Fréttablaðið - 09.05.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.05.2013, Blaðsíða 36
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Þegar mannskæð sprengja springur í London miðri kemur í ljós að tilræðismaðurinn er fyrr- verandi liðsmaður stjörnuflotans, John Harrison að nafni. Ljóst er að Harrison hefur skipulagt fleiri árásir og kemur það í hlut áhafnar innar á stjörnuskipinu Enter prise að stöðva hann áður en meiri mannskaði hlýst. Kvikmyndin Star Trek: Into Darkness er sú tólfta í Star Trek myndaröðinni og er í leikstjórn J.J. Abrams sem leikstýrði einnig Star Trek frá árinu 2009. Abrams var einn af höfundum sjónvarps- þáttanna Felicity sem sýndir voru á árunum 1998 til 2002. Hann er einnig höfundur sjónvarpsþátt- anna Alias, Lost, Fringe og Per- son of Interest. Meðal kvikmynda sem hann hefur leikstýrt má nefna stórmyndina Armageddon frá árinu 1998 og Mission: Impos- sible III frá 2006. Chris Pine og Zachary Quinto fara með hlutverk félaganna James T. Kirk og Spocks í mynd- inni. Með önnur hlutverk fara Benedict Cumberbatch, Zoe Saldana, Karl Urban, Simon Pegg og Alice Eve. Star Trek: Into Darkness fær góða dóma víða og samkvæmt gagn- rýnanda Variety er myndin það vel gerð og ákaflega ánægjuleg áhorfs að erfitt sé að finna að henni. Gagn- rýnandi Hollywood Reporter líkir myndinni aftur á móti við stóra vél sem gerir það sem krafist er af henni en er sneydd persónuleika og stíl. Into Darkness hlýtur 83 pró- sent í einkunn á vefsíðunni Rotten- tomatoes.com og 8,4 í einkunn á Imdb.com. - sm Ánægjuleg geimferð Kvikmyndin Star Trek: Into Darkness verður frumsýnd annað kvöld. Myndin er sú tólft a í Star Trek myndaröðinni og skartar Chris Pine í hlutverki James T. Kirk. Stutt- og heimildarmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs fer fram í ellefta sinn dagana 9. til 16. maí í Bíói Paradís, Kexi Hosteli og í Slipp Bíói sem er í Hótel Marina. Verðlaun eru veitt í tveimur keppnisflokkum; besta heimildar- mynd nýliða og besta íslenska stuttmyndin. Átta myndir keppa í síðarnefnda flokknum og sex erlendar heimildar myndir keppa í fyrrnefnda flokknum. Heimildar myndirnar eiga það allar sameigin legt að vera fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjórans. Aðrir sýningarflokkar á hátíð- inni eru pólskar stuttmyndir, þýskar stuttmyndir, LGBT stutt- og heimildarmyndir, náttúra og útivist og loks íslenskar konur í kvikmyndagerð. Stutt- og heimildar- myndir í Paradís Bíóhátíðin Reykjavík Short & Docs hefst í dag. STUTT Í PARADÍS Stutt- og heimildarmynda hátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁRATUGALÖNG SAGA STAR TREK 1966–1969 Þættirnir hófu göngu sína á NBC-sjón- varpsstöð- inni þann 8. september 1966 og skörtuðu leikaranum William Shatner í hlut- verki kapteins James T. Kirk. 1987–1994 The Next Genera- tion gerist rúmri öld eft ir að Kirk og félagar fóru djarfl ega á staði sem enginn hafði áður komið á. Patrick Stewart fór með hlutverk kapteins Jean-Luc Picard og stýrði nýju skipi; Enterprise-D. 1993–1999 Deep Space Nine hefst þar sem söguþræði The Next Generation lauk. Avery Brooks fer með hlutverk fl ugsveitar- foringjans Benjamins Sisko. 1995–2001 Kate Mulgrew leikur kaptein Kathryn Janeway, fyrsta kvenkyns skipherrann í sögu Star Trek. Voyager gerist um svipað leyti og Deep Space Nine. 2001–2005 Enterprise- þáttaröðin gerist á ár- unum fyrir upprunalegu þáttaröðina. Scott Bakula fer með hlutverk kapteins Jonathans Archer. Hrollvekjan Mama í leikstjórn Andrés Muschietti er á meðal þeirra kvikmynda sem verða frumsýndar um helgina. Mynd- in segir frá systrunum Victoriu og Lilly, sem hverfa daginn sem faðir þeirra myrti móður þeirra. Föðurbróðir stúlknanna og sam- býliskona hans, sem leikin eru af Nikolaj Coster-Waldau og Jessicu Chastain, leita að stúlkunum í fimm ár þar til þær finnast dag einn í niðurníddum kofa. Stúlkurn- ar eru mannfælnar og dýrslegar í hegðun í fyrstu en Lucas og Anna- bel eru staðráðin í að taka þær í fóstur. Fljótlega fara þó dularfullir og hræðilegir atburðir að gerast. Nýjasta kvikmynd leikstjór- ans Harmony Korine, Spring Breakers, verður frumsýnd í Laugarásbíói á mánudag. Kor- ine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvik- myndinni Kids. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vand- ræðum eftir kynni sín við eitur- lyfjasala að nafni Alien. Heimildarmyndirnar How to Survive a Plague og Mission to Lars verða frumsýndar í Bíói Paradís. Fyrrnefnda myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og fjallar um baráttu bandarískra grasrótarsamtaka við heilbrigðis- kerfið og lyfjaiðnaðinn þegar alnæmisfaraldurinn geisaði meðal samkynhneigðra á níunda áratugn- um. Hrollvekjur og heimildarmyndir Hrollvekjan Mama og heimildarmyndin Mission to Lars verða frumsýndar í bíóhúsum um helgina. HROLL- VEKJANDI Hryllings- myndin Mama er á meðal þeirra kvikmynda sem frum- sýndar verða um hel- gina. Myndin skartar Nikolaj Coster-Waldau og Jessicu Chastain í aðal- hlutverkum. 1965 1995 2013 1979 - Star Trek: The Motion Picture 1982 - Star Trek II: The Wrath of Khan 1984 - Star Trek III: The Search for Spock 1986 - Star Trek IV: The Voyage Home 1989 - Star Trek V: The Final Frontier 1991 - Star Trek VI: The Undiscovered Country 1994 - Star Trek Generations 1996 - Star Trek: First Contact 1998 - Star Trek: Insurrection 2002 - Star Trek: Nemesis 2009 - Star Trek 2013 - Star Trek Into Darkness Opið verður frá kl. 10–17 í Bláfjöllum. Snjóbrettagarðurinn verður opinn allan daginn. Síðasta opnun vetrarins í dag, uppstigningardag skidasvaedi.isUpplýsingasími 530 3000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.