Fréttablaðið - 21.10.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.10.2013, Blaðsíða 17
TALNALEIKIR Bergljót Arnalds, leikkona og barnabókahöfundur, hefur útfært myndirnar úr bók sinni Talnapúkinn á rúmföt í samvinnu við Lín Design. MYND/VILHELM Hugmyndin að rúmfötunum kvikn-aði í spjalli á milli okkar Helgu Maríu Bragadóttur, eiganda Lín Design. Ég hafði séð svo falleg rúmföt í búðinni hennar og meðal annars ís- lenska hönnun,“ segir Bergljót Arnalds, leikkona og höfundur barnabókanna Stafakarlarnir og Talnapúkinn. Hún hefur útfært rúmföt með myndum úr bókinni Talnapúkinn í samvinnu við verslunina. „Við ákváðum að nota Talnapúkann svo krakkarnir gætu talið sig í svefn. Ómar Örn Hauksson teiknaði myndirnar í bókinni og er Talnapúkinn sjálfur á koddaverinu. Á sængurverinu eru svo myndir af hlutum og dýrum og tölu- stafirnir einn og upp í tíu. Þannig er hægt að telja eitt fiðrildi, tvo apa og svo fram- vegis og búa til alls konar talnaleiki þegar farið er í háttinn. Til dæmis leggja saman og draga frá,“ segir Bergljót. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég geri eitthvað þessu líkt,“ bætir hún við og á allt eins von á að fleiri textílvörur eigi eftir að bætast við. „Það er aldrei að vita. Ég er allavega með fullt af hugmyndum í kollinum sem gaman væri að útfæra og framkvæma. Mig hafði til dæmis alltaf langað til að gera bók fyrir þau allra yngstu og í samstarfi við Lín Design gerðum við skemmtilega taubók með tölu stöfunum sem meðal annars er hægt að hengja á rimlarúm.“ Bækur Bergljótar hafa notið mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni og ný- lega voru Stafakarlarnir endurútgefnir með geisladiski, þar sem hver stafakarl syngur sitt eigið lag. „Það var frumraun mín í að semja tónlist. Stafirnir eru þrjátíu og tveir svo lögin eru þrjátíu og fimm allt í allt. Diskurinn er svolítið eins og söngleikur þar sem sagan er lesin upp og stafakarlarnir bresta í söng inn á milli,“ segir Bergljót og úti- lokar ekki að stafakarlarnir endi einnig á rúmfatnaði fyrir krakka. „Það væri mjög gaman en til að byrja með er það Talnapúkinn.“ ■ heida@365.is TELJA SIG Í SVEFN HEIMILI Bergljót Arnalds, leikkona og höfundur bókanna um Talnapúkann og Stafakarlana, hefur útfært Talnapúkann á rúmfatnað fyrir krakka. ERRÓ Í HAFNARHÚSI Sýningin Erró: Heimurinn í dag stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á sýn- ingunni eru tæplega 70 verk sem Erró hefur gefið Listasafni Reykjavíkur síðustu tvö ár. Erró hefur frá árinu 1989 fært safninu yfir 4.400 verk sem spanna allan hans æviferil. Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 17. aprílNæs a námskeið hefst 12. júníNæs a meirapróf byrjar 23. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.