Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 37
BÍLAR 5Þriðjudagur 23. apríl 2013 Audi RS4 er einn alskemmti- legasti, fallegasti, öflugasti og geðveikasti bíll sem undirritaður hefur ekið. Það eru varla til þær torfærur sem trukkurinn Unimog frá Merce- des Benz kemst ekki yfir og þó nokkuð margir þeirra eru til hér á landi. Alla bíla þarf þó að uppfæra og aðlaga nýjum mengunar- reglum og stutt er í gildistöku EURO 6 mengunarstaðalsins. Því hefur Benz þurft að endurhanna Unimog-flota sinn en að auki hafa bílarnir fengið nýtt nafnakerfi. U stendur fyrir Unimog en næsti tölustafur stendur fyrir stærð bílsins og þeir tveir síðustu fyrir vélarafl. Því er U216 af frekar nettri gerð og með 160 hestafla vél en U530 er mun stærri bíll með 300 hestafla vél. Tvær nýjar dísilvélar Talsverðar útlitsbreytingar hafa einnig orðið á bílnum og hefur hann fengið að miklu leyti nýjan framenda. Allar gerðir Unimog uppfylla nú EURO 6 mengunarstaðalinn sem tekur gildi í septem- ber á næsta ári. Tvær nýjar vélar er nú að finna í Unimog, 5,1 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í gerðunum U216, U218, U318 og U423. Einnig er komin 7,7 lítra dísilvél með forþjöppu sem finna má í gerðunum U427, U430, U527 og U530. Gírkassinn í þessum bílum hefur átta gíra áfram og sex aftur á bak og hann er „hálf“- Mercedes Benz uppfærir Unimog Mercedes Benz Unimog 4,2 BENSÍNVÉL, 450 HESTÖFL FJÓRHJÓLADRIF Eyðsla 10,7 l./100 km í bl. akstri Mengun 249 g/km CO2 Hröðun 4,7 sek. Hámarkshraði 280 km/klst Verð Ekki uppgefið, en 78.000 Evrur í Þýskalandi Umboð Hekla ● Ótrúlegt afl ● frábærir aksturseiginleikar ● mikið pláss ● Hátt verð AUDI RS4 efnisnotkun alveg í toppklassa. Eitt af því sem fikta má í þar er takki fyrir akstursstillingar. Þeirra sportlegust er Dynamic-stillingin og þá breytist villidýrið í mannætu og bíllinn skiptir sér seinna upp og hangir svo í gírunum að hámarkssnúningi er náð í flestum gírum. Þá er líka gaman. Audi RS4 er einn alskemmtilegasti, fallegasti, öflugasti og geðveikasti bíll sem undirritaður hefur ekið. Það hlýtur að vera draumur einn að eiga slíkan bíl og eigendur hans taka örugglega lengri leiðina hvert sem farið er. Audi RS4 er ekki bíll sem selst á hverjum degi hérlendis í þessu árferði, en vonandi hefur einhver svo góðan smekk. Í Þýskalandi kostar gripurinn 78.000 evrur, sem myndi útleggjast á rétt um 12 milljónir króna, en þá á eftir að leggja slatta af vörugjöldum og hæsta söluskatt í Evrópu ofan á það, svo hætt er við að hann kosti nýjan eiganda um 20 milljónir króna eða ríflega það. Reykjavík Motor Center, Kleppsvegi 152, er sannkallað himnaríki mótorhjólafólks. „ Í glæsilegum 300 fermetra sýningarsalnum er hægt að skoða mikið úrval nýrra og notaðra hjóla. Í versluninni erum við með fatnað, hjálma og allt sem snýr að öryggi hjólafólks. Í varahlutaversluninni fást varahlutir í allar gerðir hjóla og á verkstæðinu sinnum við allri almennri viðgerð mótorhjóla. Fullkomnasta hjólbarðaverkstæði fyrir bifhjól á landinu er einnig að finna hjá okkur,“ segir Eyþór Örlygsson, einn eigenda RMC. BMW-umboð á Íslandi RMC selur og þjónustar BMW-hjól á Íslandi. „Við byrjuðum að flytja inn þau hjól í fyrsta skipti á Íslandi og móttökurnar hafa verið mjög góðar. BMW er með flotta línu af hjólum. Allt frá litlum scooterum upp í stór ferðahjól og allt þar á milli. Einnig erum við með umboð fyrir Aprilia, Moto Gussi, Harley Davidson og Piaggio-vespur. Vara- og aukahlutaverslun Helstu merkin sem RMC þjónustar eru BMW, Aprilia, Motogussi, Harley Davidson og Piaggio. „Við reynum að eiga sem mest af varahlutum í þessi hjól. Þá skiptir engu hvort fólk kýs original varahluti eða svokallaða aftermarket sem eru ódýrari en oft í sambærilegum gæðum.