Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.05.2013, Qupperneq 18
9. maí 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Á Íslandi eru sjötíu og fjögur sveitarfélög. Þeim mætti fækka um sextíu og tvö samkvæmt tillögum samráðsvettvangs um aukna hagsæld á íslandi, en þátttakendur í honum eru leiðtogar stjórnmálaflokka, vinnumarkaðar og atvinnulífs. Margar tillögur samráðsvettvangsins virðast róttækar en við nánari skoðun eru þær nær allar mjög skynsamlegar. Til dæmis er lagt til að löggæsluembættin á Íslandi verði öll sameinuð í eitt. Í dag eru þetta sautján stofnanir en við höfum góða reynslu af sameiningu. Til dæmis voru öll lögregluembætti höfuðborgar- svæðisins sameinuð árið 2007. Sú sameining var mjög vel heppnuð og vegna hennar komst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu miklu betur frá hruninu en annars hefði orðið. Samráðsvettvangurinn leggur til fleira viturlegt. Stungið er upp á því að heilbrigðisstofnunum verði fækkað úr sextán í sjö, en þannig má ná mikilli hagræðingu auk þess sem þjón- ustan myndi batna til muna. Þá eru hér í landi allt of margir framhalds skólar. Á Íslandi rekum við 33 slíka en það sér hver heilvita manneskja að það nær ekki nokkurri átt í samfélagi sem telur þrjú hundruð og tuttugu þúsund manns. Við erum með meira en einn framhaldsskóla á hverja tíu þúsund íbúa. Sam- ráðsvettvangurinn leggur til að þeim verði fækkað um tuttugu og fimm. Þá yrðu eftir átta framhaldsskólar. Í Fréttablaðinu í dag eru öllum þessum tillögum gerð ítarleg skil. Í þeim er margt fleira áhugavert, eins og til dæmis innlegg samráðsvettvangsins um málefni öryrkja. Lagt er til að bæta atvinnuþátttöku þeirra, en síðastliðinn áratug hefur öryrkjum sem fá vinnu við hæfi fækkað. Öryrkjum fjölgar hratt á Íslandi. Alls voru 726 einstaklingar greindir 75% öryrkjar árið 1990 en í fyrra fengu 1.275 slíka greiningu. Kannanir sýna að næstum sjö af hverjum tíu öryrkjum vilja vinna. Okkur ber skylda til að virkja það fólk og skilja það ekki útundan. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benedikts- son eru í umræddum samráðsvettvangi og munu vinna úr til- lögum samráðsvettvangsins ásamt fleira góðu fólki. Vissulega gefur það von um bjartsýni og að kannski verði ráðist í róttæk verkefni til að bæta hagsæld allra Íslendinga. Um leið vitum við öll að þeirra bíður erfitt verkefni ætli þeir að framkvæma ein- hverjar af þessum skynsamlegu tillögum. Ef þeir Sigmundur og Bjarni vilja byrja einhvers staðar ætti fækkun sveitarfélaga að vera með mikilvægari verkefnum. Sveitarfélög ættu ekki að hafa færri en átta þúsund íbúa því annars næst ekki skilvirkni í rekstri stjórnsýslunnar. Sveitar- félög með færri en átta þúsund íbúa hafa minni burði til að veita sæmandi velferðarþjónustu. Þessi sveitarfélög þurfa að reiða sig á jöfnunarsjóð sveitarfélaga og það er okkur dýrt. Það er kominn tími á tiltekt og vonandi gefur ný ríkisstjórn fyrirheit um almennilega vorhreingerningu. Aukin hagsæld fyrir Íslendinga: Sveitarfélögum fækkað um 62 Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Í rannsókn frá 2008 kom fram að frá 16 ára aldri höfðu um 20% íslenskra kvenna orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Algengast var að ofbeldismaðurinn væri eigin- maður, sambýlismaður eða kærasti, núverandi eða fyrrverandi og að ofbeldið ætti sér stað innan veggja heimilisins. Aðeins 22% kvennanna leituðu til sam- taka eða stofnana sem aðstoða konur og 13% tilkynntu síðasta ofbeldisatvik til lögreglu, jafnvel í þeim tilvikum sem konan varð fyrir líkamstjóni eða þurfti