Fréttablaðið - 03.04.2013, Side 24

Fréttablaðið - 03.04.2013, Side 24
3. APRÍL 2013 MIÐVIKUDAGUR6 ERNA INDRIÐADÓTTIR, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls „Það sem ég sá einna fyrst í hans störfum fyrir SAMÁL var að hann hefur mikla for- ystuhæfileika, enda hélt hann afar vel utan um starfsemi samtakanna. Ég sá fyrir mér að hann væri framtíðarmaður í SA þannig að það kom mér ekki óvart að hann var valinn í þetta starf.“ Varðandi aðra kosti Þorsteins segir Erna að það sé þægilegt og skemmtilegt að vinna með honum. „Hann er klár, yfirvegaður og málefnalegur, strangheiðarlegur og góður drengur. Ég á hreinlega erfitt með að finna nokkurn löst eða galla á honum. Ef ég ætti að lýsa Þorsteini í einu orði er það frábær!“ VILHJÁLMUR EGILSSON, rektor Háskólans á Bifröst „Ég hafði svo sem ekk- ert um hans ráðningu að segja en líst vel á hann. Ég hef unnið nokkuð með Þorsteini í gegnum tíðina og hef ekkert nema gott um hann að segja. Hann er yfirvegaður, skynsamur og vel meinandi og hann á eflaust eftir að reynast sam- tökunum vel.“ RANNVEIG RIST, forstjóri Rio Tinto Alcan í Straumsvík „Vilhjálmur er þægi- legur í samskiptum og gefur sér tíma til að setja sig vel inn í hlutina. Og vinnur svo í málunum af rökfestu og sanngirni.“ ATVINNULÍFIÐ Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Nýr forystumaður kom inn fram á sjónar sviðið í atvinnulífinu þegar Þorsteinn Víglunds son tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnu lífsins (SA) um miðjan síðasta mánuð. Hann tók við af Vilhjálmi Egils syni, sem var ráðinn rektor Háskólans á Bifröst. Þorsteinn hefur lengi verið í fararbroddi í viðskiptum en hóf starfsferilinn sem viðskipta blaðamaður á Morgunblaðinu árið 1995, eftir að hafa lokið námi í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands. Hann færði sig svo um set til Kaupþings þar sem hann stýrði fyrst greiningar deild bankans og varð svo forstöðu- maður hjá eignastýringarsviði í Lúxem borg. Árið 2002 settist Þorsteinn í forstjórastól BM Vallár, en Víglundur Þorsteinsson, faðir hans, var um árabil stjórnarformaður og aðal- eigandi fyrirtækisins. Þar var Þorsteinn til ársins 2010 þegar hann gerðist framkvæmda- stjóri SAMÁLs, Samtaka álframleiðenda á Ís- landi. Þorsteinn hefur einnig stundað stjórnunar- nám, bæði við HÍ og á Spáni, og var vara- formaður Samtaka iðnaðarins, eins aðildar- félags SA, frá 2007 til 2010. Hann býr í Garðabæ með eiginkonu sinni og þremur dætrum þeirra. Í samtali við Markaðinn segir Þorsteinn að fyrstu dagarnir í nýju starfi hafi verið skemmtilegir. „Mér líst vel á þetta. Þetta hafa verið anna- samir dagar þar sem að mörgu er að hyggja þar sem hæst ber að sjálfsögðu undirbúning fyrir komandi kjarasamninga. Það er afar mikilvægt að þar náist að semja um skynsam- legar launabreytingar sem innstæða er fyrir á komandi árum, ólíkt því sem hefur við- gengist lengi. Það er mikilvægur þáttur í að auka hagvöxt og berjast gegn verðbólgu hér á landi.“ Komandi samninga ber hæst Þorsteinn Víglundsson, nýr framkvæmdastjóri SA, segir það mikilvægan þátt í aukningu hagvaxtar og baráttu við verð- bólgu að skynsemin ráði ríkjum við gerð kjarasamninga. Segir að fyrstu dagarnir í starfi hafi verið skemmtilegir. Samtök atvinnulífsins (SA) eru heildar- samtök íslenskra atvinnurekenda. Innan vébanda SA eru sjö aðildarfélög; Lands- samband íslenskra útvegsmanna, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Sam- tök fiskvinnslustöðva og Samtök fjármála- fyrirtækja. Undir þau falla um 2.000 fyrirtæki af öllum stærðum og hjá þeim starfa um 55.000 starfsmenn. YFIRSAMTÖK 2.000 FYRIRTÆKJA ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Um miðjan síðasta mánuð urðu mannaskipti í stóli framkvæmdastjóra hjá Samtökum atvinnulífsins þegar Þorsteinn Víglundsson tók við af Vilhjálmi Egilssyni. MYND/SA ford.is Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Ford Transit Custom 2,2TDCi dísil, 100 hö, beinskiptur 6 gíra. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,7 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 178 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 VIÐ FRUMSÝNUM NÝJAN FORD TRANSIT CUSTOM Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Komdu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. VERÐ ÁN VSK FRÁ VERÐ MEÐ VSK FRÁ CUSTOM 3.577.689 KR. 4.490.000 KR. FORD TRANSIT Ford Transit Custom Sendibíll ársins 2013BACKBONE OF BUSINESS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.