Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 2
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 „Ég þarf að reyna að hanga ekki of mikið í tölvunni, svo aðrir komist að. Ég set mér því mörk þó að helst vildi ég kíkja sem mest yfir daginn,“ segir Hrefna Hjálmarsdóttir, íbúi í Hlíð. Hrefna notar tölvuna hjá dagvistun- inni mikið og er því hæstánægð með framtakið. Spurð í hvaða tilgangi hún noti vefinn helst liggur ekki á svörum. „Ég sakna barnanna og get fylgst nánar með þeim og skoðað af þeim myndir. Það er mér ómetanlegt. Svo get ég gúgglað það sem mig langar til að skoða. Það geta verið myndir af landslagi eða stöðum sem ég hef heimsótt. Svo er ég mikill fréttafíkill og á það til að velta fyrir mér málfræði.“ Hrefna segir að henni finnist þetta gullið tækifæri fyrir eldri borgara á staðnum til þess að forðast einangrun og opna heiminn. Hún segist einnig vera þakklát þeim sem áttu frumkvæði að hugmyndinni. „Þetta er svo gefandi. Að skoða fjarlæga staði kemur næstum alveg í staðinn fyrir að ferðast sjálf,“ segir hún kímin. Hún tekur þó fram að sér finnist lítið til Facebook koma. „Mér finnst svo mikið um óþarfa uppfærslur af leiðindum þar.“ Leggur upp í langferð með Google Á FACEBOOK Tæknin gerir fólki kleift að halda sam- bandi við ættingja og vini. Helgi, er síðasti séns að sjá ekki skóginn fyrir trjánum? „Nei, það er síðasti séns að sjá trén fyrir skóginum.“ Grisja á hæstu trén í Öskjuhlíð með tilliti til flugumferðar. Helgi Gíslason, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, boðar baráttu gegn grisjuninni. TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGT Hér rýnir íbúi í úrslit enska boltans með dyggri aðstoð starfsmanns. BANDARÍKIN, AP Ekkert hefur enn komið fram sem bendlar bræðurna Tamerlan og Dzhokhar Tsarn- aev, sem taldir eru bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Boston, við ísl- ömsk öfgasamtök. Ekkert er vitað um tilgang árásarinnar. Foreldrar bræðranna segja heim- sókn eldri bróðurins, Tamerlans, til rússnesku borgarinnar Makatsjkala í fyrra ekkert hafa tengst öfgahóp- um í Tsjetsjeníu. „Hann var bara hér hjá mér í Makatsjkala,“ sagði Anzor Tsarn- aev, faðir þeirra. „Hann svaf fram til þrjú á daginn, og ég spurði hann þá: „Komstu hingað til að sofa?““ Tsarnaev segir son sinn þó hafa komið með sér í tvær ferðir til Tsjetsjeníu þar sem þeir hittu frændfólk sitt. FBI yfirheyrði Tamerlan við heimkomuna. Ekkert benti til tengsla við hryðjuverkastarfsemi. Tamerlan lést eftir skotbardaga við lögreglu aðfaranótt föstudags og Dzhokhar fannst á föstudags- kvöld eftir gríðarmikla leit. Hann er mikið særður og hefur enn ekki getað tjáð sig um málið. - þj Foreldrar grunaðra sprengjumanna í Boston segja Rússlandsför saklausa: Engin hryðjuverkatengsl fundist GRUNAÐIR UM ÓDÆÐI Engin bein tengsl hafa enn fundist milli bræðranna Tamerlans og Dzhokhars Tsarnaev og tsjetsjenskra öfgasamtaka. SPURNING DAGSINS AKUREYRI Öldrunarheimili Akur- eyrar (ÖA) hafa keypt þráð- laust net og spjaldtölvur fyrir vistmenn. Nýjungin mælist vel fyrir jafnt hjá vistmönnum sem starfsfólki. „Þetta er einn angi af velferð- artækni sem ekki hefur verið nýttur áður. Tækni til að gera öldruðum lífið bærilegra,“ segir Halldór S. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri ÖA. Hann segir að mikil ánægja ríki á meðal íbúa með framtakið. „Við viljum efla samskipti við umheiminn og hjálpa fólki við að halda sambandi við ástvini. Svo er þetta líka svo gefandi á hug og hönd,“ segir Halldór. Dagvistunin í Hlíð býður auk spjaldtölvanna upp á leikja- tölvuna Wii. Friðný Sigurðar- dóttir, þjónustustjóri í Hlíð, segir það einkar skemmtilega viðbót. „Hlátrasköllin óma hér um allt hús frá því að tölvurnar komu. Hér er fólk að spila golf og dansa eða jafnvel ferðast um fjarlæga staði. Svo sam- einar þetta starfsfólkið og íbúa. Upphafið lofar því mjög góðu,“ segir Friðný og bætir við að oft sé þessi hópur vanmetinn hvað tæknina varðar. „Ég heyrði á tal tveggja kvenna hér um daginn. Þá var önnur þeirra að kenna hinni á Google. Þar gæti hún fengið upplýsingar um sjúkdóminn sinn og fleira. Svo þú sérð að þetta nýtist þeim á svo margan hátt.