Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 30
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 18 ÓVENJULEGIR SKRIFSTOFUMENN K ristján Ingimarsson og félagar voru við æfingar á leikritinu Blam! í gær en leikritið verður frumsýnt á Íslandi í kvöld. Íslandssýningarnar marka upphaf á Evrópureisu hópsins, sem meðal annars mun sýna Blam! á hinni virtu Edinborgarhátíð sem haldin er í ágúst ár hvert. Þar fyrir utan liggur leiðin til Noregs, London, um alla Danmörku og víðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Skannaðu kóðann til að sækja Appið. Millifærðu með hraðfærslum í Appinu Veldu hraðfærslur á upphafsskjámynd og smelltu á þekktan viðtakanda einn ..ENNEM M / S ÍA / N M 5 11 4 2 „Mig langaði að búa til sýningu sem léti áhorfendum líða eins og krökkum þegar þeir koma út úr bíói, hafandi séð bestu mynd sem þeir hafa séð um ævina. Ég man þegar ég upplifði svona sýn- ingar, maður kom út og leið eins og bíómyndin væri enn í gangi. Mig langaði til þess að fanga þessa tilfinningu,“ segir Kristján Ingimarsson, sem er mættur til Íslands með verðlaunasýninguna Blam!. Óhefðbundið leikhús Kristján hefur verið búsettur í Danmörku meira og minna hátt í 20 ár. Þar hefur hann sett á svið fjölda sýninga þar sem hann bland- ar saman látbragðsleik, gaman- leik, fimleikum, trúðleik, dansi og leiklist þannig að úr verður óhefð- bundið leikhús. Blam! gefur áhorfendur sýn inn í óvenjulegan heim venjulegra skrif- stofumanna: „Sýningin fjallar um fjóra skrifstofumenn, þrjá meðal- gosa og svo yfirmann þeirra. Sýn- ingin fjallar líka um fyrir bærið blam, sem snýst um það að leika senur úr uppáhaldsbíómyndum. Þeir sem eru blammarar eiga oft sína uppáhaldshetjur eða stíl- brigði. Og þannig er því farið með skrifstofumennina mína, sá sem ég leik hefur Antonio Banderas að sinni fyrirmynd, annar er svo meira fyrir Jackie Chan og kungfu-myndir og sá þriðji er nördinn sem fílar vísinda- skáldskap. Það sem þeir gera á skrif- stofunni er að þeir taka upp atriði úr bíómyndum og nota til þess skrifstofuna. Þeir eru líka um leið alltaf að gera grín að yfir- manninum sínum. En svo kemur í ljós að hann er líklega langmesti blammarinn af þeim öllum, þegar hann fer að taka þátt í leiknum með þeim þá fyrst færist fjör í leikinn.“ Kristján, sem er hugmynda- smiður sýningarinnar og leik- stjóri, segir innblástur sýningar- innar liggja víða og bakgrunnur leikaranna endurspegli það, þeir séu menntaðir í dansi, leik og sirk- uslistum. Sjálfur hefur hann sótt sér menntun í nokkrum leiklistar- skólum en segist eiga afar erfitt með að skilgreina sjálfan sig. „Sviðslistamaður nær því kannski helst. Ég hef sinnt til- raunaleikhúsi alveg síðan ég lauk námi, ég lærði í þremur leiklistar- skólum og hef nýtt mér það sem mér finnst passa fyrir mig.“ Sköpunin drifkraftur Kristján, sem er fæddur og upp- alinn á Akureyri, segist ekki hafa ætlað sér að verða leikari, hvað þá í Danmörku. „Það var dönsk kona sem fann mig og ég fylgdi henni til Danmerkur. Og rétt áður en ég fór út ákvað ég að verða leikari, það var aldrei á dagskrá. Ég byrjaði í líffræði á sínum tíma, hætti því og fór að smíða hjá pabba áður en ég fór út. En ég hef alltaf verið í einhverju brasi, setti upp útvarps- stöð á framhaldsskólaárunum og var alltaf eitthvað að framkvæma. Enda felst drifkraftur minn í því að skapa, ég fæ svo miklu meira út úr því en að leika í hefðbundnu leikriti,“ segir Kristján að lokum. Leikritið Blam verður sýnt í Borgarleikhúsinu 3.-7.apríl og í Hofi á Akureyri 10.-11. apríl. sigridur@frettabladid.is Verðlaunaleikritið Blam! sýnt á Íslandi Sýning Kristjáns Ingimarssonar, Blam!, verður frumsýnd á Íslandi í kvöld. Hún vakti mikla athygli þegar hún var sýnd í Kaupmannahöfn í fyrra, hlaut lofsamlega dóma og var valin sýning ársins af dómnefnd hinna virtu Reumert-verðlauna í Danmörku. MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.