Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 16
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Umræðan um að nýta eignir erlendra aðila
til hagsbóta fyrir Íslendinga með húsnæðis-
lán er nokkuð sérstæð. Gefin hafa verið
ýmis loðin fyrirheit en mörgum spurning-
um er ósvarað. Um þetta er eftirfarandi að
segja.
Í fyrsta lagi er ekki á vísan að róa. Óvíst
er að hægt verði að ná samningum um upp-
gjör þrotabúa gömlu bankanna, snjóhengj-
una og afnám gjaldeyrishafta sem skila
ríkissjóði (eða Seðlabanka) umtalsverðum
fjármunum, í krónum. Það er þó alls ekki
útilokað. Fordæmin eru m.a. Avens-samn-
ingurinn svokallaði frá árinu 2010. Hér væri
þó um mun flóknari samninga að ræða og
hærri upphæðir. Sóknarfæri ríkissjóðs í
slíkum samningum byggja á þeirri sorglegu
staðreynd að útlendingum er almennt enn
meira í nöp við krónuna en Íslendingum. Því
geta allir haft hag af samningum.
Það þarf samninga. Fyrirheit um eigna-
upptöku, afturvirka skattlagningu og því
um líkt eru merkingarlaus af þeirri einföldu
ástæðu að auðvelt væri að verjast slíku með
aðstoð dómsstóla. Það myndi engu skila
nema margra ára töf. Skiptir þá engu þótt
e.t.v. sé hægt að magna upp andúð á and-
litslausum útlendingum meðal almennings,
m.a. líkja þeim við hræfugla.
Í öðru lagi er ekki sjálfgefið hvernig á að
verja slíku fé, þegar og ef það skilar sér.
Þar skipta sömu sjónarmið máli og þegar
fjallað er um aðrar tekjur ríkissjóðs. Hægt
er að verja þeim til að bæta heilbrigðiskerf-
ið, menntakerfið, vegakerfið o.s.frv., lækka
skatta eða lækka skuldir hins opinbera. Svo
er auðvitað hægt að lækka skuldir tiltekinna
þjóðfélagshópa eins og ýmsir leggja nú til.
Eignalítið fólk varð verst úti
Of snemmt er að ákveða slíkt nú, ekk-
ert frekar en það er tímabært að ráðstafa
hugsanlegum olíuauð Íslendinga. Þó verður
að benda á að flöt lækkun húsnæðisskulda
er mjög ómarkviss og ósanngjörn nýting
opinberra fjármuna. Hún rennur eðli máls
skv. að stærstum hluta til hátekjufólks á
höfuðborgarsvæðinu. Þar eru skuldirn-
ar mestar. Þar er hins vegar ekki vand-
inn mestur. Standi pólitískur vilji til þess
að nota almannafé til að taka enn frekar á
vanda skuldsettra heimila sem urðu illa úti
í sviptingum undanfarinna ára væri mun
markvissara og eðlilegra að gera það með
aðgerðum sem styddu þrengri hóp, sérstak-
lega eignalítið lág- og meðaltekjufólk sem
keypti sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004
til 2008. Sá hópur varð verst úti vegna hús-
næðisbólunnar.
Nýting skógarfugla
SKULDAMÁL
Gylfi Magnússon
dósent í viðskipta-
fræði og fyrrver-
andi efnahags- og
viðskiptaráðherra
➜ Flöt lækkun húsnæðisskulda
er mjög ómarkviss og ósanngjörn
nýting opinberra fjármuna.
Á
samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar um
Reykjavíkurflugvöll, sem var undirritað fyrir helgi,
eru ýmsir jákvæðir fletir. Með því að fækka flug-
brautum um eina (sem var nánast ekkert notuð) græðir
borgin dýrmætt byggingarland á eftirsóttasta stað.
Sömuleiðis verður bætt úr herfilegu aðstöðuleysi á flugvellinum
með nýrri flugstöð. Svo lengi sem miðstöð innanlandsflugsins er í
Vatnsmýrinni, þarf aðstaða farþeganna að vera í lagi.
Hins vegar blasir við að
sambúð flugvallarins og borgar-
innar verður æ erfiðari. Til
að liðka fyrir samkomulaginu
um byggingarlandið féllust
borgaryfirvöld í Reykjavík á
mjög svo umdeilanlegar kröfur
ríkisvaldsins, annars vegar um
að saga niður elzta skóginn í
Öskjuhlíð og hins vegar um að reisa skelfilega ljót og fyrirferðar-
mikil lendingarljós á útivistarsvæðinu við Skerjafjörð.
Fulltrúar meirihlutans og Vinstri grænna í umhverfis- og
skipulagsráði féllust á þetta á fundi fyrr í mánuðinum, en vildu
þó „árétta að umhverfis flugvöllinn eru mikilvæg útivistarsvæði
sem brýnt er að vernda“. Hvernig getur það talizt vernd útivistar-
svæðis að fella einn elzta og grózkumesta skóginn í borginni?
