Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 46
23. apríl 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26
LEIKHÚS ★★★★★
Englar alheimsins
Leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson og
Símon Birgisson Leikstjórn: Þorleifur
Örn Arnarsson.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Eftir langa bið hafa Englar alheims-
ins lent á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Tveimur áratugum eftir útkomu
einnar ástsælustu bókar þjóðarinnar
hefur saga Einars Más Guðmunds-
sonar verið færð í leikhúsbúning.
Þorleifur Örn Arnars son og Símon
Birgisson sjá um leikgerð en sá fyrr-
nefndi er einnig leikstjóri verksins.
Þeir félagar sækja efnivið sinn víða
en í leik ritinu er vísað á hugmynda-
ríkan máta í önnur verk Einars.
Annars er það fyrirmynd aðalpers-
ónu verksins, bróðir Einars, Pálmi
Örn Guðmundsson og verk hans sem
njóta sín á Þjóðleikhússviðinu. Pálmi
var sjálfur listamaður og hlaut
góða dóma fyrir ljóðabækur sínar. Í
dómi frá árinu 1984 voru ljóð Pálma
sögð hafa „sérstakan tón sem ná til
hjartans því þau hafa einkennilega
skarpa birtu og sýna manni nýja
fleti á tilverunni“. Segja má að leik-
ritið Englar alheimsins leitist við að
fanga þennan sérstaka tón sem ein-
kenndi sköpun Pálma.
Býður upp á nýja vídd
Eins og áður sagði þá þekkja nær
allir Íslendingar sögu Pálma, eða
Páls eins og hann er nefndur í
bókinni, og mörgum er virkilega
annt um að henni séu gerð góð skil.
Þeir Þorleifur og Símon notfæra sér
þær tilfinningar sem þjóðin ber til
verksins og gera persónuna, Pál,
að stjórnanda kvöldsins. Leikgerð
þeirra er frumleg og býður upp á
nýja vídd fyrir flytjanda að mæta
áhorfendum sínum. Páll er staddur á
stóra sviði Þjóðleikhússins með fullt
hús af áhorfendum sem eru mætt-
ir til að heyra hann flytja sögu sína
með hjálp leikara, tæknimanna og
annarra starfsmanna Þjóðleikhúss-
ins. Í stað þess að skapa algjörlega
nýja og sjálfstæða útfærslu á verk-
inu taka Þorleifur og Símon bók-
ina sem og kvikmynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar með inn í leikhúsið.
Þannig er ofsóknaræði Páls útfært
á áhrifamikinn hátt, bók Einars
Más er á sviðinu og svipmyndum úr
kvikmyndinni er varpað á stórt bíó-
tjald. Þessi stílbrögð eru sérlega vel
heppnuð, miðlarnir keppa ekki hvor
við annan heldur nýtir leikhúsið þá
til að þjóna sögunni. Leikmynd, bún-
ingar, tónlist, lýsing og myndbönd
vinna saman að því að skapa veru-
leika sem lýsir jafnan þeirri ringul-
reið sem einkennir hugarheim geð-
veiks manns en gefa einnig rými
fyrir lágstemmd augnablik og ein-
læg samtöl. Útlit sýningarinnar er
stórbrotið í alla staði.
Mögnuð tenging
Það er Atli Rafn Sigurðarson sem
fer með hlutverk listamannsins
Páls. Nálgun Þorleifs og Símonar
stillir Páli nálægt áhorfendum, þeir
eru gestir hans þetta kvöld, hann
er sögumaður og aðalleikari en
umfram allt stjórnandi kvöldsins.
Hlutverkið er virkilega krefjandi
en Atli Rafn skilar því með miklum
sóma. Hann nær á magnaðan hátt
að halda tengingu við áhorfendur
en jafnframt að túlka þann mikla
ólgusjó sem bærist innra með pers-
ónu hans. Þar birtist snilldarleg leik-
stjórn Þorleifs og frumlegar aðferð-
ir hans á leiksviðinu. Aðrir leikarar
standa einnig frammi fyrir fyrir-
framgefnum hug myndum áhorfenda
sem hafa flestir mætt persónum
verksins á síðum skáldsögunnar og
kvikmyndatjaldinu. En í stað þess
að etja kappi við fyrir rennara sína
eiga leikararnir í samræðu við fyrri
túlkanir, áhorf endum til skemmtun-
ar. Af afbragðs góðum flutningi ann-
arra leikara ber helst að nefna Egg-
ert Þorleifsson sem leikur Brynjólf,
geðlækni á Kleppi. Samband hans
við sjúklingana er sérstaklega fal-
legt í höndum Eggerts, en þar reyna
sérfræðingur og geðsjúklingar að
mætast á einhvers konar jafningja-
grundvelli.
Sá grundvöllur var, að mínu mati,
kjarninn í þessari stórkostlegu sýn-
ingu. Listamaður og geðsjúklingur
eignast einn helgasta stað Íslands,
stóra svið Þjóðleikhússins, eina
kvöldstund og þar með athygli upp-
áklæddra samborgara sinna sem
vilja ólmir heyra hvað hann hefur
að segja. Ádeilan er fólgin í því hve
sam félag okkar hefur jafnan haft
lítinn skilning á sögum annarra
vistmanna á Kleppi. Á meðan saga
þeirra hefur fengið bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs, sex
Edduverðlaun, framlag til Óskars-
verðlauna og nú rými á stóra sviði
Þjóðleikhússins hafa fyrirmyndir
sögunnar í gegnum tíðina upplifað
útskúfun úr samfélaginu.
Sólveig Ásta Sigurðardóttir
NIÐURSTAÐA: Fullkomin útfærsla á
skáldsögunni. Mögnuð leikhúsupplifun
þar sem unnið er með mörk heilbrigðis
og geðsýki á áhrifamikinn hátt sem
lætur engan ósnortinn.
Leikhús á öðru plani
ATLI RAFN Skilar hlutverki sínu með
miklum sóma að mati gagnrýnanda.
Fæst án lyfseðils
Verkjastillandi
bólgueyðandi
ÁNÆGJA
EÐA END
URGREIÐSLA!
Gildir frá 1. apríl - 30. júní 2013
FRJÁLSI
LÍFEYRISSJÓÐURINN
Ársfundur
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn
á morgun 24. apríl kl. 17.15 í höfuðstöðvum
Arion banka, Borgartúni 19.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning ársreiknings
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
5. Kosning stjórnar og varamanna
6. Kjör endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál
Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja
ára og tvo varamenn til eins árs. Tillögur um breytingar á
samþykktum sjóðsins má nálgast á frjalsilif.is
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.