á læknishjálp að halda. Í 24% tilvika urðu börn vitni að ofbeld- inu. Þessi rannsókn var unnin sem hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda um ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum fyrir árin 2006 til 2011. Aðgerðaáætl- unin hjálpaði til við að koma þessu sam- félagsmeini meira upp á yfirborðið og leiddi einnig í ljós að margt er ógert. Samtök um kvennaathvarf hafa stað- ið sig frábærlega í að styðja við konur í ofbeldissamböndum og börn þeirra. En jafnframt kom fram að alltof stórum hluta af ábyrgðinni á baráttunni gegn ofbeldi í nánum samböndum væri velt yfir á samtökin. Opinberir aðilar, svo sem heilbrigðis þjónusta, félagsþjónusta og barnavernd yrðu að líta meira á þennan málaflokk sem „sinn“ og taka ábyrgð á honum. Í svörum velferðarráðherra við fyrir- spurn minni um heimilisofbeldi kom fram að almennt skortir skráningu á heimilis- ofbeldi. Hjá heilbrigðis stofnunum virðist ekkert samræmi í því hvort eða hvernig skráð er hvort einstaklingur búi við eða hafi búið við heimilisofbeldi. Engar sam- ræmdar verklags reglur eru hjá félags- þjónustu og barnavernd um viðbrögð og afgreiðslu mála vegna heimilisofbeldis. Engin almenn regla væri um að spyrja við- komandi um ofbeldið, jafnvel þótt slíkt sé talin ein besta leiðin til að uppgötva það. Hjá lögreglunni eru skráð um 1.200- 1.300 tilvik heimilisófriðar árlega. Ekki liggur fyrir hversu mörg tilvik leiddu til sakfellingar, hversu mörg til sýknu og hversu mörgum var vísað frá dómi. Frá 2011 hafa átta tilfelli um nálgunarbann og brottvísun af heimili verið skráð hjá lög- reglunni. Heimilisofbeldi er þjóðfélagsmein sem við getum aldrei sætt okkur við. Heimilisofbeldi er þjóðfélagsmein OFBELDI Eygló Harðardóttir alþingismaður verki? Stoðkerfislausnir henta þeim sem eru með einkenni frá stoðkerfi, vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. 13. maí Mán., mið. og fös. kl. 15:00 16:30 Sólveig María, sjúkraþjálfari Verð kr. 26.900.- Ráðherra strax Brynjar Níelsson sækist eftir því að verða ráðherra í ríkisstjórninni sem menn eru nú að berja saman, jafnvel þótt hann hafi ekki þingreynslu. Þetta er athyglisverð hugmynd hjá Brynjari, því að það er alls ekki algengt að nýkjörnir þingmenn setjist rakleitt í ráðherrastól. Síðast gerðist það reyndar frekar nýlega, þegar Svandís Svavarsdóttir varð umhverfisráðherra árið 2009, en þá hafði það ekki gerst í sextán ár, frá því að Guðmundur Árni Stefánsson varð heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra árið 1993. Nokkrir til viðbótar Næsti maður á undan Guðmundi Árna var enginn annar en Davíð Oddsson, sem fór beint í forsætis- ráðherrastólinn 1991, og þar áður varð Jón Sigurðsson ráðherra dómsmála, iðnaðar og viðskipta árið 1987, þá flunkunýr þingmaður. Og því næst er staðnæmst við árið 1978, þegar hvorki meira né minna en fjórir nýir þingmenn urðu ráðherrar: Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson, Magnús H. Magnússon og Kjartan Jóhannsson. Raunhæft? Það er því ljóst að frá því um mitt ár 1978– á umliðnum 35 árum– hafa fjórir þingmenn orðið ráðherrar á fyrsta degi. Þetta er því býsna langsótt metnaðarmál hjá Brynjari, en sagan sýnir að það er þó ekki fjarstæðukennt. Hvort það er raunhæft er hins vegar allt annað mál– og líklega eiga býsna margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tilkall til stóls á undan honum. stigur@frettabladid.is ➜ Engar samræmdar verklags reglur eru hjá félagsþjónustu og barna- vernd um viðbrögð og afgreiðslu mála vegna heimilisofbeldis.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.