Á sama fundi bókuðu tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau
Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, meðal annars
að flugmálayfirvöld hefðu verið treg til að viðurkenna að flugvöll-
urinn í Vatnsmýri uppfyllti ekki tilmæli Alþjóðaflugmálastofnun-
arinnar um öryggismál. „En kröfur þeirra um fellingu elsta hluta
skógarins í Öskjuhlíðinni sem nú vakna upp á ný og umfangsmikil
lendingarljós á Ægisíðunni færa Reykvíkingum heim sanninn um
að flugvöllurinn er of frekur í umhverfi sínu í miðborg Reykja-
víkur. Borgaryfirvöld ættu að hafna slíkum kröfum, rétt eins og
þau höfnuðu stórum ljósamöstrum í Hljómskálagarðinum þegar
flugvallaryfirvöld reyndu að fá þau í gegn.“
Þetta er mikilvægt atriði í umræðum um það hvort flugvöllur-
inn eigi að fara eða vera. Finnst borgarbúum upp til hópa í lagi að
ganga á náttúruna og möguleika þeirra til útivistar í þágu innan-
landsflugsins?
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykja-
víkur, andmælti fellingu skógarins í Öskjuhlíð harðlega í frétt
í vefútgáfu Fréttablaðsins í gær. Hann bendir á að það sé ekki
nauðsynlegt að fella trén. Málið snúist fremur um að takmarka
geti þurft fjölda farþega og þyngd farms í flugvélum sem taka
á loft í átt að Öskjuhlíðinni. Það komi hins vegar niður á hag-
kvæmni.
Full ástæða er til að spyrja hvers vegna fara eigi þá leið að
spilla útivistarsvæðum borgarbúa, fremur en að setja slíkar
takmarkanir og hlífa skóginum. Það er sömuleiðis tilefni til að
setja spurningarmerki við að fulltrúar flokksins sem kennir sig
við umhverfisvernd, Vinstri grænna, hafi séð ástæðu til þess að
standa að þessum samþykktum, bæði hjá ríki og borg. Er þetta
umhverfisverndarpólitík?
Eða er kannski í lagi að saga niður stærstu trén í Öskjuhlíðinni
af því að þau eru af útlendum tegundum?
Eru hagsmunir innanlandsflugsins númer eitt
og útivistar og náttúru númer tvö í Reykjavík?
Frekur flugvöllur
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
VIÐ VILJUM VITA
MÖGULEG INNGANGA ÍSLANDS Í
EVRÓPUSAMBANDIÐ SNÝST UM HAGSMUNI
ALMENNINGS – UM LÍFSKJÖR – UM FRAMTÍÐ.
KLÁRUM VIÐRÆÐURNAR OG SJÁUM
SAMNINGINN.
JAISLAND.IS
Fundið fé á lokasprettinum
Síðustu vikur og dagar fyrir kosningar
hafa löngum verið viðburðaríkir þar
sem meðal annars virðast finnast
fjármunir í margvísleg þjóðþrifa-
verkefni og önnur staðbundnari, auk
þess sem langvinn verkefni klárast
rétt í tæka tíð. Að undan-
förnu hefur ríkisstjórnin,
svo fátt eitt sé nefnt,
gengið frá samningi um
uppbyggingu á Bakka við
Húsavík, opnun fjármála
ríkisins, ókeypis tann-
lækningar fyrir börn (en
ekki öll börn í einu),
nýtt fangelsi, nýja
flugstöð og framlag
til endurbóta á
björgunarskipum.
Gömlu trikkin
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra á heiðurinn af síðustu þremur
málunum, en hann hefur boðað til
blaðamannafundar í Vestmanna-
eyjum í dag. Ekki þarf mikið hug-
myndaflug til að gefa sér að þar verði
lofað einu eða öðru um bættar sam-
göngur milli lands og Eyja. Ef rétt
er munað er núverandi Herjólfur
einmitt afsprengi sömu tilhneiging-
ar, en annar VG-liði, Steingrímur J.
Sigfússon, undirritaði kaupsamn-
ing um hann korteri fyrir
kosningar árið 1991.
Elstu trikkin í
bókinni
þreytast
seint.
Útgerðin og afkoman
Kristján Loftsson, stjórnarformaður
stórútgerðarinnar HB-Granda,
sagði í ræðu að þeim „óskapnaði“
sem veiðigjöldin væru þyrfti að
henda fyrir róða þar sem þau væru
íþyngjandi fyrir útgerðirnar.
Í gær var svo tilkynnt
að 1,7 milljarður króna
yrði greiddur hluthöfum
HB-Granda í arð fyrir
síðasta ár. Félagið greiddi
fyrir sama tíma rúmar 900
milljónir í veiðigjöld,
en hljómurinn vegna
meintrar skattpíningar
á útgerðina hlýtur að
vera æði holur í ljósi
slíkra upphæða.
thorgils@frettabladid.is