Fréttablaðið - 21.10.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.10.2013, Blaðsíða 14
21. október 2013 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 14 Það er ekki tilviljun að alvar legur vandi Landspítala er nú stöðugt til umræðu. Starfsfólk, nemar og sjúklingar koma nær daglega fram í fjölmiðlum og lýsa bráða- vanda ýmissa lykildeilda sjúkra- hússins. Þessir einstaklingar bera hag sjúklinganna fyrir brjósti og telja aðbúnað þeirra óásættan- legan. Það er mikið í húfi því að ástandið á sjúkrahúsi allra lands- manna varðar allan almenning og er ekki einkamál stjórnmála- manna. Staðreyndin er sú að ástandið á Landspítala hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi. Áhyggjur sjúklinga og starfsfólks Sjúklingar, starfsfólk og almenn- ingur hafa áhyggjur af þeirri tak- mörkuðu þjónustu sem hægt er að veita. Starfsfólk er langþreytt á viðvarandi niðurskurði og hefur miklar áhyggjur af þeirri slæmu aðstöðu sem sjúklingum og starfsmönnum er boðin. Ekki bætir úr skák að ekkert samhengi reyndist á milli kosningaloforða og efnda sem birtust í fjárlaga- frumvarpinu. Þetta skilningsleysi á alvarlegri stöðu spítalans olli starfsmönnum gríðarlegum von- brigðum og er algjörlega úr takti við umræðuna í þjóðfélaginu. Ráðherrum og alþingismönnum, sem við efumst ekki um að vilja láta gott af sér leiða, getur vart staðið á sama þegar ýmsar lykil- einingar spítalans eru í dag rekn- ar eftir neyðaráætlun. Hversu lengi getur það gengið? Með aðstoð nema hefur langþreytt starfsfólk með auknu vinnufram- lagi, haldið starfseminni gang- andi, án þess að yfirvinna sé allt- af greidd. Þessi staða hefur leitt af sér atgervisflótta og vítahring vaxandi manneklu sem ekki sér fyrir endann á. Við teljum að enn sé hægt að sporna við landflótta lækna og annarra lykilstarfs- manna. Það stendur þó tæpt og grípa þarf strax til aðgerða sem verða að fela í sér fjárfestingu í mannauði, tækjum og aðstöðu á Landspítala. Slík fjárfesting mun skila sér í bættri heilsu og líðan allra landsmanna þegar þeir þurfa mest á hjálp að halda. Brestir í starfsemi lykildeilda Alvarlegir brestir eru komnir í starfsemi lyflækningasviðs, stærsta sviðs Landspítala svo og í starfsemi annarra deilda, t.d. myndgreiningardeildar og hjartaskurðdeildar. Þetta veld- ur skiljanlega áhyggjum úti í sam félaginu. Ljóst er að Alþingi Íslendinga verður að snúa þess- ari þróun við með því að rétta hlut spítalans í afgreiðslu fjár- laga. Því er mjög ánægjulegt að þingmenn úr öllum flokkum hafa á undanförnum vikum kynnt sér stöðu Land spítala og lýst yfir stuðningi við að veita til hans nauðsynlegu fjármagni. Einnig ber að fagna þingsályktunartil- lögu nokkurra þingmanna um að ráðast tafarlaust í byggingu nýs spítala. Fé er vissulega tak- markað og forgangsraða verður til nauðsynlegra verkefna. Land- spítalinn hefur lengi þurft að forgangsraða í sinni starfsemi. Starfsfólk og sjúklingar á Land- spítala kynnast því daglega, t.d. þegar sjúkrarými duga ekki til. Þegar sjúkrarúmum hefur fækk- að í sparnaðarskyni þarf að for- gangsraða og ákveða hvaða sjúk- lingar þurfa mest á innlögn að halda. Þó svo að ýmis mikil- væg verkefni í okkar samfélagi bíði úrlausnar, þá hlýtur áfram- haldandi heilbrigði og velferð sjúklinga að vera þar efst á blaði. Allir landsmenn vilja og eiga að geta reitt sig á Landspítalann fyrir sig og sína þegar alvarleg veikindi knýja dyra. Úreltur tækjabúnaður Svo illa er komið fyrir mynd- greiningardeild spítalans að úrbætur þola enga bið. Tæki sem teljast mikilvæg í nútíma lækn- isfræði eru sum hver hreinlega ekki til hér á landi. Annar mikil- vægur tækjabúnaður er úr sér genginn vegna mikils álags og er síbilandi, með tilheyrandi áhættu fyrir sjúklinga. