Fréttablaðið - 04.09.2013, Page 2
4. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
ÍT
O
N
ÍT
O
N
T
O
N
F
ÍT
O
N
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
T
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
T
OO
ÍT
O
TÍ
F
Í
F
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/
S
ÍAA
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/
S
ÍAÍÍ
SSSSS
3
222
I0
4
3
22
F
I0
4
3
2
F
I0
4
3
2
F
I0
4
3
2
4
3
2
F
I0
4
3
22
F
I0
4
333
F
I0
4
3
I0
4
F
I0
4
I0
4
I0
4
I0
4
I0
4
I0
4
I0
4
I0
4
0
4
I0
4
0
4
0
4
I0
4
F
I000000II
99
5
99
5
9
5
999
5
9
5
9
55
568 8000 | borgarleikhus.is
Borg
arhol
tsskó
li,
leiklis
t 303
og 40
3
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
okka
r
Eru Þjóðverjar svona víðsýnir?
„Það er einsýnt að þeir eru þrívíðir.“
Þjóðverjar hafa verið duglegir að styrkja
frumlegt verkefni Írisar Ólafsdóttur, sem
hefur hannað búnað á myndavélalinsur til
að taka þrívíddarljósmyndir. Mögulegt er að
styrkja verkefnið í gegnum karolinafund.com
DÓMSMÁL Ákæra á hendur tveim-
ur mönnum sem er gefið að sök
að hafa reynt að kúga fé út úr Nóa
Síríusi verður þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í dag.
Mennirnir tveir eru 24 og 23 ára.
Málið kom upp í ársbyrjun í fyrra
og hófst með því, að því er segir
í ákærunni, að annar mannanna
setti umslag inn um lúguna á heim-
ili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa
Síríuss, að morgni 30. janúar.
Í umslaginu var bréf sem hinn
maðurinn hafði skrifað og tvö
súkkulaðistykki framleidd af Nóa
Síríusi, eitt Pipp með myntufyll-
ingu og annað með karamellu, sem
bremsuvökva hafði verið sprautað í.
„Bréfið innihélt hótun um að ef
Nói Síríus hf. greiddi þeim ekki
kr. 10.000.000, færu samskonar
súkkulaði stykki, sem innihéldu
vökva sem gæti reynst banvænn,
í umferð í tugatali, auk annarra
framleiðsluvara fyrirtækisins sem
sprautuð yrðu með sama vökva,“
segir í ákærunni.
Ríkissaksóknari segir í ákær-
unni að hótunin hafi falið í sér að
yrði ekki orðið við kröfum tvímenn-
inganna yrði unnið verulegt tjón á
orðspori fyrirtækisins með því að
innkalla þyrfti vörur og sala mundi
dragast saman.
Mennirnir fylgdu hótununum
eftir með símtölum til Finns 31.
janúar, 2. febrúar og 7. febrúar. Í
síðastnefnda símtalinu gáfu þeir
fyrirmæli um afhendingu fjárins.
Lögregla handtók þá svo í Hamra-
hlíð síðar hinn 7. febrúar, eftir að
þeir höfðu sótt pakkningu í bíl
fyrir utan Hús verlunarinnar, sem
þeir töldu að innihéldi milljónirn-
ar tíu í seðlum.
Annar mannanna hefur hlot-
ið dóm fyrir líkamsárás.
Í yfirlýsingu frá Nóa
Síríusi fyrir tveimur
vikum var lítið gert úr
fjárkúgunartilrauninni og
henni lýst sem viðvanings-
legri. - sh
Lögregla egndi gildru
fyrir súkkulaðikúgara
Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsu-
vökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir
voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana.
Komið hefur fram að Sigurður Ingi Þórðarson, sem varð
þekktur fyrir tengsl sín við Wikileaks, var grunaður um aðild
að málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bar annar
hinna ákærðu að Sigurður Ingi hefði átt hugmyndina að öllu
saman en ríkissaksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi
til að ákæra hann og felldi málið gagnvart honum niður. Það
var raunar fyrir hans tilstilli sem málið rataði í fjölmiðla, eftir
að hann birti bréfið frá ríkissaksóknara á Twitter-síðu sinni.
Sigurður sat um skeið í gæsluvarðhaldi snemmsumars
grunaður um fjársvik. Hann var sagður hafa svikið
margar milljónir út úr fyrirtækjum með
prókúru bókaforlags upp á vasann.
MYNTUPIPP Mennirnir
sprautuðu bremsuvökva í tvö
Pipp-súkkulaðistykki.
SIGURÐUR INGI
ÞÓRÐARSON
DÓMSMÁL Sexmenningarnar sem eru ákærðir í milljarða
umboðssvikamáli tengdu Milestone lýstu sig saklausa
við þingfestingu málsins í gær.
Á meðal hinna ákærðu eru bræðurnir Karl og Stein-
grímur Wernerssynir, sem áttu meirihluta í Mile-
stone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason,
sem var forstjóri Milestone, og þrír endurskoðend-
ur hjá endurskoðunarskrifstofunni KPMG. Dómari
spurði sakborning ana um afstöðu sína til ákærunnar
og svöruðu allir því til að þeir væru saklausir. Stein-
grímur sagðist vera „algjörlega saklaus“.
Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone
til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Sak-
sóknari telur að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi
í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða henni 4,8
milljarða á þessu tímabili og losa hana þannig undan
eign sinni. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á
löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún
léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu. Endur-
skoðendurnir þrír eru ákærð fyrir að hafa ekki rækt
endurskoðendastörf sín fyrir Milestone í samræmi við
góða endurskoðunarvenju.
