Fréttablaðið - 21.10.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.10.2013, Blaðsíða 8
NISSAN QASHQAI NISSAN QASHQAI DÍSIL 4WD VERÐ FRÁ 4.990 ÞÚS. KR. KAUPAUKI AÐ ANDVIR 500 ÞÚS. KR. · Vetrardekk · Dráttarbeisli · iPad 32 GB BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is 500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR QASHQAI Þeir sem kaupa Qashqai eru að leita að fallegum fjórhjóla- drifnum bíl sem er hagkvæmur í rekstri og góður í endursölu. Qashqai eyðir einungis frá 4,6 l/100 km Qashqai 1,6 dCi beinsk. Verð: 4.990 þús. kr. Qashqai+2 1,6 dCi beinsk. 7 manna Verð: 5.390 þús. kr. Qashqai 2,0 bensín, sjálfsk. Verð: 5.790 þús. kr. Qashqai 2,0 dCi sjálfsk. Verð: 6.090 þús. kr. iPad 32GBfylgir með ásamt veglegri hlífðartösku ÐI GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 9 14 FRÉTTASKÝRING Létu mannfræðingar fjölbreytileika á meðal forfeðra nútímamannsins blekkja sig? Stór beinafundur í Georgíu hefur hleypt sérfræðingum í fornum manntegundum í fullkomið upp- nám. Langlífar kenningar mann- fræðinga um að nokkrar ólíkar tegundir fornmanna hafi þrifist á jörðinni fyrir um tveimur milljón- um ára sæta nú harðri gagnrýni. Rannsóknir á beinunum sem fundust í Dmanisi í Georgíu benda til þess að bein sem vísindamenn hafa eignað mismunandi tegundum hafi öll tilheyrt sömu tegund forn- manna, forföður nútímamannsins. Munur á beinunum virðist einfald- lega dæmi um fjölbreytileika innan tegundarinnar. Hingað til hefur það verið viður- kennd staðreynd að fornmenn af tegundunum Homo habilis, Homo rudolfensis, Homo gauten- gensis, Homo ergaster og Homo erectus hafi verið uppi fyrir um 1,8 milljónum ára, allar á sama tíma. Í nýrri grein í vísindaritinu Science hafnar hópur vísindamanna þeirri túlkun á beinafundum. Þeir telja hauskúpurnar allar tilheyra mönn- um af tegundinni Homo erectus. Afar heilleg hauskúpa sem fannst nýverið í Dmanisi í Georgíu varð til þess að hópur vísindamanna fór að velta fyrir sér fjölbreytileika innan tegunda. Hauskúpan var ólík fimm öðrum sem fundist hafa í Dmanisi. Mun minna rými var fyrir heilann, stærri tennur og lengra andlit. Allir sex fornmennirnir eru tald- ir hafa dáið á nokkur hundruð ára tímabili við vatnsból sem dró ekki bara að sér fornmenn heldur einnig rándýr á borð við sverðketti. „Það hefur aldrei áður fundist svona vel varðveitt hauskúpa frá þessu tímabili,“ segir Christoph Zollikofer, prófessor við Mann- fræðistofnun Zürich-háskóla í Sviss, við breska vefmiðilinn Guardian. Flestar hauskúpur forn- manna sem fundist hafa eru í molum og hafa vísindamenn þurft að púsla þeim saman. Þessi einkennilega hauskúpa varð til þess að mannfræðingarn- ir fóru að rannsaka fjölbreytileika meðal nútímamanna og í simpöns- um. Niður staða þeirra var sú að þótt hauskúpurnar sex frá Dmanisi væru að mörgu leyti ólíkar væri munurinn á þeim ekki meiri en sá sem finnst á meðal bæði manna og simpansa. Því næst báru vísindamennirnir hauskúpurnar sex saman við aðrar hauskúpur frá svipuðum tíma. Þeirra niðurstaða var afdráttarlaus. Munurinn á því sem talið hefur verið að séu mismunandi tegundir er svipaður eða minni en munurinn á hauskúpum nútímamannsins. „Allir fornmenn sem voru uppi á sama tíma og sexmenningarnir frá Dmanisi voru trúlega af tegundinni Homo erectus,“ segir Zollikofer við Guardian. „Með því erum við ekki að segja að mannfræðingar hafi gert mistök þegar þeir skoðuðu beinin á sínum tíma, þeir höfðu ein- faldlega ekki þær upplýsingar sem við höfum í dag.“ Zollikofer segist átta sig á því að þessi kenning hans og kollega hans muni ekki falla í kramið hjá öllum. „Hluti fræðimanna á þessu sviði mun taka þessu fagnandi en fyrir aðra verður þetta talsvert áfall.“ „Ef menn hefðu fundið haus- kúpurnar sex frá Dmanisi á sex mismunandi stöðum í Afríku hefðu þær líklega verið eignaðar nokkrum mismunandi tegundum. En allur þessi fjölbreytileiki rúm- ast innan einnar tegundar,“ segir David Lordkipanidze, sérfræðingur Þjóðminjasafns Georgíu, sem stýrir uppgreftrinum í Dmanisi. Ekki eru allir mann fræðingar sem sérhæfa sig í fornmönnum sannfærðir. „Þetta er ótrúlega mikilvægur fundur en ég tel ekki að gögnin sem þeir eru með standi undir svona stórum fullyrðingum,“ segir Lee Berger, prófessor við Witwatersrand-háskóla í Suður- Afríku. Hauskúpa kollvarpar kenningum Kenningar um fjölda tegunda fornmanna standa völtum fótum eftir að heilleg hauskúpa sem fannst í Georgíu sýndi fram á mikinn mun á mönnum sömu tegundar. Áfall fyrir suma fræðimenn, segir mannfræðingur. Stendur ekki undir svona stórum fullyrðingum, segir annar. HEILLEG HAUSKÚPA David Lordkipanidze, sérfræðingur Þjóðminjasafns Georgíu, sýnir heillega hauskúpu fornmanns sem var uppi fyrir um 1,8 milljónum ára. NORDICPHOTOS/AFP Sexmenningarnir frá Dmanisi í Georgíu tilheyra fornmönnum af tegundinni Homo erectus. Nafnið þýðir „hinn upprétti maður“. Tegundin kom fyrst fram í Afríku fyrir um 1,8 milljónum ára og dreifðist víða þar til fyrir um 150 þúsund árum. Beinagrindur af þess- ari tegund fornmanna hafa fundist víða í Afríku, á Indlandi, Kína, Jövu og Englandi. Fornmenn af tegundinni Homo erectus voru frekar líkir nútíma- manninum. Þeir gengu uppréttir og voru um 180 sentímetrar á hæð. Talið er að Homo erectus hafi verið fyrsta tegundin sem notaði verkfæri, beislaði eld og eldaði mat. Fyrstur til að nota verkfæri og elda mat 21. október 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Hluti fræðimanna á þessu sviði mun taka þessu fagnandi en fyrir aðra verður þetta talsvert áfall. Christoph Zollikofer, prófessor við Mannfræðistofnun Zürich-háskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.