Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 43
KYNNING − AUGLÝSING Jólabjór15. NÓVEMBER 2013 FÖSTUDAGUR 7
Maltið gefur bjórnum
þennan mjúka
karamellukeim og hann er
miðlungs beiskur með mikinn
humlailm
Jóla Kaldi er hágæða íslensk-ur jólabjór og er sérstakur að mörgu leyti. Hann er ein-
göngu fáanlegur í mjög afmark-
aðan tíma kringum jólahátíðina
og í hann eru eingöngu notuð
þau fjögur grunnhráefni sem
skilgreina bjór; vatn, malt, huml-
ar og ger, en bjórinn er fram-
leiddur af Bruggsmiðjunni á Ár-
skógssandi. Það er alltaf mikil
tilhlökkun meðal íslenskra bjór-
unnenda eftir Jóla Kalda að sögn
Agnesar Önnu Sigurðardóttur,
framkvæmdastjóra Bruggsmiðj-
unnar. „Maltið, gerið og huml-
arnir sem við notum í Jóla Kalda
koma frá Tékklandi en huml-
arnir sem notaðir eru í bjórinn
eru hinir frægu tékknesku Sa-
az-humlar. Í bjórinn er notað
mikið af svokölluðu caramel-
malti sem gefur bjórnum mik-
inn karamellu karakter. Það eru
að sjálfsögðu engin rotvarnar-
efni í bjórnum, enginn viðbættur
sykur og jólabjórinn er ekki geril-
sneyddur sem veldur því að hann
er eins ferskur og hollur og hann
getur orðið, eins og aðrir bjórar
frá Bruggsmiðjunni.“
Hentar vel með flestum mat
Jóla Kaldi er koparrauður lager-
bjór og alkóhólmagnið er 5,4%.
Bjórinn hefur mikla og góða
fyllingu að sögn Agnesar. „Malt-
ið gefur bjórnum þennan mjúka
karamellukeim og hann er
miðlungs beiskur með mikinn
humlailm.“
Jóla Kaldi fellur einstaklega vel
að jólunum og matarhefðum Ís-
lendinga að sögn Agnesar. „Jóla
Kaldi hentar sérstaklega vel með
öllum jólamat, eins og svína-
kjöti, rjúpu, hangikjöti og lambi.
Auk þess er hann að sjálfsögðu
einstaklega góður einn og sér og
einnig með ýmsu léttu meðlæti. Í
raun má segja að Jóla Kaldi henti
f lestum við ýmis tækifæri.“
Naut strax vinsælda
Bruggsmiðjan setti Jóla Kalda
fyrst á markað fyrir jólin árið
2008. Bruggmeistari Brugg-
smiðjunnar á þeim tíma
var hinn tékkneski David
Masa sem á heiðurinn af
uppskriftinni. „Jóla Kaldi
naut strax mikilla vinsælda
og þess vegna hefur verið
reynt að halda sömu upp-
skrift í gegnum árin með
smávægilegum lagfæring-
um milli ára. Hann hefur
alltaf selst upp fyrir jól
og var tæp 20% af árs-
f ramleiðslunni hjá
okkur í fyrra.“
Jóla Kaldi er seldur
í öl lum v ínbúðum
á landinu og hann
er seldur á mörgum
börum og veitingahús-
um um land allt.
Nánari upplýsing-
ar má finna á www.
bruggsmidjan.is og
á Facebook u nd i r
Bruggsmiðjan Kaldi.
Smellpassar við íslenska jólahefð
Bruggsmiðjan á Árskógssandi setur Jóla Kalda á markað fyrir hver jól. Bjórinn nýtur mikilla vinsælda meðal viðskiptavina
brugghússins enda bjór með mikinn karakter. Jóla Kaldi hentar vel með flestum jólamat og er einnig frábær einn og sér.
Það er alltaf mikil tilhlökkun meðal íslenskra bjórunnenda
eftir Jóla Kalda að sögn Agnesar Önnu Sigurðardóttur,
framkvæmdastjóra Bruggsmiðjunnar.
MYND/RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON
Bruggsmiðjan á Árskógssandi framleiðir átta gerðir af bjórnum Kalda. Jóla Kaldi er einn þeirra og hefur hann notið mikilla vinsælda.
MYND/RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON