Fréttablaðið - 09.05.2013, Qupperneq 2
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
FÓLK „Við tökum eitt hverfi á dag. Þetta er fyrst grófhreinsað og svo
komum við og þvoum yfir þetta á eftir, “ segir Hinrik Pálmason,
starfsmaður hjá Hreinsitækni, sem ekur um á vatnsbíl og þvær götur
borgarinnar þessa daga.
Hinrik segir göturnar koma ívið betur undan vetri þetta sumarið
enda veturinn frekar snjóléttur. „Óhreinindin eru samt alveg nóg
fyrir það,“ segir hann og bendir á að alltaf sé mikið af sandi og drullu
eftir veturinn. Íbúum í þeim hverfum þar sem hreinsun mun fara
fram í er gert viðvart með bréfi og þeir beðnir um að liðka til og færa
bíla sína af þeim götum sem þrífa á hverju sinni. Hinrik segir það upp
og ofan hvernig íbúar bregðast við þeim tilmælum. - hó
Starfsmenn þvottabílsins hreinsa í óðaönn eftir veturinn:
Sópa og þvo götur og gangstéttar
ÞRIF Hinrik Pálmason, starfsmaður Hreinsitækni, þvær göturnar á þvottabílnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
UMHVERFISMÁL Sex hundruð lítrar
af dísilolíu láku niður á bílaplan
í Bláfjöllum um hádegisbil gær
þegar tankur sem flytja átti með
þyrlu að Þríhnúkagíg losnaði úr
festingu og sprakk.
Bílaplanið er í jaðri vatns-
verndarsvæðis. Eitthvað af olíu
fór út af planinu.
„Þetta lítur þokkalega út. Við
erum búnir að hreinsa upp þrjá
vörubíla af jarðvegi og erum
komnir niður á frosna jörð,“
sagði Páll Stefánsson, heilbrigðis-
fulltrúi í Kópavogi, á áttunda
tímanum í gærkvöld.
Olían var ætluð á dísilrafstöð
ferðaþjónustu í Þríhnúkagígi.
Flytja átti alls 1.600 lítra af olíu.
Páll sagði eitthvað hafa gefið sig
þegar þyrlan var nýkomin í loft-
ið. Hætt var við að flytja það sem
eftir var af olíunni.
Árný Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur, sagði heilbrigðis-
eftirlitin mjög hafa varað við öllu
því álagi sem sé á vatnsverndar-
svæðinu; með skíðasvæði, Þrí-
hnúkum og miklum bílaflota.
„Við þurfum að vera á varðbergi
og auka sýnatökur næstu daga
og vikur í vatnsbólunum,“ sagði
Árný.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Orkuveitunnar, sagði
það líklega mikilvægasta hlut-
verk fyrirtækisins að sjá fyrir
neysluvatni. Það hafi varað við
fyrirhuguðum umsvifum við Þrí-
hnúkagíga. „Við erum ekki hrifin
af þessu,“ sagði Eiríkur. - gar
Alvarlegt óhapp þegar flytja átti olíugeymi með þyrlu fyrir ferðamannaþjónustu á vatnsverndarsvæði:
Til stóð að flytja 1.600 lítra á Þríhnúkagíg
HREINSUNARAÐGERÐIR Á þriðja tug
rúmmetra af olíu menguðum jarðvegi,
möl og snjó var flutt af svæðinu.
MYND/KJARTAN HREINN NJÁLSSON
ÍTALÍA, AP Fjögurra ára fangelsis-
dómur yfir Silvio Berlusconi, fyrr-
verandi forsætisráðherra Ítalíu, var
staðfestur í áfrýjunarrétti í gær.
Dómurinn er vegna skattalagabrota.
Dómstóll í Mílanó dæmdi
Berlusconi fyrir skattsvik í októ-
ber síðastliðnum. Hann var dæmd-
ur í fjögurra ára fangelsi og var
bannað að gegna opinberu embætti
í fimm ár. Hann var dæmdur fyrir
að blása upp verð á sýningarrétti á
kvikmyndum sem fyrirtæki hans
Mediaset keypti, til þess að forðast
að borga skatta.
Berlusconi var dæmdur í árs
fangelsi í mars síðastliðnum fyrir að
hafa látið leka hleruðum símtölum
pólitísks andstæðings síns og látið
birta upplýsingarnar í dagblaði.
Hann hefur neitað þeim sökum og
búist er við því að hann áfrýi þeim
dómi líka.
Þriðja dómsmálið gegn forsætis-
ráðherranum fyrrverandi snýr að
vændiskaupum. Hann er sakaður
um að hafa keypt vændi af ólög-
ráða stúlku og að hafa í framhald-
inu misnotað vald sitt með því að
þrýsta á lögreglu að leysa stúlkuna
úr varðhaldi.
Nú er búist við því að Berlusconi
áfrýi fyrsta málinu til Hæsta-
réttar Ítalíu. Hann hefur neitað
sök og sagt að dómsmálið eigi sér
pólitískar rætur. Hvernig sem fer
fyrir hæstarétti er talið ólíklegt að
hann muni þurfa að sitja í fangelsi
vegna málsins. - þeb
Berlusconi gerðist sekur um skattsvik og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi:
Staðfestu dóm yfir Berlusconi
SILVIO BERLUSCONI Forsætis-
ráðherrann fyrrverandi er orðinn
vanur því að sitja í réttarsal, en
tvö önnur dómsmál gegn honum
eru í gangi í réttarkerfinu á Ítalíu.
NORDICPHOTOS/AFP
AKUREYRI „Ljóst er að hér er verið
að breyta skipulagi í þágu verk-
taka frekar en eftir sýn skipu-
lagsnefndar og það sem uppruna-
lega var lagt upp með,“ bókuðu
Edward H. Huijbens V-lista og
Sigurður Guðmundsson A-lista
þegar bæjarstjórn Akureyrar
samþykkti breytingu á aðalskipu-
lagi vestan Kjarnagötu. Íbúðir
séu settar á svæði sem ekki hafi
verið ætlað undir byggð.
„Mögulega bakast með þessu
skaðabótaskylda gagnvart núver-
andi íbúum,“ bókuðu Edward og
Sigurður. - gar
Bæjarfulltrúar mótmæla:
Segja skipulag
hygla verktaka
SPURNING DAGSINS
Sigríður, ætlarðu að helga
verðlaunagripum krafta þína?
„Já, það er ekki fyrir væskla að
hanna svona gripi.“
Sigríður Heimisdóttir er vöruhönnuður. Hún
hefur hannað verðlaunagripi fyrir Íslands-
meistaramótið í klassískum kraftlyftingum
sem eru þungir og má nota sem lóð.
AKUREYRI BLÖNDUÓS
BORGARNES EGILSSTAÐIR
HÖFN ÍSAFJÖRÐUR
PATRÓ REYÐARFJÖRÐUR
REYKJANESBÆR REYKJAVÍK
SELFOSS SIGLUFJÖRÐUR
STYKKISHÓLMUR
VESTMANNAEYJAR
sunnudaginn 12. maí
GÖNGUM
SAMAN
MENNTAMÁL Flestir nemendur
tíundu bekkjar grunnskóla vilja
fara í Verzlunarskólann næsta
haust ef marka má niðurstöður for-
innritunar sem birtar hafa verið á
menntagátt.is. Alls völdu 478 nem-
endur skólann sem fyrsta val en
231 sem annað val. Alls hafa því
709 nemendur áhuga á að stunda
nám við skólann. Í boði eru 308
pláss fyrir nýnema við skólann.
Ingi Ólafsson, skólastjóri
Verzlunar skólans, segir vin sældir
skólans hafa verið við það sama
síðustu ár. „Það eru tískusveiflur
í þessu eins og öðru en þessi tísku-
sveifla hefur varað frekar lengi.“
Spurður hvernig megi útskýra
þessar vinsældir segir hann freist-
andi að segja að það sé vegna þess
að skólinn sé góður. „Annars er það
örugglega samspil margra þátta,
en bekkjarkerfið spilar örugglega
inn í og þetta er gamall skóli með
gott orðspor og gott félagslíf.“
Á eftir Verzlunarskólanum í vin-
sældum kemur Menntaskólinn í
Hamrahlíð, en 375 nemendur völdu
hann sem fyrsta val og 341 í annað.
