Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 38

Fréttablaðið - 09.05.2013, Side 38
9. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Finndu okkur á facebook DEBENHAMS – Lífstílsbúð í SMÁRALIND KONUR HERRAR BÖRN SNYRTIVÖRUR Hjónin Chris Martin og Gwyneth Paltrow voru bæði stödd á Met- ballinu í New York í byrjun vik- unnar en neituðu að ganga rauða dregilinn saman og stilltu sér því upp fyrir ljósmyndara hvort í sínu lagi. Martin og Paltrow hafa verið saman í tíu ár og eiga tvö börn en í gegnum tíðina hafa þau sjaldan viljað láta mynda sig saman opinberlega. Fjölmiðlar vestanhafs furða sig á þessari áráttu hjónakornanna. Paltrow þótti ekki hitta í mark í klæða- burði á ballinu er hún var í bleikum kjól frá Val- entino. Ekki mynduð saman Miðasala á tónlistarhátíðina Bræðsluna hefst á Midi.is í dag. Fram koma Mannakorn, Ásgeir Trausti, Magni, Bjartmar og John Grant. Þetta er níunda árið í röð sem Borgfirðingar standa fyrir þess- um tónleikum en þeir eru haldn- ir í gamalli síldarbræðslu sem heimamenn breyta í tónleikasal. Bræðslutónleikarnir sjálfir fara fram laugardagskvöldið 27. júlí. Dagana á undan verða fjöl- breyttir Off-Venue tónleikar í Fjarðarborg, í Álfacafé og víðar. Miðar seldir á Bræðsluna MANNAKORN Hljómsveitin Manna- korn spilar á bræðslunni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ENGAR MYNDIR Gwyneth Paltrow vildi ekki láta mynda sig með eiginmanni sínum Chris Martin á Met-ballinu í byrjun vikunnar. NORDICPHOTOS/GETTY BÍÓ ★★ ★★★ Evil Dead Leikstjórn: Fede Alvarez Leikarar: Jane Levy, Shiloh Fernandez, Lou Taylor Pucci, Jessica Lucas, Elizabeth Blackmore. Fjögur ungmenni fara með vinkonu sína, fíkil í frá- hvörfum, í skógarkofa til að láta renna af henni í nokkra daga. Í kjallaranum finnast dauðir kettir í tugatali hangandi úr loftinu, auk ævafornrar galdra- skruddu sem reynist hinn mesti örlagavaldur. Myndin er endurgerð The Evil Dead, hræ- ódýrrar slettumyndar frá árinu 1981 sem kom leik- stjóranum Sam Raimi (Spider-Man, Oz the Great and Powerful) á kortið. Hér er greinilega úr fleiri aurum að moða en ferskleiki frumgerðarinnar er því miður orðinn að samsafni klisja og lítið er gert til að bæta það upp. Leikararnir eru litlaust fallbyssufóður, að undan- skildum Eyþórs Inga-klónanum sem hleypir öllu í báli og brand með fikti sínu við bókina. Hann er eina eftirminnilega persóna myndarinnar, en reyndar gæti síða hárið spilað þar stærstan þátt. Það eru þá helst þeir áhorfendur með skæðasta blóðblætið sem fá fullnægju sína, en ofbeldis- brellurnar í Evil Dead eru yfirgengilegar og ein- staklega vel gerðar. Það eitt dugir þó ekki til og myndin er frekar broddlaus þegar upp er staðið. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Augljós eftirbátur frumgerðarinnar en það má flissa yfir sóðaskapnum. Meira en samt miklu minna EVIL DEAD „...ofbeldisbrellurnar í Evil Dead eru yfirgengilegar og einstaklega vel gerðar.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.