“ Þegar hafa tvö heimili af fimm verið netvædd og til stendur að hin fylgi í kjölfarið á komandi vikum. maria@frettabladid.is Eldri borgarar í takt við tímann með Wii Öldrunarheimili Akureyrar fengu á dögunum þráðlaust net og tölvur. Að sögn framkvæmdastjóra er þetta gert til að hindra mögulega einangrun eldri borgara. „Ég þarf að reyna að hanga ekki of mikið í tölvunni,“ segir ánægður íbúi. FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU Ertu ekki viss um hvað þú ætlar að kjósa? Viltu fá svör við ákveðnum spurningum? Hringdu í Vg númerið 863 7038 og tilgreindu það málefni sem brennur á þér. Við finnum rétta frambjóðandann til þess að hafa samband við þig og svara spurningum þínum. Við hlökkum til að heyra frá þér! HVAÐ VILTU VITA? Maðurinn sem lést í kajak- slysi í Herdísarvík í fyrradag hét Jón Þór Traustason, til heimilis að Fýlshólum 2 í Reykja- vík. Jón Þór var 52 ára, fæddur 13. maí 1960, og lætur eftir sig eigin- konu og þrjú uppkomin börn. Lést í kajakslysi JÓN ÞÓR TRAUSTASON FJÖLMIÐLAR Bilun í prentsmiðju olli því að lesendur Fréttablaðs- ins fengu skert blað í hendur í gær; átta síður vantaði í aðalblað- ið og aðrar átta í fasteignablaðið sem fylgdi. Enn fremur seinkaði dreifingu víða vegna bilunar- innar. Tveir dómar um listviðburði sem féllu fyrir vikið út úr blaðinu eru endurbirtir í dag á síðum 26 og 27. Þá er vakin athygli á að blaðið má lesa í heild sinni á visir. is. Beðist er velvirðingar á óþæg- indum sem þessi bilun olli. Bilun í prentsmiðju: Sextán síður vantaði í blaðið KÚBA Tæplega 40% fanga í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjanna á Kúbu eru nú í hungurverkfalli til að mótmæla aðstæðum sínum í búðunum og því að þeir séu geymdir þar um óákveðinn tíma. Alls eru 166 fangar nú í búðunum og 64 þeirra neita sér um mat. Þar af eru sextán þeirra mataðir gegn eigin vilja. Skiptar skoðanir eru um líðan fanganna, þar sem lögmenn fanga hafa haldið því fram að sumir þeirra séu við dauðans dyr en talsmenn bandaríska hersins neita að svo sé. - þj Alls 64 af 166 föngum neita sér um mat: Hungurverkfall í Guantanamo MÓTMÆLI Í NEW YORK Íbúar í New York hafa síðustu daga mótmælt Guant- anamo-fangabúðunum en margir fanganna í búðunum hafa verið þar í áraraðir án þess að þeim hafi verið birt ákæra. NORDICPHOTOS/AFP MENNINGARMÁL Eikarbátnum Húna II verður í maí siglt umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri. Aðstandendur Húna hafa leitað til bæjaryfir- valda á áætluðum fjórtán viðkomustöðum og falast eftir styrkjum til siglingarinnar, meðal annars með því að fá felld niður hafnargjöld. „Báturinn gegnir mikilvægu hlutverki í tengslum við sögu bátasmíða og fiskveiða en einnig í tengslum við strandmenn- ingu, ferðamennsku og nú síðast fræðslu ungmenna um sjávarnytjar,“ segja Hollvinir Húna II í bréfi til sveitarfélaganna. Lagt verður upp frá Akureyri 11. maí og siglt austur og suður fyrir land áður en Húni kemur aftur til heimahafnar 23. maí. Á Húsavík slæst Knörrinn, sem var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1963 eins og Húni, með í förina. Almenningi verður boðið að skoða bátana. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár áður en hann var tekinn af skipaskrá 1994. Var þá ætlunin að koma bátnum fyrir kattarnef á áramótabrennu en hann var þó settur aftur á skipaskrá 1995 og gerður út sem hvalaskoðunarbátur í nokkur ár frá Skagaströnd og Hafnarfirði. Húni II er gerður út frá Akureyri. Báturinn er notaður undir samkvæmi og til skemmtisiglinga. - gar Hollvinir eikarbáts sem smíðaður var á Akureyri minnast hálfrar aldar sögu: Sigla afmælishring um Ísland STJÓRNMÁL Undirskriftasöfnun hefur verið sett af stað þar sem hvatt er til þess að aðildarviðræð- ur Íslands við Evrópusambandið verði leiddar til lykta og svo kosið um samningsniðurstöðuna. Yfirskrift undirskriftasöfnun- arinnar er „Klárum dæmið“ en það er Illugi Jökulsson, fjölmiðla- maður og stjórnlagaráðsfulltrúi, sem er skráður fyrir henni. Í tilkynningu segir að þeir sem skrifa undir vilji að þjóðin ráði ferðinni, ekki þingmenn. - mþl Undirskriftum safnað: ESB-viðræður verði kláraðar HÚNI II Hálfrar aldar sögu fiskveiða, hvalaskoðana og skemmtisiglinga verður fagnað með hringferð um Ísland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.