Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 23
SELFRIDGES OPNAR BÍLALÚGU
Selfridges opnar bílalúgu í janúar næstkomandi. Þá geta við-
skiptavinir pantað draumavarninginn á netinu og fengið
afhentan í gegnum bílalúgu með háklassaþjónustu á móttöku-
svæði aftan við verslunina á Oxford-stræti. Selfridges vonast
til að allar vörur verslunarinnar, nema viðkvæmar matvörur,
verði fáanlegar á netinu í lok árs.
ANGUR REYKJAVIK
Óskar Hallgrímsson,
nemi í Listaháskóla
Íslands fór að þrykkja
á stuttermaboli til að
eiga fyrir jóla gjöfum.
Nú hefur hann
stofnað merkið Angur
Reykjavik og selur boli
og peysur í Noland.
Hægt er að forvitnast
frekar um Angur á
Facebook.
MYND/VILHELM
Ég á hjólabretti en kann engin trix, get í mesta lagi rennt mér áfram og aftur á bak. Pælingin er samt
að þetta verði að skatewear-línu,“ segir
Óskar Hallgrímsson, sem silki þrykkir
á boli og peysur undir merkinu Angur
Reykjavík. Óskar stundar nám í grafískri
hönnun við LHÍ og má rekja upphafið að
Angri til blankheita.
„Ég var svo blankur fyrir jólin að ég
ákvað að stofna Jólamarkað nemenda
hönnunardeildar LHÍ. Það mætti einn
fyrir utan mig að selja,“ segir hann
hlæjandi. „Ég átti hauskúpuhönnunina
til og þrykkti hana á boli og seldi fyrir
hundrað þúsund kall á tveimur dögum.
Ég fann því að ég var með eitthvað í
höndunum. Nú sel ég bolina í Noland í
Kringlunni,“ segir Óskar, sem ætlar að
verða sér úti um græjur fljótlega til að
geta þrykkt meira.
„Ég á fleira til að prenta og stefni
á að gera það í sumar. Ég er bara svo
fátækur námsmaður að ég borða allan
pening sem ég á,“ segir hann sposkur.
„Ég hef verið að nýta mér aðstöðuna
í skólanum en ætla að fara með dótið
mitt inn á Karolinafund.com og vonast
þannig til að geta fjármagnað græjur.“
Spurður hvort hann sjái sjálfan sig
fyrir sér sem fatahönnuð í framtíðinni
segist hann ekki líklegur til að festast í
neinu ákveðnu.
„Ég hef unnið sem ljósmyndari fyrir
tískuheiminn í mörg ár og spái auð-
vitað í tísku en ég hugsa frekar hvernig
hægt er að blanda saman mismunandi
sviðum og miðlum og búa þannig eitt-
hvað til. Ég hef áhuga á hönnun en ég á
ekki eftir að einskorða mig við eitthvað
eitt, ekki ljósmyndun eða við grafíska
hönnun heldur. Mér finnst gaman að
búa til eitthvað fallegt, sama hvort það
er ljósmyndir, grafík, vídeó eða hvað
sem er.“
■ heida@365.is
KANN ENGIN TRIX
ÍSLENSK HÖNNUN Óskar Hallgrímsson hannar undir merkinu Angur Reykja-
vík. Á teikniborðinu er skatewear-lína en sjálfur kann hann ekkert á bretti.
Hann segist hafa mikinn áhuga fyrir tísku og hönnun.
Teg 81103 - létt fylltur
í 70-85B, 75-90C á kr.
5.800,- buxur við á
kr. 1.995,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
Laugardaga frá kl. 10-14
KLASSÍSKUR !