Fréttablaðið - 09.05.2013, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. maí 2013 | FRÉTTIR | 11
➜ Opinberi geirinn
1. Sameining stofnana
■ Fjöldi og smæð stofnana dregur úr
sérhæfingu og gæðum veittrar þjónustu
■ Ráðast má strax í fjögur sameiningarverkefni
sem skila miklum ávinningi. Löggæslu-
stofnunum verði fækkað úr 17 í 1, heilbrigðis-
stofnunum úr 16 í 7, framhaldsskólum úr 33 í
8 og sýslumönnum úr 26 í 1.
2. Efling sveitarstjórnarstigsins
■ Stærri sveitarfélög hafa minni burði til að
veita íbúum sínum þjónustu og eru dýrari í
rekstri
■ Fækka mætti sveitarfélögum úr 74 í 12 án
þess að breyta núverandi landshlutaskiptingu.
Slík sameining myndi bæta rekstur sveitar-
stjórnarstigsins um 7% á ári
3. Heildstæð innkaupastefna
4. Skilvirkari þjónustusamningar
5. Aukið rafrænt þjónustuframboð
6. Betri heilbrigðisþjónusta
■ Fjárveitingar til ólíkra landsvæða þarf að
veita út frá þörf íbúa fyrir heilbrigðisþjónustu
en ekki innviðum sem eru fyrir
■ Festa þarf heilsugæsluna í sessi sem fyrsta
áfangastað sjúklinga
7. Skilvirkara menntakerfi
■ Íslenska menntakerfið er dýrt en skilar
ekki sama árangri og menntakerfi nágranna-
landanna
■ Tækifæri til framleiðniaukningar mest á
grunnskólastigi. Stækkun kennsluhlutfalls og
fækkun námsára skilar mestum ávinningi.
8. Aukin atvinnuþátttaka öryrkja
➜ Innlendi þjónustugeirinn
1. Stjórnvöld og atvinnulíf starfi saman að
eflingu samkeppnisumhverfis
■ Á Íslandi ríkir umtalsverð samþjöppun og
algengt er að fá fyrirtæki standi undir stórum
hluta markaðarins. Samt eru íslensk fyrirtæki
smá. Finna þarf rétt jafnvægi milli samkeppni
og stærðarhagkvæmni.
2. Stjórnvöld framkvæmi samkeppnismat við
reglusetningar
■ Ríki og sveitarfélögum verði gert skylt að
notast við samkeppnismat að alþjóðlegri fyrir-
mynd við reglusetningu
3. Stuðlað verði að aukinni samkeppni á
búvöru markaði
■ Lækka ætti almenna tolla um 50% og
afnema tolla á svína- og alifuglakjöti að fullu
auk tolla á vörum sem keppa ekki við innlenda
framleiðslu.
4. Ráðist verði í átak til að einfalda regluverk
■ Regluverk getur haft mikil áhrif á efnahags-
lega frammistöðu í gegnum beinan kostnað og
framleiðnitap. Því er afar brýnt að regluverk sé
nægjanlega skilvirkt til að jákvæðir þættir þess
vegi þyngra en þeir neikvæðu
5. Neysluskattar verði jafnaðir og einfaldaðir
■ Miklar undanþágur frá virðisaukaskatti draga
úr skilvirkni og innheimtum skatti skatt-
kerfisins
■ Gera má kerfið hagkvæmt og gagnsætt með
afnámi tolla og vörugjalda og einu lægra virðis-
aukaskattsþrepi án kostnaðar fyrir ríkissjóð
6. Áskorunum vegna skuldsetningar atvinnu-
lífsins verði mætt með skilvirkum hætti
➜ Auðlindageirinn
1. Samræmd stjórnun auðlinda
■ Núverandi fyrirkomulag auðlindastjórnunar
er flókið og án hlutverkaskiptingar við ferlisins.
