Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 16

Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 16
FIMMTUDAGUR 9. maí 2013 | NEYTENDUR | 16 Bandaríska flugfélagið Frontier Airlines ákvað fyrir nokkrum árum að láta farþega greiða sérstakt farangursgjald. Farþegar brugðust við með því að reyna að láta hand- farangur nægja. Nú hefur flugfélagið ákveð- ið að láta einnig greiða fyrir hann. Í frétt á vef Sydsvenskan segir að einungis þurfi að greiða 25 dollara sé bókað fyrir töskuna fyrir fram. Ekkert þarf að greiða fyrir tösku sem kemst fyrir undir sætinu. Þeir sem láta ekki vita af stærri hand- farangri fyrr en þeir koma á flugvöllinn geta hins vegar reiknað með að þurfa að greiða 100 dollara. Fleiri bandarísk flugfélög láta greiða fyrir handfarangur. Bandarískt flugfélag: 100 dollarar fyrir handfarangur Neytendastofur í Evrópu vara neytendur við að þiggja tilboð um ódýr eða ókeypis sýnishorn í viðskiptum sínum á netinu. Fjölmargar kvartanir hafa bor- ist frá neytendum um fyrirtæki sem blekkja þá. Í mörgum til- fellum er um að ræða fyrirtæki sem selja heilsuvörur, fæðubótar- efni, megrunarefni og annað því um líkt, að því er segir á vef- síðu sænsku neytendastofunnar, Konsumentverket. Viðskiptavinir hafa pantað sýnishorn og greitt fyrir með bankakorti en um leið gert samning sem þeir ætluðu ekki að gera. Greint er frá því að viðskipta- vinirnir neyðist til að greiða háar upphæðir í áskrift sem þeir vissu ekki að þeir hefðu sam- þykkt. Fyrir- tæk i n ha lda áfram að taka út greiðslu af korti viðskipta- vinarins. Erf- itt er að rifta samningi þar sem fyrirtækin svara oft ekki símhringingum og ekki heldur tölvupósti. Bergsveinn Sampsted, fram- kvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor, segir fyrirtækið hafa fengið nokkur mál af svipuðum toga til skoðunar. „Oft hafa þessi tilboð birst á Facebook. Í flest- um tilfellum eru þetta snyrti- vörur og heilsuvörur, boðið er upp á frí sýnishorn en rukkað fyrir sendingar kostnaði. Aðilinn sem tekur tilboðinu gefur upp kortnúmerið sitt og samþykkir skilmála söluaðilans og þar með áframhaldandi áskrift.“ Skilmálarnir eru yfirleitt mjög langir og fela í sér samþykki um áframhaldandi kaup jafnvel þótt ekki hafi verið fjallað um það í sölutextanum, að sögn Berg- sveins. „Okkar varnaðarorð eru sem áður að korthafar kynni sér skil- mála þegar þeir eru samþykktir, ekki síst þegar um óþekktar vef- síður er að ræða. Svo má einnig benda á að sjaldnast er eitthvað alveg ókeypis þannig að þegar slíkt er í boði ættu viðvörunarbjöllur að hringja ef beðið er um kortnúmer. Í þessum tilfellum höfum við reynt af fremsta megni að aðstoða korthafa og í flestum til- fellum hefur það gengið vel.“ ibs@frettabladid.is Varað við ókeypis sýnishornum á netinu Fjöldi kvartana berst frá neytendum um fyrirtæki sem blekkja þá. Viðskiptavinir gera samninga sem þeir ætluðu ekki að gera. Oft erfitt að rifta slíkum samningum. BERGSVEINN SAMSTED NETVERSLUN Fyrirtæki sem selja heilsuvörur, fæðubótarefni og snyrtivörur bjóða oft ókeypis sýnis- horn. NORDICPHOTOS/GETTYErum með nokkur eintök af góðum bílum á tilboði í febrúar. Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TOYOTA LAND CRUISER 120VX Nýskr. 03/08, ekinn 101 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 5.220.000 TILBOÐ kr. 4.690 þús. RANGE ROVER VOGUE Nýskr. 01/05, ekinn 125 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.990.000 TILBOÐ kr. 3.690 þús. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 06/08, ekinn 94 þús km. dísil sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.680.000 TILBOÐ kr. 3.680 þús. MMC PAJERO GLS Nýskr. 04/04 ekinn 125 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.390.000 TILBOÐ kr. 1.590 þús. NISSAN X-TRAIL SE Nýskr. 04/08, ekinn 115 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.680.000 TILBOÐ kr. 2.290 þús. HYUNDAI SANTA FE II V6 Nýskr. 09/07, ekinn 100 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.620.000 TILBOÐ kr. 2.290 þús. TOYOTA RAV4 LX Nýskr. 06/08, ekinn 101 þús. km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 2.380.000 TILBOÐSVERÐ! 1.890 þús. Rnr. 201145 Rnr. 130345 Rnr. 101892 Rnr. 140136 Rnr. 190670 Rnr. 200857 Rnr. 151471 TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ KOMDU STRAX Í DAG! GERÐU FRÁBÆR KAUP! TILBOÐ SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114 / VÍNLANDSLEIÐ 16 150 REYKJAVÍK www.sjukra.is Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum 4. maí Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tók gildi 4. maí sl. Markmiðið með kerfinu er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og lækka lyfjakostnað þeirra sem nota dýr og/eða mörg lyf. Á www.sjukra.is þar sem þú getur einnig reiknað út lyfjakostnaðinn þinn í nýju kerfi. Hjá apótekum. Upplýsingar um kerfið má nálgast:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.