Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.04.2013, Qupperneq 10
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 FRÉTTASKÝRING Eru kennaradeilur í Danmörku hlið- stæðar kjaradeilu íslenskra kennara? Verkbann sem dönsk sveitarfélög lögðu á kennara hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Nær sjötíu þús- und kennarar og hundruð þúsunda grunnskólabarna sitja heima. Deilan snýst um fyrirkomulag vinnutíma, þar sem sveitarfélögin vilja auka kennsluskyldu og veita skólastjórnendum vald til að skipu- leggja skiptingu vinnudagsins. Hér á Íslandi standa yfir við- ræður milli grunnskólakennara og sveitarfélaga þar sem meðal ann- ars er rætt um sömu efnisatriði; hversu mikill tími fer í kennslu ann- ars vegar og undirbúning og önnur verkefni hins vegar. Viðræðurnar eru í biðstöðu en stjórnvöld eru að fara yfir málin og verða þær teknar upp að nýju í haust. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að skoðun sambandsins sé sú að kennsluskyldu þyrfti að auka. „Við viljum búa til aðstæður þar sem bæði kennarar og sveitarfé- lögin geta hagnast. Kennsluskylda hvers kennara myndi aukast, en á móti fengi hann meiri laun.“ Ábati sveitarfélaganna fælist í því að kennurum mundi fækka nokkuð og skólarnir þyrftu að greiða færri yfirvinnutíma. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að rætt sé um mörg þau sömu efnisatriði hér og í Danmörku. Þó sé framferði sveitarfélaganna í Danmörku eins- dæmi þar sem kennurum sé „gert að kyngja því sem sveitarfélögin velja“. Ólafur segir að íslenskir kennar- ar horfi ekki aðeins til kaups kenn- ara eða fjölda kennslustunda. „Þetta snýst mest um vinnuað- stæður kennara og gæði kennslu. Sveitarfélögin vilja að við kennum meira á kostnað undirbúningsvinnu, en hvernig á það að bæta kennsl- una?“ Halldór segir að þetta mál mætti leysa með skipulagsbreytingum þar sem létt væri á öðrum verkefnum. Hann er vongóður um að aðilar nái saman áður en til aðgerða kemur „þannig að báðir njóti góðs af“. Ólafur segir kennara reiðubúna til að skoða fyrirkomulag starfsins nánar, en grundvöllur samkomulags sé að menn horfist í augu við stöðu mála. „Ef menn átta sig á því að meiri fjármuni þarf í menntakerfið, þá mun nást saman, en ef reyna á að fjármagna breytingar á starfinu innan frá, þá er ég ekki nógu bjart- sýnn.“ thorgils@frettabladid.is Sömu efnisatriði og í deilunni í Danmörku Kjaradeilur kennara og sveitarfélaga í Danmörku eiga sér ákveðna hliðstæðu hér á landi, þar sem rætt er um kennsluskyldu kennara. Formaður Félags grunnskóla- kennara segir málið snúast um betri kennslu og að það kalli á meiri fjármuni. HALLDÓR HALLDÓRSSON ÓLAFUR LOFTSSON MÓTMÆLI Íbúar Fredriksberg í Kaupmannahöfn sjást hér mótmæla til stuðnings dönskum kenn- urum. Verkfallið hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. NORDICPHOTOS/AFP VORBOÐINN LJÚFFENGI CHICKEN HEALTHY STYLE «91 NISSAN QASHQAI+2 SE 7manna Nýskr. 06/11, ekinn 34 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.590 þús. Rnr.151561. LAND ROVER FREELANDER 2S Nýskr. 07/08, ekinn 88 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.980 þús. Rnr.190738, Frábært úrval af notuðum bílum á frábæru verði Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is BMW 525Xi (4wd-xDrive) Nýskr. 03/08, ekinn 76 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr.270243 NISSAN PATROL LE Nýskr. 07/08, ekinn 83 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.290 þús. Rnr.151683. SUBARU FORESTER VISION Nýskr. 04/11, ekinn 48 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.290 þús. Rnr.280506. TOYOTA PRIUS HYBRID EXE Nýskr. 05/08, ekinn 43 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.890 þús. Rnr.270225. VW POLO TRENDLINE Nýskr. 02/13, ekinn 1 þús. km. dísil, beinskiptur. Verð kr. 2.990 VERÐ kr. 2.690 þús. Rnr.190853. BMW glæsibifreið kr. 5.890 þús. Gerðu frábær kauphjá Bílalandi BL Gott úrval af 4x4 bílum Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.