Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 44
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 20% AFSLÁTTUR Við bjóðum viðskiptavinum okkar 20% afslátt af miðaverði á Engla alheimsins. Verkið er sýnt í Þjóðleikhúsinu og er miðasala þar eða í síma 551 1200. Greiða þarf fyrir miðana með korti frá Arion banka. Góða skemmtun. Bættu LGG + við daglegan morgunverð fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið. Nú fylgja 2 frítt með Þú getur lesið meira um LGG+ á ms.is/lgg + stuðlar að vellíðan + styrkir varnir líkamans + bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana + eykur mótstöðuafl + hentar fólki á öllum aldri + er bragðgóð næring Fyrir fulla virkni Ein á dag Eiginleikar LGG+ MENNING „Það er úr mörgu að velja en tón- listin er einkennandi fyrir daginn í dag, opnunardag hátíðarinnar,“ segir Karen María Jónsdóttir, starfsmaður Höfuðborgarstofu og einn þriggja verkefnisstjóra barnamenningarhátíðarinnar. Hún nefnir fyrst tónleikana Snert hörpu mína í Eldborgarsal Hörpu, þar sem 400 börn úr 20 leikskól- um auk nemenda Tónskóla Sig- ursveins og Hamrahlíðakórs- ins, syngja ný og gömul lög eftir Atla Heimi. Upptaktur er annar viðburður, Karen María útskýr- ir hann nánar. „Öllum börnum gafst kostur á að senda inn tón- verk til sérstakrar dómnefndar sem skipuð var fagfólki. Þrettán fengu að fullskapa tónverkin sín með aðstoð tónskálda og þau verk verða flutt í dag í Norðurljósasal Hörpu. Meðal flytjenda eru Ragga Gísla, Jónas Sig og Steinunn Birna Ragnarsdóttir.“ Enn eitt tónlistaratriðið í Hörpu er Drullumall, tónleikaröð sem unglingar standa fyrir og hefst í dag. Svo verða lúðrar þeyttir milli 18 og 19 og í kvöld koma kennar- ar og nemendur Listdansskóla Íslands í Hörpu og kynna dans- inn sem listform. „Við leggjum líka áherslu á leik- list í ár,“ upplýsir Karen María og segir alþjóðlegu leiklistarhátíðina ASSITEJ tengjast barnamenning- arhátíðinni í fyrsta skipti. Fjórar íslenskar barnasýningar og ein norræn gestasýning verða á dag- skrá, auk leiksmiðja í samstarfi við listkennsludeild LHÍ. Myndlistin er líka víða til sýnis á hátíðinni. „Eitt af verkefnunum er „Sæborgin okkar“ sem leik- skólinn Sæborg stendur fyrir í samvinnu við Kjarvalsstaði, Daði Guðbjörnsson listmálari hefur unnið með börnunum í því,“ lýsir Karen María og nefnir líka atrið- ið Dans-æði sem verður á laugar- daginn. „Þá opnar dansverkstæð- ið á Skúlagötu 20 sali sína fyrir börnum og býður þeim að dansa í hádeginu sér til heilsubótar. Björk Viggósdóttir myndlistarmaður mun hengja skúlptúra í loftið sem börn geta hangið í og líka leikið sér og búið til dansverk.“ Í lokin nefnir hún verkefni sem snýst um lýðræði barna. „Í frístundaheim- ilum var börnum boðið að lýsa sýn sinni á skipulag borgarinnar og að breyta því. Sú vinna verður til sýnis í Borgartúni 12.“ Dagskráin er á www.barna- menningarhatid.is og þess ber að geta að allir viðburðirnir eru ókeypis. gun@frettabladid.is Barnalist um alla borg Barnamenningarhátíð hefst í dag í Reykjavík og stendur fram á sunnudag. Iðnó breytist í ævintýrahöll og börnin leggja undir sig Hörpu og Kjarvalsstaði. Auk þess verða leik- og danssýningar og aðrir viðburðir víðs vegar um borgina. VERKEFNISSTJÓRI „Það er úr mörgu að velja,“ segir Karen María um viðburði barnamenningarhátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKÝJABORG Snædís Ingadóttir og Inga Maren Rúnarsdóttir í danssýningu fyrir 0-3 ára sem verður í Tjarnarbíói á sunnudag. Eitt af verkefnun- um er „Sæborgin okkar“ sem leikskólinn Sæborg stendur fyrir í samvinnu við Kjarvalsstaði, Daði Guðbjörnsson listmálari hefur unnið með börn- unum í því. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.