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur skorið niður fé til tækjakaupa eru uppgerðir varahlutir keyptir í sparnaðar- skyni á netinu í elstu tækin, sem eru orðin 17 ára! Nýlega þurfti t.d. að flytja sjúkling sem grunur lék á að væri með heilablæðingu í tölvusneiðmyndatöku á einka- rekna myndgreiningarstofu í Orku húsinu þar sem sneiðmynda- tækin á Land spítala voru biluð samtímis í Fossvogi og á Hring- braut. Þetta ástand teflir öryggi sjúklinga í tvísýnu og er alger- lega óásættan legt. Aðgerðir ráðherra duga ekki til Nýlegar aðgerðir sem gripið var til á lyflækningasviði í samvinnu við heilbrigðisráðherra eru skref fram á við en nægja ekki til að snúa við þeim bráðavanda sem þar ríkir. Á Lyflækningadeild krabbameina er ástandið t.d. mjög alvarlegt. Þar eru nú aðeins fjórir sérfræðingar að sinna störfum sem átta sinntu áður. Krabbameinssjúklingum fjölgar hins vegar stöðugt, ekki síst vegna fjölgunar aldraðra. Svipað ástand er á Geislameðferðar- deild krabbameina, þar sem einn þriggja lækna er að hætta störf- um sakir aldurs. Öðrum læknum á þessum krabbameinsdeildum hafa borist atvinnutilboð erlend- is frá sem þeir íhuga. Nýja lækna vantar strax til starfa því að óbreyttu er veruleg hætta á frek- ari flótta krabbameinslækna frá deildinni. Þarftu á krabbameinslækni að halda? Fátt setur tilveru sjúklinga og aðstandenda jafnrækilega úr jafnvægi og að greinast með krabbamein. Sjúklingum og aðstand endum þeirra er þann- ig kippt út úr sínu daglega lífi. Miklar framfarir hafa orðið á síðustu ára tugum í krabbameins- lækningum: ný lyf hafa komið fram og skurð aðgerðir og geisla- meðferð hafa þróast auk þess sem myndgreining hafur batnað. Það er ánægjuleg staðreynd að hér á landi hefur árangur krabba- meinsmeðferðar verið með því besta sem þekkist og stór hluti krabbameins sjúklinga læknast. Þessi góði árangur er afrakstur stöðugrar uppbyggingar síðustu áratuga og er ekki sjálfgefinn. Honum þarf að viðhalda. Þú gætir verið í þeim sporum, lesandi góður, að greinast með krabbamein. Finnst þér ásættan- legt að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni lengist og geti numið allt að nokkrum vikum? Finnst þér í lagi að læknirinn þinn hitti þig sjaldnar en æskilegt væri og þá skemur í senn en áður vegna mikils vinnuálags? Þetta er sú staða sem krabbameins- sjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við. Krabbameinsdeildir eru á meðal sérhæfðustu og mikil- vægustu deilda hvers sjúkra- húss. Núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða og það öryggisleysi sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm. Mikið í húfi Það er mikið í húfi fyrir sjúk- linga og aðstandendur þeirra. Stöðva verður strax frekari atgervisflótta krabbameinslækna og annarra sérfræðinga. Einnig verður að fá fleiri deildarlækna til starfa á lyflækningasviði. Endurnýja þarf nauðsynlegan tækjakost svo að myndgrein- ingardeild og fleiri stoðdeildir sjúkrahússins geti sinnt nauðsyn- legri þjónustu við sjúklinga spít- alans, sem margir eiga í engin önnur hús að venda. Sem starfsmenn Landspít- ala viljum við vinna að þessum brýnu umbótum, fáist til þess nauðsynlegt fjármagn. Hagsmun- ir allra landsmanna eru í húfi. ■ Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum, formaður prófessoraráðs Land- spítala ■ Engilbert Sigurðsson, yfirlækn- ir og prófessor í geðlækningum, varaformaður prófessoraráðs ■ Arthur Löve, yfirlæknir og pró- fessor í veirufræði ■ Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir og prófessor í barnalækningum ■ Bjarni A. Agnarsson, yfirlæknir og prófessor í meinafræði ■ Björn Guðbjörnsson, yfirlæknir og prófessor í gigtarrannsókn- um ■ Björn R. Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði ■ Einar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningum ■ Einar Stefán Björnsson, yfir- læknir og prófessor í melting- arlækningum ■ Elías Ólafsson, yfirlæknir og prófessor í taugalækningum ■ Eyþór H. Björnsson, lungna- læknir og klínískur prófessor ■ Friðbert Jónasson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningum ■ Gísli H. Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í svæfinga- og gjör- gæslulækningum ■ Guðmundur Þorgeirsson, yfir- læknir og prófessor í lyflækn- ingum ■ Gunnar Guðmundsson, lungna- læknir og prófessor í lyfjafræði ■ Helgi Jónsson, gigtarlæknir og prófessor í gigtarlækningum ■ Helgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameinslækn- ingum ■ Karl G. Kristinsson, yfirlæknir og prófessor í sýklafræði ■ Jóhann Heiðar Jóhannsson, meinafræðingur, klínískur pró- fessor ■ Jón Gunnlaugur Jónasson, yfir- læknir og prófessor í meina- fræði ■ Jón Jóhannes Jónsson, yfir- læknir og prófessor í lífefna- fræði ■ Magnús Gottfreðsson, yfirlækn- ir og prófessor í smitsjúkdóm- um ■ Magnús Karl Magnússon, pró- fessor í lyfjafræði og forseti læknadeildar HÍ ■ Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir og prófessor í öldrunarlækningum ■ Páll Torfi Önundarson, yfir- læknir og prófessor í blóðsjúk- dómum ■ Rafn Benediktsson, yfirlæknir og prófessor í innkirtlalækn- ingum ■ Ragnar G. Bjarnason, yfirlæknir og prófessor í barnalækningum ■ Reynir T. Geirsson, yfirlæknir og prófessor í fæðinga- og kven- sjúkdómalækningum ■ Sigurður Guðmundsson, yfir- læknir og prófessor í lyflækn- ingum ■ Sigurður Yngvi Kristinsson, blóðmeinafræðingur og prófess- or í blóðsjúkdómum ■ Þórarinn Gíslason, yfirlæknir og prófessor í lungnalækningum Intense Repair Sjampó og hárnæring Djúpnærir, mýkir og gefur gljáa. Verndar hárið frá því að klofna. Inniheldur prótein, náttúrulegar olíur og fljótandi keratín. Ný vitneskja Fyrirlestur á ensku: Christopher Vasey Þriðjudaginn 22. október 2013 - kl. 20:00 Í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík Aðgangseyrir: 500 kr. Fyrirlestur á ensku: Christof Leuze Fimmtudaginn 24. október 2013 – kl. 20:00 Í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík Aðgangseyrir: 500 kr. Skipuleggjandi: Stiftung Gralsbotschaft, Stuttgart www.is.gral-norden.net/daudi vasey-leuze@gral-norden.net Simi: 842 2552 Þegar milljónasti árs- gesturinn nálgast í ferða- þjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar auga- stað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrir- tækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vand- aða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkis- valdsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæð- um og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna sam- kvæmt opinberum taxta en leið- sögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars stað- ar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhug- myndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöll- um og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn kom- ist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir lið- legheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suður- ströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skipt- is í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölu- stefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opn- ara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sér- fræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveit- arstjórnum og fulltrúar hags- munasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla sam- skipti og samstarf. Íslenskt frum- kvæði þarf til. Ferðaþjónusta á krossgötum FERÐAÞJÓN- USTA Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur ➜ Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögu- manna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna... Hvað er í húfi á Landspítala? ➜ Finnst þér ásættanlegt að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni lengist og geti numið allt að nokkrum vikum? Finnst þér í lagi að læknirinn þinn hitti þig sjaldn- ar en æskilegt væri og þá skemur í senn en áður vegna mikils vinnuálags? Þetta er sú staða sem krabbameinssjúk- lingar á Íslandi þurfa nú að búa við. Krabbameinsdeildir eru á meðal sérhæfðustu og mikilvægustu deilda hvers sjúkrahúss. Núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða og það öryggisleysi sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.