Fréttablaðið - 09.05.2013, Qupperneq 6
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
DÓMSMÁL Ólafur Þór Hauksson,
sérstakur saksóknari, krefst átján
mánaða fangelsisdóms yfir Lýði
Guðmundssyni í Exista-málinu svo-
kallaða. Þá krefst hann sex til átta
mánaða fangelsisdóms yfir lög-
manninum Bjarnfreði Ólafssyni.
Þetta kom fram á lokadegi aðal-
meðferðar málsins í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
„Sé einhvern tímann ástæða til
að beita refsiákvæðum hlutafélaga-
laganna af fullum þunga þá er það
í þessu máli,“ sagði Ólafur. Refsi-
ramminn fyrir brot af þessu tagi
er tvö ár.
Málið snýst um fimmtíu milljarða
hlutafjárhækkun Existu í desem ber
2008, sem einungis var greiddur
fyrir einn milljarður króna. Hann
var að auki fenginn að láni frá Lýs-
ingu.
Ákæruvaldið segir þetta í aug-
ljósri andstöðu við 16. grein hluta-
félagalaga um að ekki megi greiða
minna en nafnverð fyrir hluti og
fullyrðir að eini tilgangurinn með
fléttunni, sem hann kallaði bíræfna
og ósvífna ráðagerð, hafi verið að
tryggja Lýði og bróður hans Ágústi
áframhaldandi yfirráð yfir Existu
eftir að Nýja Kaupþing opinberaði
áform sín um að taka félagið yfir. Í
því skyni hafi bæði stjórn Existu og
Fyrirtækjaskrá verið blekkt.
Ólafur sagði málið fordæma-
laust. „Brot ákærðu eru stórfelld
og stuðluðu að því að ákærði, Lýður,
eignaðist stóran hlut í almennings-
hlutafélagi með ólögmætum hætti,“
sagði hann. „Það er vandséð í hvaða
tilfellum er hægt að brjóta af sér
með alvarlegri hætti gagnvart
hlutafélagalögum.“
Gestur Jónsson, verjandi Lýðs,
eyddi drjúgum hluta málflutnings-
ræðu sinnar í að að rökstyðja að
ákæran stæðist ekki skoðun; í
henni væri Lýður ákærður sem
stjórnarmaður félagsins BBR ehf.,
sem keypti hlutina í Existu, en ekki
sem formaður stjórnar Existu, sem
samþykkti hinn meinta ólögmæta
gjörning. Þar með væri málinu í
raun snúið á haus.
„Einhvers staðar á leiðinni frá
upphafi rannsóknar og að útgáfu
ákæru urðu hinn ágæti saksóknari
og heilbrigð skynsemi viðskila,“
sagði Gestur.
Þorsteinn Einarsson, verjandi
Bjarnfreðs, gagnrýndi mjög að
skjólstæðingur hans væri ákærður
fyrir að sinna eðlilegum lögmanns-
störfum með því að senda tilkynn-
ingu til Fyrirtækjaskrár.
„Það er fráleitt að skjóta sendi-
boðann,“ sagði hann og benti á að
málið byggði í raun allt á mistök-
um Fyrirtækjaskrár, þar sem hluta-
fjáraukningunni var hleypt í gegn
athugasemdalaust fyrir vangá ólög-
lærðs starfsmanns.
„Ef Fyrirtækjaskrá hefði sinnt
lagaskyldu sinni væri ekkert mál
í gangi,“ sagði hann. Dómur verð-
ur að líkindum kveðinn upp innan
fjögurra vikna. stigur@frettabladid.is
Það er
vandséð í
hvaða
tilfellum er
hægt að
brjóta af sér
með alvar-
legri hætti gagnvart
hlutafélagalögum.
Ólafur Þór Hauksson
sérstakur saksóknari
Krefst 18 mánaða
fangelsis yfir Lýði
Sérstakur saksóknari segir að sé einhvern tíma ástæða til að nýta refsiheimild
hlutafélagalaga til fullnustu sé það í Exista-málinu gegn Lýði Guðmundssyni.
Í HÉRAÐSDÓMI Lýður og Bjarnfreður segjast báðir alsaklausir af ákærunni og telja
hana raunar fráleita. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
1. Hvaða starfsemi er fyrirhuguð í
gamla sláturhúsinu á Patreksfi rði?
2. Í hvaða landi vann áhugaljósmynd-
arinn Oscar Bjarnason til verðlauna?
3. Hvaða stétt íhugar vinnustöðvun ef
ekki verður hlustað á kröfur þeirra?
SVÖR:
1. Hótelrekstur 2.Dubai. 3. Stundakenn-
arar í H.Í.
