Fréttablaðið - 23.04.2013, Side 56
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Rúm 26.000 áhorf
Vinsældir íslenska söngvarans
Ásgeirs Trausta virðast ekkert fara
dalandi en hann hefur náð góðri
fótfestu í bransanum hér á landi sem
og erlendis frá því að hann kom fyrst
fram á sjónarsviðið fyrir rúmu ári. Í
febrúar síðastliðnum tók hann upp
lagið Going Home í Toe Rag-hljóð-
verinu í London og hann setti mynd-
band úr upptökunni inn á síðuna
Youtube á föstudaginn. Aðdáendur
Ásgeirs voru ekki lengi að taka við
sér og í gær höfðu rúmlega 26.000
manns horft á myndbandið
á netinu. Það er nóg
fram undan hjá
Ásgeiri Trausta sem
spilar til að mynda
á sínum fyrstu tón-
leikum í Bretlandi í
maí, með John Grant.
Íslendingar geta
þó barið hann
augum fyrir
þann tíma
því hann
spilar
með
Pétri
Ben á
Faktorý á
föstudag-
inn. - trs
Rannsakar konur í tónlist
Tónlistarkonan Lára
Rúnarsdóttir hefur fengið
styrk frá Rannís til að skoða
stöðu kvenna í tónlist á Ís-
landi. Rannsókn hennar er gerð
fyrir FÍH, félag íslenskra
hljómlistarmanna, og
KÍTÓN, konur í tónlist,
og er hluti af loka-
verkefni hennar í
kynjafræði við
Háskóla Íslands.
Lára er einnig
varafor-
maður hins
nýstofnaða
félags KÍTÓN
en formaður
félagsins er
Védís Hervör
Árnadóttir. - fb
Mest lesið
1 Egill fer með rangt mál – hann
skuldar Steingrími viskífl ösku
2 Krefst þess að biskup víki Sigríði úr
starfi
3 „Hann er unglegur drengurinn“
4 Lögmaður grunaður í dópmáli
5 Kajakmaður drukknar
6 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík
7 Gunnar Smári um gildi alkapillu
8 Kassavínið varasamt
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
NÝ
KILJA