Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 22

Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 22
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA PÁLÍNA VILHJÁLMSDÓTTIR Austurgötu 32, Hafnarfirði, andaðist sunnudaginn 5. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 11E á Landspítalanum. Ásgeir Hólm Vilhjálmur Sveinn Björnsson Jóna Bryndís Gísladóttir Ásgeir H. Ásgeirsson barnabörn og langömmubörn. Elsku ættingjar og vinir. Þökkum samúð, hlýju, styrk og stuðning við skyndilegt fráfall okkar ástkæru LOVÍSU HRUNDAR SVAVARSDÓTTUR Einigrund 14, Akranesi. Svavar S. Guðmundsson Hrönn Ásgeirsdóttir Ásgeir Sævarsson Karen Lind Ólafsdóttir Heiður Sævarsdóttir Ryan J. Karazija Engilbert Svavarsson Ólafur Ingi, Almar Kári, Úlfur Esra, Eva Hrönn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, GUNNAR VIGGÓ FREDERIKSEN Karfavogi 18, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 5. maí. Fyrir hönd aðstandenda, María Elísabet Frederiksen Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, dóttir og systir, GUÐRÚN ÁGÚSTA STEINÞÓRSDÓTTIR Hólagötu 29, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 7. maí. Útförin verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Björgina. Hafsteinn Kristinsson Steinþór Grétar Hafsteinsson Dagný Helga Hafsteinsdóttir Valgarður Magnússon Jón Haukur Hafsteinsson Sunna Björg Hafsteinsdóttir Óli C. Jóhannesson barnabörn, barnabarnabörn Steinþór Þorvaldsson Pétur Ásgeir Steinþórsson Guðrún Þorbjarnardóttir Sigrún S. Hommerding William Hommerding Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför SIGRÍÐAR TÓMASDÓTTUR frá Álftagróf Kærar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks B2 og MND teymisins fyrir umönnun og hlýhug. Valdimar Gíslason Tómas Valdimarsson Sigríður Friðþjófsdóttir Ásta Þóra Valdimarsdóttir Jón Jóhannsson Gísli Valdimarsson Kristín Ástþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar yndislaga móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR Gullsmára 10, Kópavogi, lést þann 30. apríl síðastliðinn á Landspítala Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Berglind Jóhannsdóttir Jóhannes Æ. Hilmarsson Freyja Jóhannsdóttir Oddur S. Andersson Elín Margrét Jóhannsdóttir Þórhallur Ottesen Gunnhildur B. Jóhannsdóttir Stefán I. Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR Þ. KARLSSONAR vélvirkjameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar (2N) fyrir kærleiksríka umönnun. Kristín B. Magnúsdóttir Páll G. Arnar Þröstur Magnússon Auður Árný Ólafsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR lést föstudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju, föstudaginn 10. maí klukkan 15.00. Teitur Jónasson Halldóra Teitsdóttir Jónas Haraldsson Ingveldur Teitsdóttir Gunnar Torfason Harald Þór Teitsson Ylfa Edith Jakobsdóttir og fjölskyldur. Ástkær sonur minn og bróðir okkar, JÓN RÚNAR RAGNARSSON lést þann 6. maí á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. maí kl. 15.00. Helga Jónsdóttir Guðmundur Albert Jóhannsson Jensína Sigurborg Jóhannsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR FANNHVÍTAR ÞORGEIRSDÓTTUR frá Lambastöðum, Garði, áður til heimilis Háaleiti 3c, Keflavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Garðvangs-Garði fyrir hlýju og alúð. Helga Jónína Walsh Agnar Breiðfjörð Sigurvinsson Walter Leslie Esther Guðmundsdóttir barnabörn og langömmubörn. Áskær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, JÓN RÚNAR GUNNARSSON Stararima 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. maí kl. 13.00. Marta Kristín Halldórsdóttir Gunnar Birnir Jónsson Kristín Sara Jónsdóttir Rúna Hlíf Jónsdóttir Björn Viðar Sigurðsson Gunnar Magnússon og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, VALDIMAR AGNAR ÁSGEIRSSON málari Norðurbrún 1, lést á Landspítalanum sunnudaginn 5. maí. Útförin verður auglýst síðar. Sigurborg Valdimarsdóttir Jón Ólafsson Ásgeir Valdimarsson Hulda Jeremíasdóttir Kristján Gunnar Valdimarsson Valdimar Agnar Valdimarsson Helga Rúna Péturs Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær afi okkar, tengdaafi og langafi, BRYNJÓLFUR KARLSSON fyrrverandi slökkviliðsmaður Ásholti 2, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 6. maí. Útförin verður auglýst síðar. Brynjólfur Hjartarson Edda Björk Viðarsdóttir Benedikt Hjartarson Jóhanna María Vilhelmsdóttir og barnabarnabörn. „Ég bið hlutaðeigendur innilega afsökunar á því að hafa ekki plan- að neina veislu í tilefni tímamót- anna,“ segir lögmaðurinn og fyrr- verandi alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson, sem á fjörutíu ára afmæli í dag. Þegar Fréttablaðið náði tali af Sig- urði var hann á leiðinni út á Kefla- víkurflugvöll ásamt eiginkonu sinni, Birnu Bragadóttur, í tilefni afmælis- ins. Förinni er heitið til Seattle, en þangað hafa þau komið áður og heill- uðust af borginni. „Þetta er frábær borg. Mátulega stór og mikið um að vera. Þetta er háskólaborg svo þar er mikið af ungu fólki. Góður matur og hægt að njóta lífsins.“ Sigurður segist ekki hafa verið mikið afmælisbarn gegnum tíðina og í raun ekki hafa haldið upp á dag- inn síðan hann var barn. „Svo eftir tvítugt æxlaðist það yfirleitt þann- ig að maður var alltaf í prófum á þessum degi og ekki mikil stemning fyrir afmælishaldi,“ segir Sigurður og bætir við að hækkandi aldur valdi honum engum kvíða. „Mér finnst svo- lítið sérstakt að vera orðinn fertug- ur en ég sætti mig alveg við það. Það er fullt eftir. Ég man að mér fannst pabbi vera orðinn svolítið gamall þegar hann hélt upp á fertugs afmælið sitt, ætli börnunum mínum finnist það ekki líka?“ Aldur Sigurðar er kannski ekki svo hár sé hugsað til þess að hann er fyrrverandi alþingismaður. Sig- urður sat á Alþingi á árunum 2003- 2009 en rekur nú lögmannsstofuna Lögmenn Lækjar götu. „Það er svo- lítið sérstakt að eiga að baki tæpan áratug viðloðandi Alþingi enda var ég með yngri mönnum þar á sínum tíma. Nú hef ég snúið mér algerlega að lögmanns störfum og að byggja upp stofuna með félögum mínum þar.“ alfrun@frettabladid.is Ekki mikið afmælisbarn Lögmaðurinn og fyrrverandi alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson fagnar fertugs- afmælinu sínu í dag. Hann kveðst ekki mikið afmælisbarn og stakk því af til Seattle ásamt eiginkonu sinni, Birnu Bragadóttur, á afmælisdaginn. FAGNAR FERTUGU Lögmaðurinn og alþingismaðurinn fyrrverandi Sigurður Kári Kristjánsson er fertugur í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.