Alls vilja 716 fara í skólann næsta
haust en laus pláss eru 260.
Mikill fjöldi valdi Kvenna-
skólann í Reykjavík sem annað
val, eða 434, en sem fyrsta val
völdu 275 skólann. Það gerir alls
709 manns sem vilja fara í skólann
en aðeins eru 220 pláss í boði.
„Þetta er auðvitað bara forinn-
ritunin en þetta er held ég mjög
svipað og var í fyrra.“ segir Oddný
Hafberg, aðstoðarskólameistari í
Kvennaskólanum í Reykjavík.
Ásóknin er mikil og ljóst að ekki
komast allir að sem vilja. „Það er
ljóst að ekki komast allir inn og
þannig hefur það verið. Við tókum
Flestir vilja komast í
MH, Verzló og Kvennó
Forinnritun nemenda í tíunda bekk grunnskóla í framhaldsskóla er lokið. Ljóst er
að hluti nemenda þarf að endurskoða val sitt vegna mikillar ásóknar í einstaka
skóla. Eftirspurn skólasæta hjá fimm vinsælustu er langt umfram framboð.
VINSÆLL Nám við Verzlunar skólann
er vinsælt í ár sem endranær.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Skóli Val 1 Val2 Laus pláss
Verzlunarskóli Íslands 478 231 308
Menntaskólinn við Hamrahlíð 375 341 260
Menntaskólinn í Reykjavík 279 147 230
Kvennaskólinn í Reykjavík 275 434 220
Menntaskólinn við Sund 227 313 224
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 208 65 220
Verkmenntaskólinn á Akureyri 195 237 210
Fjölbrautaskóli Suðurlands 186 61 215
Menntaskólinn á Akureyri 182 91 220
Tækniskólinn 158 184 175
HEIMILD: MENNTAGÁTT.
➜ Tíu vinsælustu framhaldsskólarnir
Niðurstöður forinnritunar sýna
að mjög stórir hópar sækja
um skólavist í fjórum skólum,
Verzlunarskólanum, MH, MR og
Kvennaskólanum og er fjöldi
umsókna í fyrsta vali fyrir hvern
þessara skóla talsvert umfram
fjölda lausra plássa. Því er ljóst
að hafi nemendur sótt um tvo af
þessum skólum (fyrsta og annað
val) gætu þeir endað skólalausir
séu einkunnir þeirra ekki nægi-
lega háar.
Nemendur gætu endað skólalausir
reyndar fleiri inn í fyrra, en þá
höfðum við meira pláss. En 220
verður líklega inntakan hjá okkur
í ár.“
Hún segir andann í skólanum
vera mjög góðan og að skólinn búi
yfir mjög góðum kennurum. Námið
sé gott, sem og staðsetning skólans.
„Ég hugsa að það sé margt sem
spili saman. Nemendur sem hafa
verið hér eru líka mjög duglegir
að tala vel um skólann og auglýsa
hann sjálfir mjög mikið.“
Sífellt fleiri strákar sækja um
nám í Kvennaskólanum en að sögn
Oddnýjar eru piltar nú um fjörutíu
prósent nemenda.
hanna@frettabladid.is
NOREGUR Tveggja er saknað og
tíu manns slösuðust þegar brú
hrundi í úthverfi Þrándheims í
gærdag.
Framkvæmdir stóðu yfir við
brúna, sem var enn í byggingu,
þegar slysið varð. Sex hinna slös-
uðu voru verkamenn að störfum
á eða við brúna. Að minnsta
kosti einn bíll keyrði undir brúna
þegar hún hrundi. Tveir voru í
þeim bíl og eru taldir vera látnir
undir rústunum. Mögulegt er að
fleiri séu fastir undir brúnni.
Enn er ekki víst hvað olli því að
brúin hrundi. - þeb
Tveggja saknað:
Brú í byggingu
hrundi í Noregi