Fréttablaðið - 09.05.2013, Blaðsíða 34
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30
TÓNNINN
GEFINN
Kjartan Guðmundsson
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
2.5.2013 ➜ 8.5.2013
LAGALISTINN TÓNLISTINN
Sæti Flytjandi Lag
1 Daft Punk / Pharrell Get Lucky
2 Justin Timberlake Mirrors
3 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason
4 Valdimar Beðið eftir skömminni
5 Retro Stefson She Said
6 Phillip Phillips Gone, Gone, Gone
7 Christina Aguilera / Pitbull Feel This Moment
8 Rudimental Not Giving In
9 John Grant GMF
10 Robin Thicke Blurred Lines
Sæti Flytjandi Plata
1 St. Petersburg Cello Ensemble Flame and Wind
2 Ýmsir Eurovision Song Contest 2013: Malmö
3 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
4 Ýmsir Tíminn flýgur áfram
5 Ólafur Arnalds For Now I Am Winter
6 Retro Stefson Retro Stefson
7 Of Monsters and Men My Head Is an Animal
8 John Grant Pale Green Ghosts
9 Ýmsir Pottþétt 59
10 Skálmöld Börn Loka
Þriðja plata hljómsveitarinnar
Vampire Weekend nefnist Modern
Vampires of the City og kemur út
eftir helgi á vegum útgáfunnar
XL.
Eftir útgáfu Contra árið 2010
fór Vampire Weekend í langa tón-
leikaferð og byrjaði á sama tíma
að semja lög á nýja plötu. Laga-
smíðarnar hófust fyrir alvöru
árið 2011 og í fyrsta sinn var feng-
inn utanaðkomandi upptökustjóri,
eða Ariel Rechtshaid sem hefur
áður starfað með Justin Bieber,
We Are Scientists, Usher og Cass
McCombs.
Upptökur fóru fram á hinum
ýmsu stöðum, þar á meðal í New
York og Los Angeles. Platan þykir
vera tilraunakenndari en tvö síð-
ustu verk og greinilegt að hljóm-
sveitin vildi prófa öðruvísi hluti,
m.a. með því að fá Rechtshaid til
liðs við sig.
Umslag nýju plötunnar er ljós-
mynd frá árinu 1966 eftir Neal
Boenzi af New York þegar meng-
un í borginni náði hámarki og
fjöldi fólks lést.
Vampire Weekend er skipuð
Ezra Koenig, söngvara og gítar-
leikara, Rostam Batmanglij
hljómborðsleikara, Chris Baio
bassaleikara og Chris Tomson
trommuleikara. Sveitin var stofn-
uð árið 2006 þegar þeir stunduðu
nám í Columbia-háskóla. Þótt
sveitin hafi ekki verið stofnuð í
Brooklyn er hún gjarnan talin til
Brooklyn-senunnar.
Fyrsta plata Vampire Weekend
árið 2008 hlaut frábæra dóma.
Hún hafði að geyma indípopp
undir alls kyns áhrifum, m.a.
frá afrískri tónlist. Önnur plat-
an Contra hlaut einnig mjög góða
dóma, víðast hvar fjórar stjörn-
ur af fimm mögulegum. Þar var
sama birtan og spilagleðin til
staðar eins og á fyrstu plötunni
og verður forvitnilegt að sjá hvort
nýja gripnum verði tekið eins vel.
Fjögurra og hálfrar stjörnu
dómur í The Rolling Stone gefur
fyrirheit um að þrátt fyrir til-
raunamennskuna sé útkoman
framúrskarandi. Þar segir að
hljómsveitin hafi bætt sig á nán-
ast öllum sviðum tónlistarinnar og
hafi í eitt skipti fyrir öll tekist að
losa sig undan háskóla stimplinum
sem hefur verið á henni.
Vampire Weekend byrjar á
að fylgja plötunni eftir með sjö
tónleikum í Bandaríkjunum.
Eftir það verður förinni heitið
til Evrópu. Sveitin stígur á svið
á nokkrum tónlistarhátíðum í
sumar, þar á meðal Glastonbury,
Rock Werchter og Lollapalooza.
freyr@frettabladid.is
Tilraunir og framfarir
Hljómsveitin Vampire Weekend gefur út plötuna Modern Vampires of the City.
Leikarinn og leikstjórinn Steve Buscemi leikstýrði tónleikum sem Vampire
Weekend hélt í Roseland Ballroom í New York 28. apríl síðastliðinn. Bus-
cemi var fenginn til að leikstýra eftir að bassaleikarinn Chris Baoi komst
að því að þeir væru frændur.
Steve Buscemi leikstýrði tónleikum
Bubbi - Stormurinn
Devendra Banhart - Mala
Ýmsir - Pottþétt 59
Í spilaranum
NÝ PLATA Hljómsveitin Vampire Weekend gefur út Modern Vampires of the City eftir helgi. NORDICPHOTOS/GETTY
Gamli högninn Pharrell Williams virðist ætla að eiga níu líf hvað svalheitin
varðar og hefur á síðustu vikum komið rótsterkur inn í baráttuna um
smelli komandi sumars. Eftir að hafa slegið í gegn með NERD fyrir rúmum
áratug og pródúserað hittara fyrir Snoop Dogg, Britney Spears, Kelis,
Nelly, Justin Timberlake, Kanye West, Beyoncé og – alla aðra! (á sínum
tíma bentu rannsóknir til þess að Skateboard P, eins og við vinir hans
köllum hann, bæri á einhvern hátt ábyrgð á milli 20 og 40 prósentum af
allri tónlist í bresku og bandarísku útvarpi) kom smá lægð í vinsældirnar
í kjölfarið, enda vart á færi nokkurrar mannlegrar veru að þola slíkan
risaskammt af sviðsljósinu án þess að láta á sjá. Núna er hann hins vegar
í misstórum hlutverkum í tveimur af þeim lögum sem undirritaður getur
helst ímyndað sér að verði á alla vörum í vor og sumar, Get Lucky ásamt
Daft Punk og Blurred Lines með Robin Thicke.
Djúpt neðan úr hipsteraheimum heyrast reyndar raddir þess efnis að
fyrrnefnda lagið sé nú þegar búið að vera, að yfir-hæpið (þegar þessi orð
eru rituð hafa í það minnsta tvær ábreiður litið dagsins ljós og eflaust er
von á fleirum) hafi tryggt því skjótan dauðdaga. Hugsanlega er nokkuð til í
því en ekki skyldi vanmeta mátt og megin hins almenna útvarpshlustanda,
sem getur hæglega haldið jafnvel slöppustu slögurum í ítrekaðri spilun svo
mánuðum skiptir. Vonir undirritaðs standa þó til þess að Blurred Lines sé
rétt að hefja sig til flugs, enda fremra fyrirbæri á allan hugsanlegan hátt
og lekur af því sólarolían.
Af öðrum hugsanlegum sumarsmellum kemur annar kisi, sá ungi og ís-
lenski Kött Grá Pje, strax upp í hugann. Aheybaró er í raun furðulega heil-
steypt byrjandaverk, auk þess sem rappið hefur verið að sækja hressilega
í sig veðrið að undanförnu (A$AP Rocky og Kendrick Lamar, sem dæmi)
og virðist tilbúið til þess að skinka sig alla leiðina upp til sólguðanna.
Gleðilegt sumar!
Nú er kátt um borg og bæ …