Fréttablaðið - 23.04.2013, Page 20

Fréttablaðið - 23.04.2013, Page 20
FÓLK|HEILSA Það eru ekki allir sem spretta upp á morgnana. Sumir láta klukkuna hringja aftur og aftur og byrja síðan daginn á að hella í sig kaffibolla til að komast í gang. Aðrir vakna syngjandi glaðir á hverjum morgni en eru síðan orðnir algjörlega orkulausir þegar líða fer á daginn í vinnunni. Mataræðið skiptir máli í þessu sem mörgu öðru. Dr. Anna Sigríður Ólafsdótt- ir, dósent í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir að ef orkan eigi að duga út vinnudaginn sé mikilvægt að fá nóg að borða. „Það þarf að gefa sér tíma til að borða því það er erfiðara að nærast vel á sífelldum hlaupum. Þótt búst-drykkur geti til dæmis alveg bjargað manni fyrir horn annað slagið stendur fljótandi máltíð almennt skemur með okkur en matur sem þarf að tyggja, auk þess sem máltíðin er þá gjarnan í léttari kantinum með tilliti til fjölda hitaeininga,“ segir hún. PRÓTEIN OG KOLVETNI „Gera má ráð fyrir að hæfileg hádegismáltíð sé í kringum 500-800 hitaeiningar fyrir flesta eða um 25- 30% af daglegri orkuþörf,“ segir hún og bætir við: „Hvort sem um er að ræða heitan mat eða bara samloku og skyr er lykilatriði að gleyma ekki grænmetinu því trefjarnar veita mikla fyllingu og auka seddutilfinn- inguna sem stendur þá jafnframt lengur með okkur. Gott er að miða við að þriðjungur máltíðarinnar að minnsta kosti sé grænmeti og ávextir en það má líka vel auka það hlutfall og stefna að því að græn- meti og ávextir fylli hálfan diskinn (eða hálfa máltíðina ef hún er ekki af diski).“ Anna Sigríður segir enn fremur að gott sé að hafa í huga, og sé líka í takt við svokallað diskamódel, „að sjá til þess að í hverri máltíð séu bæði próteingjafar og kolvetna- gjafar. Mér finnst heppilegt að miða við að hvort um sig sé um það bil á stærð við hnefann, því hnefinn er oft í ágætu samræmi við líkams- stærðina. Dæmi um góða próteingjafa eru fiskur, kjöt, baunir, egg, hnetur og fræ og vörur úr þessum hráefnum. Mjólkurvörur eru líka góðir prótein- gjafar og oftast blanda af bæði kolvetnum og próteini í senn. Kolvetnagjafarnir ættu að vera sem grófastir, við þurfum grófari brauð en flestir eru að velja sér í dag en úrvalið hefur aukist verulega á síðustu árum og því þarf maður að vera duglegur að velja rétt og miða helst við að trefjar séu 6 g/100 g af brauði. Aðrir kolvetnagjafir eru hvers konar kornvörur, helst heil- kornavörur, kartöflur og sætkartöfl- ur, svo dæmi séu nefnd.“ MATUR SNEMMA Þegar Anna Sigríður er spurð hvort rétt sé að sleppa síðdegishressingu segir hún það í lagi ef kvöldmatur er borðaður snemma. „Það er eitt- hvað sem sérstaklega barnafjöl- skyldur mættu temja sér því seinni- parturinn er erfiðasti tími dagsins hjá mörgum, bæði hvað orkuleysið varðar og um leið sá tími sem erfiðast er að standa freistingar og litlu bitarnir vilja bæði verða stærri og óhollari en maður ætlaði sér. Þegar kvöldmaturinn er seint eru litlir skrokkar líka oft orðnir of þreyttir til að hafa góða matarlyst. Annars þarf að temja sér að huga að því hvað er valið seinnipartinn þar sem ekki er gott að líði meira en 3-4 klukkustundir á milli mála og litlir krakkar þurfa jafnvel að borða á 2-3 tíma fresti,“ svarar hún. GÓÐ HVÍLD Samkvæmt bandarískri könnun sofa 63% Bandaríkjamanna of lítið. Fullorðin manneskja þarf að sofa frá sjö tímum upp í níu hverja nótt. Sex tíma svefn er of lítið. Þeir sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin ættu ekki að borða kvöldmat seint né heldur að drekka mikið. Mikill vökvi eykur líkurnar á að vakna um miðja nótt til að fara á salerni. Að minnsta kosti tíu mínútna göngutúr undir beru lofti gerir fólki gott sem á erfitt með svefn. Alls ekki drekka kaffi síðla dags og á kvöldin. Rannsóknir sýna enn fremur að börn sem fylgja breytilegum svefn- tíma eru þreyttari daginn eftir en börn sem fara alltaf að sofa á sama tíma. Það gildir líka um unglinga og fullorðið fólk. Best er því að fara á sama tíma í rúmið á hverju kvöldi. Einnig er mikilvægt að taka smá pásu frá störfum á hverjum klukku- tíma og hreyfa sig. Ekki er hollt að sitja allan daginn. ■ elin@365.is BURT MEÐ ORKU- LEYSIÐ SÍÐDEGIS MEIRI ORKA Margir kannast við vinnuþreytu eða orkuleysi þegar líður á dag- inn. Það sem borðað er í hádeginu getur skipt sköpum um hvernig líðanin er um eftirmiðdaginn. BORÐA SNEMMA Anna Sigríður bendir á að fjölskyldur ættu að borða kvöldmat snemma því oft eru allir orðnir þreyttir þegar heim er komið úr vinnu og skóla. MYND/STEFÁN ÞREYTA Margir kannast við að þegar líður á daginn dregur úr orku og vinnu- gleði. Með góðu mataræði og reglu- legum svefntíma er hægt að komast betur í gegnum daginn. MYND/GETTY Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Öll kínvesk leikfimi • Heilsu Qi Gong 5000 ára tækni• Heilsubætandi Tai chi• Kung Fu fyrir 4 ára og eldri Í samstafi við Kínveskan íþrótta háskóla Einkatímarog hópatímar Ein vika frítt í leikfimi. Skráðu þig sem fyrst Fyrir alla aldurshópa Fullt af tilboðum í gangi Save the Children á Íslandi FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.