Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGJólabjór FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 20136
Ölvisholt Brugghús var sett á fót árið 2008 og er til húsa í Ölvis-holti í Flóahreppi. Brugghúsið
hefur ávallt haft það markmið að leiðar-
ljósi að framleiða metnaðarfyllri bjór en
venja hefur verið hérlendis. Fyrirtækið
hefur öll árin framleitt sérstakan jólabjór
og er árið í ár engin undantekning að
sögn Árna Theodórs Long, bruggmeist-
ara Ölvisholts. „Þær tegundir jólabjóra
sem við höfum framleitt undanfarin ár
eiga það sameiginlegt að vera kryddað-
ar með sérstökum kryddum. Fyrstu árin
nýttum við kryddjurtir sem við tínd-
um hér í sveitinni en síðustu árin höfum
við notast við klassísk jólakrydd eins og
engifer, negul, kanil og appelsínubörk.“
Jólabjórinn í ár er kryddaður bjór með
engifer, appelsínu, negul og kanil og er
það sem kallað er toppgerjaður bjór en
þá er bjórinn gerjaður við hærra hita-
stig heldur en lagerbjór. „Jólabjórinn í ár
er djúprauður og þannig gerður að hann
passar sérstaklega vel með eftirréttum,
jólakökum og jafnvel smákökum.“
Viðtökur við jólabjór Ölvisholts hafa
verið mjög góðar undanfarin ár að sögn
Árna. „Við höfum alltaf selt alla jólabjór-
framleiðslu okkar. Reyndar eru Íslend-
ingar mjög æstir í jólabjórinn, þetta er
tímabil sem flestir virðast vilja eiga bjór
heima hjá sér. Sala á öllum íslenskum
jólabjór hefur verið vaxandi síðustu ár.“
Mikill útflutningar til Svíþjóðar
Síðustu jól fékk jólabjór Ölvisholts sér-
staklega góðar viðtökur að sögn Árna.
„Við breytum yfirleitt uppskriftinni milli
ára en bjórinn í fyrra fékk svo góð við-
brögð að við ákváðum að breyta honum
lítið í ár.“
Jólabjórinn fer í sölu í dag, föstudag,
og er seldur í 30 vínbúðum ÁTVR eða
öllum stærstu og meðalstórum versl-
unum þeirra. Auk þess er hann seld-
ur á kút á nokkrum veitingahúsum og
börum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Stað-
ir með kúta eru K-bar, Microbar, Næsti
bar, Scandinavian, Tryggvaskáli, Hótel
Rangá, Hótel Anna, Hótel Aldan og
Rauða húsið.
Af öðrum afurðum brugghússins
bendir Árni einnig á Lava-bjórinn sem
að hans sögn hentar sérstaklega vel
með ýmsum jólamat, til dæmis reykt-
um mat eins og hangikjöti. „Hann
passar líka vel með eftirréttum sem
innihalda súkkulaði. Þótt hann sé ekki
formlegur jólabjór er hann ekki síður
hátíðlegur.“
Frá upphafi hefur Ölvisholt
Brugghús flutt út sérstakan jóla-
bjór til Svíþjóðar. „Við prófuðum
að flytja út sendingu til Svíþjóðar
í upphafi og henni var tekið svo
vel að við höfum framleitt sama
jólabjórinn fyrir þá öll þessi ár.
Jólabjórinn okkar fékk hæstu
einkunn í úttekt sem var gerð þar
í landi í fyrra og er seldur í um
100 áfengisverslunum um land
allt. Við framleiðum nánast jafn-
mikið af jólabjór fyrir Svía og
fyrir Íslendinga. Þetta magn er
svo svakalegt að við byrjum að
framleiða þetta í ágúst.“
Allar upplýsingar um Jólabjór-
inn má finna á www.brugghus.
is og á Facebook undir Ölvisholt
Brugghús.
Kryddaður jólabjór úr Flóahreppi
Undanfarin ár hefur Ölvisholt Brugghús sent frá sér vinsælan jólabjór. Hann er mismunandi eftir árum og yfirleitt kryddaður með
jólalegu kryddi. Stór hluti framleiðslunnar er fluttur út til Svíþjóðar þar sem jólabjórinn hefur fengið frábærar viðtökur.
„Jólabjórinn í ár er djúprauður og þannig gerður að hann passar sérstaklega vel með eftirréttum,
jólakökum og jafnvel smákökum,“ segir Árni Theodór Long, bruggmeistari Ölvisholts.
MYND/GUÐMUNDUR KARL
JÓLAGJAFAHANDBÓK
FRÉTTABLAÐSINS
Meðal efnis
í blaðinu:
Jólaljósin, kökur, sætindi,
skraut, föndur, matur, borðhald,
jólasiðir, jólagjafir og venjur.
Kemur út
26. nóvember
Atli Bergmann
atlib@365.is
S. 512 5457
897 9144
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbirgir@365.is
S. 512 5432
694 9150
Kolbeinn Kolbeinsson
kolli@365.is
S. 512 5447
663 4055
Bryndís Hauksdóttir
bryndis@365.is
S. 512 5434
695 4999
Ívar Örn Hansen
ivarorn@365.is
S. 512 5429
615 4349
Bókið auglýsingar
tímanlega: