendur haldi áfram þegar þeir hafa náð einu markmiði í stað þess að allir séu látnir haldast í hendur – hvort sem þeir hafa náð efni eða ekki) ● léttara að fylgjast með stöðu nemenda við einstök markmið námsefnis ● meira gegnsæi í náminu ● kennari kynnist nemendum sínum betur ● nemendur ábyrgari fyrir námi sínu Vegna þess að kennari hefur færi á að vinna nánar með nem- anda innan kennslustofu verður lærdómsferlið dýpra. Í stað utan- bókarlærdóms kemur aukinn skilningur. Nemandinn stýrir að nokkru leyti sjálfur námshraða sínum í stað þess að allir fylgi öllum. Orka nemenda í tímum fer í lærdóm í stað „kjaftagangs“ um allt annað en námsefnið. Jafnræði til náms? Líklega geta flestir verið sam- mála um að nokkur þreyta sé komin í skólakerfið okkar. Veldur þar margt – ekki síst breyttur veruleiki hvað varðar aðgengi að upplýsingum. Bregðist skólar ekki við þeim veruleika munu þeir einfaldlega verða langt á eftir nemendum sínum með til- heyrandi vandamálum. Spegluð kennsla getur verið ein af þeim lausnum. Til að koma henni á þarf fyrst og fremst nýja hugsun um það hvernig skipuleggja eigi námið. Mikilvægi kennarans verður síst minna en í hefðbundinni kennslu en hlutverkið breytist – eðli málsins samkvæmt. Við svo róttækar breytingar þarf að leysa úr alls kyns úrlausnar efnum. Sé hins vegar vilji til staðar er málið létt. Þetta snýst ekki um tækja- búnað (sem er að mestu leyti þegar til staðar í skólunum) heldur nýja hugsun um það hvernig best sé fyrir nemendur okkar að læra námsefni sitt. Spegluð kennsla felur í sér tækifæri til að ýta hressilega undir aukið jafnræði allra til náms, efla virkni og árangur nemenda – m.ö.o. að gera menntakerfið skilvirkara. Af hverju speglun (fl ipp)? Forvarnir og fræðsla fyrir börn um kynferðislegt ofbeldi KYNFERÐISLEGT OFBELDI Ragna Björg Guð- brandsdóttir félagsráðgjafi og fyrrv. stjórnarmaður í Blátt áfram MENNTUN Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis Sigríður Björnsdóttir framkvæmdastjóri Blátt áfram ÁRANGUR BANDARÍSKRA SKÓLA SEM INNLEITT HAFA SPEGLAÐA KENNSLU? Námsgrein Fall fyrir speglun Fall eftir speglun: Stærðfræði: 50% 19% Enska: 44% 13% Aðalfundur Landsbankans fyrir árið 2012 Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl kl. 16:00 í Silfur- bergi í Hörpu. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Dagskrá landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Það sem veldur því meðal annars að raforkuverð til heimila er hærra en raf- orkuverð til stóriðju er þörf heimila fyrir breyti- lega notkun. Verðið byggir á hámarksnotkun, en ekki á mismunandi notkun. Við borgum þess vegna gjarnan um fimmtán krónur fyrir kílóvattsstund en stóriðjan borgar iðulega í kringum þrjár krónur. Ef hægt væri að selja rafmagnið um sæstreng þegar við erum ekki að nota það, þá gæti verðið lækkað. Það eina sem þarf að gera er að breyta samningum milli framleiðanda raforkunnar og smásöluaðila. Sæstrengurinn gerir annars konar samning mögulegan, þ.e. samning sem leyfir breytilega notkun. Þannig gefur sæstrengur tilefni til lækkunar raforkuverðs til heimilanna, en ekki til hækkunar. Fjármögnun sæstrengs er kannski stór tala en miðað við ávinninginn er hún lítil. Þegar einstaklingar kaupa sér hús- næði er greiðslubyrði af hverri milljón gjarnan 4-5 þúsund krónur á mánuði, til 40 ára. 600 megavatta sæstrengur kostar u.þ.b. 350 millj- arða. Ef tekið væri lán fyrir sæstreng til Bret- lands fyrir 350 milljarða til 40 ára væri greiðslu- byrðin 350*4 milljónir = 1,4 millj- arðar á mánuði, miðað við íslenska hús næðis lánavexti. Vel má gera ráð fyrir að selja 500 gígavattsstundir á mánuði (miðað við 70% meðal lestun strengsins) svo flutnings- kostnaðurinn yrði tvær krónur og 80 aurar á kílóvattsstundina. Þar sem verð á raforku í Bretlandi er að jafnaði tvöfalt hærra en hérna getur þetta verið fundið fé. Svo fáum við arðinn af orkusöl- unni og mætti þá bæta heilbrigðis- þjónustuna og/eða lækka skatta sem því nemur. Svo er ekki verra að stuðla að minni losun gróðurhúsa- lofttegunda í leiðinni. Sæstrengur og lækkað raforkuverð ORKUMÁL Guðlaugur Ingi Hauksson áhugamaður um vistvæna orku ➜ Fjármögnun sæ- strengs er kannski stór tala en miðað við ávinninginn er hún lítil.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.