Fréttablaðið - 23.04.2013, Síða 44

Fréttablaðið - 23.04.2013, Síða 44
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 20% AFSLÁTTUR Við bjóðum viðskiptavinum okkar 20% afslátt af miðaverði á Engla alheimsins. Verkið er sýnt í Þjóðleikhúsinu og er miðasala þar eða í síma 551 1200. Greiða þarf fyrir miðana með korti frá Arion banka. Góða skemmtun. Bættu LGG + við daglegan morgunverð fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið. Nú fylgja 2 frítt með Þú getur lesið meira um LGG+ á ms.is/lgg + stuðlar að vellíðan + styrkir varnir líkamans + bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana + eykur mótstöðuafl + hentar fólki á öllum aldri + er bragðgóð næring Fyrir fulla virkni Ein á dag Eiginleikar LGG+ MENNING „Það er úr mörgu að velja en tón- listin er einkennandi fyrir daginn í dag, opnunardag hátíðarinnar,“ segir Karen María Jónsdóttir, starfsmaður Höfuðborgarstofu og einn þriggja verkefnisstjóra barnamenningarhátíðarinnar. Hún nefnir fyrst tónleikana Snert hörpu mína í Eldborgarsal Hörpu, þar sem 400 börn úr 20 leikskól- um auk nemenda Tónskóla Sig- ursveins og Hamrahlíðakórs- ins, syngja ný og gömul lög eftir Atla Heimi. Upptaktur er annar viðburður, Karen María útskýr- ir hann nánar. „Öllum börnum gafst kostur á að senda inn tón- verk til sérstakrar dómnefndar sem skipuð var fagfólki. Þrettán fengu að fullskapa tónverkin sín með aðstoð tónskálda og þau verk verða flutt í dag í Norðurljósasal Hörpu. Meðal flytjenda eru Ragga Gísla, Jónas Sig og Steinunn Birna Ragnarsdóttir.“ Enn eitt tónlistaratriðið í Hörpu er Drullumall, tónleikaröð sem unglingar standa fyrir og hefst í dag. Svo verða lúðrar þeyttir milli 18 og 19 og í kvöld koma kennar- ar og nemendur Listdansskóla Íslands í Hörpu og kynna dans- inn sem listform. „Við leggjum líka áherslu á leik- list í ár,“ upplýsir Karen María og segir alþjóðlegu leiklistarhátíðina ASSITEJ tengjast barnamenning- arhátíðinni í fyrsta skipti. Fjórar íslenskar barnasýningar og ein norræn gestasýning verða á dag- skrá, auk leiksmiðja í samstarfi við listkennsludeild LHÍ. Myndlistin er líka víða til sýnis á hátíðinni. „Eitt af verkefnunum er „Sæborgin okkar“ sem leik- skólinn Sæborg stendur fyrir í samvinnu við Kjarvalsstaði, Daði Guðbjörnsson listmálari hefur unnið með börnunum í því,“ lýsir Karen María og nefnir líka atrið- ið Dans-æði sem verður á laugar- daginn. „Þá opnar dansverkstæð- ið á Skúlagötu 20 sali sína fyrir börnum og býður þeim að dansa í hádeginu sér til heilsubótar. Björk Viggósdóttir myndlistarmaður mun hengja skúlptúra í loftið sem börn geta hangið í og líka leikið sér og búið til dansverk.“ Í lokin nefnir hún verkefni sem snýst um lýðræði barna. „Í frístundaheim- ilum var börnum boðið að lýsa sýn sinni á skipulag borgarinnar og að breyta því. Sú vinna verður til sýnis í Borgartúni 12.“ Dagskráin er á www.barna- menningarhatid.is og þess ber að geta að allir viðburðirnir eru ókeypis. gun@frettabladid.is Barnalist um alla borg Barnamenningarhátíð hefst í dag í Reykjavík og stendur fram á sunnudag. Iðnó breytist í ævintýrahöll og börnin leggja undir sig Hörpu og Kjarvalsstaði. Auk þess verða leik- og danssýningar og aðrir viðburðir víðs vegar um borgina. VERKEFNISSTJÓRI „Það er úr mörgu að velja,“ segir Karen María um viðburði barnamenningarhátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKÝJABORG Snædís Ingadóttir og Inga Maren Rúnarsdóttir í danssýningu fyrir 0-3 ára sem verður í Tjarnarbíói á sunnudag. Eitt af verkefnun- um er „Sæborgin okkar“ sem leikskólinn Sæborg stendur fyrir í samvinnu við Kjarvalsstaði, Daði Guðbjörnsson listmálari hefur unnið með börn- unum í því. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.