Fréttablaðið - 21.10.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.10.2013, Blaðsíða 10
Neyðarástand vegna elda 1 ÁSTRALÍA Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í ríkinu Nýja Suður Wales í Austur-Ástralíu, þar sem slökkviliðsmenn berjast við gífurlegan fjölda gróðurelda sem þegar hafa eyðilagt hundruð heimila og meira en 109 þúsund hektarar hafa brunnið. Talið er að aðstæður muni versna enn frekar á næstu dögum vegna hás hitastigs og sterkra vinda og hefur ástandið ekki verið svona slæmt í 40 ár. Varað er við því að á næstu dögum geti nokkrir eldar vaxið gífurlega og jafnvel ógnað Sydney. Fjöldi manns ferst í bílasprengju 2 SÝRLAND Að minnsta kosti 30 manns létust í bílasprengju í útjaðri borgarinnar Hama í Sýrlandi. Ríkisrekin fréttastofa í landinu segir að bíl, hlöðnum meira en tonni af sprengiefnum, hafi verið ekið upp að eftirlitsstöð á fjölförnum vegi þar sem bíllinn var sprengdur. Í sprengingunni sprakk eldsneytisflutningabíll og olli það frekari skemmdum og mannfalli. Árásin var framin af samtökunum al-Nusra Front sem eru tengd al-Qaeda og var henni beint gegn hermönnum ríkisstjórnar Sýrlands en flestir sem féllu voru óbreyttir borgarar. Mubarak aftur fyrir rétti 3 EGYPTALAND Réttarhöldin yfir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egypta-lands, hafa verið tekin upp aftur fyrir luktum dyrum. Mubarak, sem stjórnaði Egyptalandi í 30 ár, er kærður fyrir að hafa valdið dauða hundruð mótmælenda árið 2011 þegar hann féll frá völdum. Mubarak, sem er 85 ára gamall, var sak- felldur á síðasta ári fyrir sömu sakir, en hann áfrýjaði dómnum og ákveðið var að málið færi aftur fyrir dóm. Hann hefur verið í haldi frá því skömmu eftir að hann féll frá völdum og síðustu mánuði hefur hann verið í stofufangelsi. Eftirmaður Mubaraks, Mohamed Morsi, mun einnig fara fyrir dóm eftir tvær vikur, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða mótmælenda skömmu áður en honum var komið frá völdum. Sjóræningjar handsamaðir 4 SÓMALÍA Hópur Sómala, sem grunaðir eru um árásir á skip í Indlandshafi, hefur verið handsamaður af alþjóðlegri sveit sem vinnur gegn sjóránum á stóru hafsvæði við austurströnd Afríku. Mennirnir níu voru handsamaðir eftir að þeir höfðu ráðist á olíuflutningaskip og spænskt fiskiskip. Skip frá Bretlandi og Hollandi tóku þátt í aðgerðinni, auk flugvéla frá Lúxemborg. Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sérfræðinga við mat á árfestingarkostum og nýttu tækifærin á verðbréfamarkaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum ölbreytt úrval árfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins. www.mp.is Hafðu sambandeinkabankathjonusta@mp.is Nánari upplýsingar um  árfestingarleiðir og verðskrá á www.mp.is eða í síma   Volkswagen Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls og býður upp á mikla notkunarmöguleika fyrir fjölbreyttan lífsstíl. Amarok fæst nú með 2.0 TDI 180 hestafla dísilvél með 8 gíra sjálfskiptingu og 3.200 kg dráttargetu. Eyðsla frá 7,6 lítrar/100km.* *Miðað við blandaðan akstur á sjálfskiptum/beinskiptum Volkswagen Amarok Startline Double Cab 2.0 TDI, 180 hö. www.volkswagen.is Volkswagen Amarok Fágaður og fullur af orku Komdu í reynsluakstur Amarok Double Cab 2.0 TDI 180 hestöfl kostar frá 7.590.000 kr. (6.047.809 kr. án vsk) Atvinnubílar 21. október 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 NEYÐ Hundruð heimila hafa eyðilagst í gróðureldum í Austur- Ástralíu, og er óttast að eldarnir gætu ógnað Sydney á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEIMURINN 1 23 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.