FÓLK Hópur nema við Háskólann í Reykjavík hyggst
koma á markað litlum kubbi í ísmolalíki sem segir
til um hvort nauðgunarlyfi hafi verið komið fyrir í
drykk. Kubburinn gengur undir nafninu Safe-cube.
„Hugmyndin er sú að kubburinn liggi í drykknum,
eins og klaki. Ef efnaskipti verða í drykknum, eins
og gerist þegar lyf er sett út í, þá lýsir kubburinn
upp drykkinn og gefur frá sér varnarmerki. Þannig
getur fólk inni á skemmtistöðum tekið þátt í eftir-
litinu með byrlunum,“ segir Jón Orri Kristinsson,
einn forsprakka verkefnisins.
Verkefnið var unnið í tengslum við
nýsköpunar námskeið við Háskólann í
Reykjavík. Þróunarvinna hugmyndarinnar
er komin af stað og eru aðstandendur von-
góðir um að koma kubbnum á markað 2014.
Nú þegar hafa nemendurnir fengið til liðs
við sig efnaverkfræðing í Noregi við þróun
og einnig hefur eigandi textílverksmiðju í
Taílandi lýst yfir áhuga á framleiðslunni. Einnig
tóku skemmtistaðaeigendur sem hópurinn ræddi við
afar vel í framtakið. „B5 og Austur vildu bara kaupa
kubbinn strax. En við eigum ennþá töluvert langt í
land með að fullkomna vöruna,“ segir
Jón Orri. - mlþ
Íslenskir frumkvöðlar vinna að forvörn gegn byrlunum á skemmtistöðum:
Ísmoli gegn nauðgunarlyfjum
VIÐSKIPTI Hlutabréf Trygginga-
miðstöðvarinnar (TM) enduðu í
26,70 krónum á hlut í lok fyrsta
viðskiptadags með bréfin í Kaup-
höll Íslands í gær. Hækkunin frá
útboðsgengi, sem var 20,10 krónur,
nemur rétt tæpum þriðjungi.
Eftir útboðið var stærsti hluthaf-
inn í TM Lífeyrissjóður verzlunar-
manna með um 9,9 prósenta hlut.
TM er annað félagið sem skráð
er á íslenska markaðinn á þessu
ári, en áður var tryggingafélagið
VÍS skráð á markaðinn.
Í ávarpi við undirritun samn-
ings við Kauphöllina og upphaf
viðskipta með bréf félagsins bauð
Sigðurður Viðarsson, forstjóri TM,
nýja hluthafa velkomna. „TM hefur
farið í gegnum miklar breytingar
síðan 2008 þegar félagið var síð-
ast í Kauphöllinni. Afkoma okkar
af vátryggingastarfsemi var á síð-
asta ári sú besta á íslenska mark-
aðnum,“ sagði hann og kvað mark-
mið TM að vera í fararbroddi við
áhættumat, góð verð og góða þjón-
ustu. - óká
Lífeyrissjóður verzlunarmanna á mest í Tryggingamiðstöðinni (TM) sem skráð var í Kauphöll í gær:
Bréf TM hækkuðu um þriðjung frá útboði
Í KAUPHÖLLINNI Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hringir kauphallarbjöllu Nasdaq
OMX Iceland við opnun markaðar í gær í tilefni af skráningu TM. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEISTU SVARIÐ?
www.mba.is
Kynntu þér MBA-nám við Háskóla Íslands.
Kynningarfundur og létt hádegishressing 11. maí kl. 12:30-13:00
í stofu 101 á Háskólatorgi.
Eftir fundinn kl. 13:00-13:30 verður gestum boðið upp á að taka þátt í
kennslustund í samningatækni.
Skoraðu á þig og taktu skrefið
Guðlaug Pálsdóttir
Lyfjafræðingur og eigandi Urðarapóteks
„MBA námið hvetur nemendur til
frumkvöðlahugsunar og nýsköpunar“
Ráðstefna í tilefni af
40 ára afmæli LSS
Hótel Natura í Reykjavík 11. maí kl. 9:00–16:00
Fyrirlestrar um sjúkraflutninga salur 1, kl. 9:00 – 12:30
Skýrsla vinnuhóps Velferðarráðherra
Framtíð sjúkraflutninga -Vinnuferlar, menntun og nýjungar
Stoðkerfisálag
Notkun bakbretta
Fyrirlestrar um slökkviliðsmálefni salur 2, kl. 11:00 – 16:00
Gróðureldar
Eldur í jarðgöngum
Eldvarnaeftirlit í framtíðinni
Viðbragðs og aðkomuáætlanir
Björgun úr bílflökum
Ábyrgð sveitarfélaga á brunavörnum
Tengsl krabbameins og slökkvistarfa
Nánar á heimasíðunni www.lsos.is
Vinsamlegast skráið þátttöku á lsos@lsos.is