Ákærðu eru talin hafa gerst brotleg við 262. grein
almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeir sem
gerist sekir um alvarleg brot gegn lögum um bókhald og
ársreikninga „til þess að leyna auðgunarbroti sínu eða
annarra“ skuli sæti fangelsi allt að sex árum.
Aðalmeðferð í málinu fer fram í málinu fyrir hádegi
25. september næstkomandi. - bl
Sakborningar í Milestone-máli sérstaks saksóknara lýstu sig saklausa:
Sagðist vera „algjörlega saklaus“
VIÐ ÞINGFESTINGUNA Karl Wernersson og Guðmundur Óla-
son ásamt verjendum í málinu. MYND/BOÐI LOGASON
FORSTJÓRINN
FÉKK BRÉF Finni
Geirssyni barst
torkennilegt bréf
í janúarlok í fyrra.
Það innihélt
meðal annars tvö
súkkulaðistykki
sem í hafði verið
sprautað bremsu-
vökva.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sagði Sigurð Inga hafa átt hugmyndina
LÍFEYRISSJÓÐIR Eygló
Harðardóttir, ráðherra
jafnréttismála, segir að
það séu ekki sterk rök
fyrir breytingu laga að
erfitt sé að fylgja þeim.
Lögin séu sett af gildum
ástæðum.
Þórey S. Þórðardótt-
ir, framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyris-
sjóða, sagði í Fréttablaðinu í
gær að ný lög um kynjakvóta í
stjórnum fyrirtækja og lífeyris-
sjóða kynnu að ganga of
langt og væru ekki hönn-
uð með hagsmuni lífeyr-
issjóðanna að leiðarljósi.
Samtökin ætluðu á næstu
dögum að taka málið upp
við stjórnvöld, væntan-
lega með það að mark-
miði að fá undanþágu frá
þeim í ákveðnum tilfell-
um.
Eygló segir að lífeyrissjóðirn-
ir séu fullfærir um að uppfylla
þessi skilyrði laganna. „Ég held
að landssamtökin eigi að einbeita
sér að því að vinna að því áfram,
ásamt því að horfa til annarra
þátta þar sem þau geta haft áhrif
til að auka jafnrétti í íslensku
samfélagi,“ segir Eygló og bætir
við að lífeyrissjóðirnir hafi stað-
ið sig ágætlega í því að uppfylla
ákvæði laganna um kynjahlutföll
í stjórnum. - hh, bl
Ráðherra jafnréttismála gagnrýnir afstöðu lífeyrissjóða til laga um kynjakvóta:
Ekki sterk rök að erfitt sé að fylgja lögum
Ekki stendur til að Landssamtök lífeyrissjóða beiti sér fyrir breytingum
á lagaákvæðinu um kynjahlutföll í stjórnum, að því er segir í tilkynningu
sem birtist á vef samtakanna í gær. Þar segir að ákvæðið hafi náð mark-
miði sínu um að jafna kynjahlutföll stjórnarmanna lífeyrissjóða þótt sumir
sjóðir hafi ekki náð að uppfylla skilyrðið.
Ætla ekki að beita sér fyrir breytingum
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
ÁKÆRA Ríkissaksóknari hefur
gefið út ákæru á hendur konu
sem handtekin var á Laugavegi
í júlí. Þetta kom fram á á mbl.
is í gær.
Konan er ákærð fyrir brot
gegn valdstjórninni, en á hún
meðal annars að hafa hrækt á
lögreglumanninn sem handtók
hana í kjölfarið. Ákæran hefur
enn ekki verið birt.
Atvikið náðist á myndband
sem vakti mikla athygli. Lög-
reglumaðurinn sem handtók
konuna var fyrir helgi ákærður
fyrir líkamsárás og brot í opin-
beru starfi. - hrs
Brot gegn valdstjórninni:
Ákærð fyrir að
hrækja á löggu
MANNRÉTTINDI Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Allout boðuðu til
mótmæla á heimsvísu í gær og því skipulögðu Samtökin ´78 mótmæli á
Íslandi fyrir utan rússneska sendiráðið síðdegis í gær. Mótmælin voru
haldin til þess að þrýsta á G20-ríkin, sem koma saman í Sankti Péturs-
borg í vikunni, að krefja Pútín um að afnema löggjöf gegn samkyn-
hneigðum í Rússlandi og stöðva ofsóknir gegn þeim. Meðal þeirra sem
tóku þátt voru Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra,
og eiginkona hennar Jónína Leósdóttir en með þeim var Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Á fjórða tug landa efndu til sams konar mótmæla í gær, allt frá
Tromsø í Noregi til La Paz í Bólivíu. -nej
Mótmæli fóru fram fyrir utan rússneska sendiráðið í gær:
Ofsóknir Pútíns verði stöðvaðar
ÞRÝSTINGUR Yfir hundrað manns komu saman í gær til þess að mótmæla löggjöf gegn
samkynhneigðum í Rússlandi og þrýsta á að G20-ríkin gripu til aðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
REYKJAVÍK Framkvæmdir við Hofs-
vallagötu hafa kostað Reykjavíkur-
borg tæpar 18 milljónir króna.
Kostnaðaráætlun hljómaði upp á
14,5 milljónir en tilboðin sem borg-
in fékk voru öll yfir þeirri tölu.
Það sem fellur undir þennan
kostnað er meðal annars þrjár
milljónir sem fór í flögg og fugla-
hús. Hönnun á verkinu kostaði 680
þúsund. Gróðurkassar kostuðu
rúmar tvær milljónir en þeir
hafa nú verið skemmdir. Bjarni
Brynjólfs son, upplýsingafulltrúi
borgarinnar, segir það ótrúlegt að
þegar borgin geri eitthvað til að
fegra umhverfið sé það skemmt. - hrs
Breytingar á Hofsvallagötu:
Kostnaður upp
á 18 milljónir
SPURNING DAGSINS