“ Þó að sérhæfingin hjá RMC sé í þessum fimm mótorhjólategundum fást þar varahlutir í allar gerðir hjóla með skömmum fyrirvara. Vandaður fatnaður Í verslun RMC fást margar gerðir hjálma auk vandaðs fatnaðar. „Hvort sem fólk leitar að leður- eða goretex-fatnaði þá finnst hann hér. Við erum eingöngu með viðurkenndan fatnað sem við treystum, en margar vörur uppfylla ekki kröfur um lágmarksöryggi og ber að varast.“ Allur fatnaður RMC státar af því að vera með CE-merktar hlífar og uppfylla ströngustu kröfur. Glæsilegur sýningasalur Í glæsilegum sýningarsal RMC má skoða ný og notuð hjól af ýmsum stærðum og gerðum. „Við erum með sérstök reynsluaksturshjól frá BMW sem fólk getur komið og prófað en það er frekar óalgengt að umboð bjóði upp á reynsluakstur á sínum hjólum.“ Piaggio-vespur RMC státar af umboði fyrir hinar þekktu og vönduðu Piaggio-vespur sem framleiddar hafa verið í um 60 ár. „Í okkar huga eru þetta ekki leikföng heldur eyðslugrönn og ódýr farartæki.“ Vespurnar eru raunhæfur möguleiki sem aðalfarartæki eða farartæki númer tvö fyrir heimili og einstaklinga sem vilja minnka rekstrarkostnað. „Rekstarkostnaður á mánuði fyrir 50cc vespu miðað við 20 kílómetra akstur á dag er um 7.200 krónur. Það er svipað og strætókort kostar, en frelsið er mun meira á vespu. Inni í þessari tölu er bensínkostnaður, öll gjöld og tryggingar.“ Gæði Piaggio-vespanna eru mjög mikil í samanburði við margt sem í boði er. „Það er himinn og haf á milli Piaggio og margra annarra framleiðenda hvað gæði snertir. Þetta þekkjum við eftir að hafa leigt þær út hjá Lunda-vespum. Við byrjuðum með aðra tegund í leigu sem nú eru allar úr sér gengnar en Piaggio-vespurnar eru enn í fullu fjöri.“ Splunkuný heimasíða Í dag verður opnuð ný heimasíða fyrir tækisins, www.rmc.is. „Þar verður söluvefur fyrir notuð hjól og almennar upplýsingar um þær vörur og þjónustu sem við bjóðum. Í framtíðinni stefnum við svo að því að vera með vefverslun.“ Opnunartími Reykjavík Motor Center er frá 12 til 18 á virkum dögum og frá 12 til 16 á laugardögum. Á verkstæðinu er opið milli 9 og 17 alla virka daga. „Ég hvet alla áhugasama til að líta við hjá okkur á Kleppsveg 152. Við erum við Holtaveg, beint á móti Holtagörðum, hinum megin við Sæbrautina.“ ÖLL ÞJÓNUSTA Á EINUM STAÐ HJÁ REYKJAVÍK MOTOR CENTER Reykjavík Motor Center er draumastaður mótorhjólafólks með 300 fermetra sýningarsal, véla- og dekkjaverkstæði auk verslunar sem selur vara- og aukahluti og vandaðan mótorhjólafatnað. Hjá RMC er rekin verslun með fatnað fyrir mótor- hjólafólk, vara- og aukahlutaþjónusta, fullbúið við- gerðarverkstæði og fullkomnasta hjólbarðaverk- stæði landsins. Þá eru ný og notuð hjól til sölu í glæsilegum 300 fermetra sýningarsal. MYND/GVA „Rekstararkostnaður 50cc vespu í mánuð miðað við 20 kílómetra akstur á dag er um 7.200 krónur. Það er svipað og strætókort kostar,“ segir Eyþór Örlygsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.