Einfaldara fyrirkomulag er betra og skal stuðla
að því að auðlindir séu nýttar til verðmæta-
sköpunar á sjálfbæran og hagkvæman hátt
2. Straumlínulagað leyfisveitingaferli
3. Arðbærari orkuframleiðsla
■ Arður ríkisins af Landsvirkjun er neikvæður
ef ábyrgð á skuldum er tekin með í reikninginn
■ Hið opinbera getur aukið virði eigna sinna í
Landsvirkjun með eigendastefnu sem dregur
úr pólitískum þrýstingi
■ Frelsi í fjármögnun myndi auka virði Lands-
virkjunar enn frekar með því að gera félaginu
kleift að vaxa á hagkvæmum hraða
4. Tækifæri í raforkusölu um sæstreng
5. Sjálfbær uppbygging ferðamannastaða
■ Án stjórnunar á flæði ferðamanna skemmast
vinsælustu ferðamannastaðirnir vegna álags
■ Aðgangsgjöld draga úr átroðningi og skapa
tekjur fyrir uppbyggingu ferðamannastaða
6. Langtímasamningar í fiskveiðum
■ Arðsemi og framleiðni í sjávarútvegi er með
því besta sem þekkist. Sátt um kerfið skortir
hins vegar og þar með pólitískan stöðugleika.
■ Langtímasamningar um nýtingarrétt gett
tryggt hagkvæmni og sátt
7. Skilvirkt stuðningskerfi landbúnaðar
■ Niðurgreiðslur þurfa að færast frá sér-
tækum búgreiðslustuðningi í átt að almennari
jarðræktarstuðningi.
➜ Alþjóðageirinn
1. Aukið menntunarstig með styttingu grunn-
og framhaldsskólanáms
■ Íslenskum nemendum verði gert kleift að út-
skrifast á sama aldri og nemendur í nágranna-
löndunum. Með því að stytta grunn- og
framhalds skóla um eitt ár hvorn mætti minnka
brottfall um 60%, fjölga háskólanemum og
auka hlutfall starfandi.
2. Hvatar til að fjölga tækni- og raungreina-
menntuðum
■ Hlutfall sem útskrifast úr raungreinum og
verkfræði lægst hér af Norðurlanda ríkjunum
■ Auka þarf áhuga ungmenna á tækni- og
raungreinum, auka hlutfall kennslustunda í
raungreinum og efla færni kennara.
3. Skattaívilnanir og forgangsafgreiðsla fyrir
erlenda sérfræðinga
■ Samkeppnishæfni Íslands um vinnuafl á
alþjóðlegum vinnumarkaði er ábótavant
4. Opinbert fjármagn til rannsóknarstarfs verði
nýtt með skilvirkari hætti
■ Hátt hlutfall fjárfestinga í rannsóknum og
þróun skilar sér ekki sem skyldi í nýsköpunar-
og atvinnutækifærum.
■ Einfalda þarf úthlutunarkerfi opinerra rann-
sókna- og þróunarstyrkja sem leiðir til aukinnar
skilvirkni og gagnsæi
5. Öflug fjárfestingaeining einkaaðila og hins
opinbera á sprota- og vaxtastigi
6. Byggðir verði upp skattalegir hvart til fjár-
festinga í nýsköpun
7. Regluverk fyrir erlenda fjárfestingu verði
bætt
HELSTU TILLÖGUR VERKEFNISSTJÓRNAR SAMRÁÐSVETTVANGSINS
NÝSKÖPUN EYKUR
VERÐMÆTI
Arion banki styður við nýsköpun í atvinnulífinu
Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka hafa nýsköpun
að leiðarljósi í sinni viðskiptaþróun og eru að ná eftirtektar-
verðum árangri.
Við bjóðum þér á námskeið
Mörg framsæknustu fyrirtæki heims nota Business Model Canvas
við að þróa starfsemi sína og efla nýsköpun. Við bjóðum þér á
námskeið um Business Model Canvas í höfuðstöðvum Arion banka
30. maí nk. kl. 9–10.30.
Skráning og nánari upplýsingar á arionbanki.is.