Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 52
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og hönnun. Indriðaverðlaun. Hátíðarförðun. Nanna Kristín Magnúsdóttir. Námskeið. Augnháralenging. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr. ...SPJÖ RU N U M Ú R Hvern faðmaðir þú síð- ast? Köttinn minn. En kysstir? Ég kyssti börnin. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Kötturinn sem hafði lagt sig í þvottavélinni og spratt út úr henni á mjög óvæntan hátt þegar átti að fara að þvo. Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Ég reyni að pæla sem minnst í öllum göllunum, það er svo leiðinlegt. Ertu hörundsár? Oftast ekki, en kannski stundum. Dansarðu þegar enginn sér til? Já, en oftar þegar margir sjá til. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig? Fyrir nokkrum dögum settist ég inn í bíl og hélt að það væri vinkona mín að sækja mig. Ég setti á mig beltið í rólegheitum og var byrjuð að kjafta við hana þegar ég fattaði að ég þekkti bílstjórann ekki neitt og hann starði á mig með undrun en skellihló svo bara þegar hann uppgötvaði í hvaða fá- ránlegu stöðu ég var búin að koma mér. Hringirðu stundum í vælubílinn? Nei, það er óþarfi að eyða símtali í það. Tekurðu strætó? Alltof sjaldan. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Nú í prófkjörsbaráttunni er ég stanslaust með Facebook opna og er auðvitað að gera vini mína geðveika með alls kyns áróðri. En nú er bara síðasti spretturinn eftir og þá er spurning hvort maður reyni ekki að slaka aðeins á Facebook-notkuninni. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Heilsa þeim ef ég kannast við þá, fer nú ekkert sérstak- lega hjá mér, held ég. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Já. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Rólegheit verða ekki á dag- skrá, ég ætla að gefa síðustu klukkutímunum í prófkjöri alla mína orku. Áslaug María Friðriksdóttir ALDUR: 44 STARF: Borgarfulltrúi Verslun: Innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg / Sími: 519 66 99 / Vefverslun: www.myconceptstore.is PLÖTUSPILARAR Plötusplari 39.900,- Plötuspilari 39.900,- Plötuspilari 59.900,- CROSLEY PLÖTUSPILARI 59.900,- Eva Ösp Bergþórsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar í Kaupmanna- höfn. Hún hefur áhuga á matargerð með einfald- leikann í fyrirrúmi. Eva Ösp er tveggja barna móðir og mælir með góðum og fjöl- skylduvænum tortellini-rétti með ciabatta-brauði með sólþurrkuðum tómötum. 500 g tortellini 500 ml matreiðslurjómi 150 g kotasæla 100 g tómatpúrra 150 g skinka 100 g pepperoni 300 g sveppir 2 laukar 2-3 hvítlauksrif 250 g rifinn ostur 2-3 tómatar Salt og pipar eftir smekk 1 stk. ciabatta-brauð með sólþurrk- uðum tómötum (ef það fæst ekki má bara nota það brauð sem manni finnst gott) Blandið rjóma, kotasælu og tómat- púrrunni saman í skál og hrær- ið saman. Skerið sveppi, pepperoni, laukinn, hvítlaukinn og skinku niður og setjið út í rjómablönduna. Sjóðið tort- ellini-pasta. Þegar pastað er soðið, hellið vatninu af því og hellið rjómablöndunni yfir pastað og blandið því vel saman. Hellið svo blöndunni í eldfast mót, stráið rifna ostinum yfir, skerið tómatana í sneið- ar og raðið ofan á. Hitið ofninn í 180 gráður Setjið réttinn inn í ofn í ca. 20 mínútur. Cia- batta-brauðið sett í ofn í ca. 10 mínútur. Gott að bera fram með ciabatta-brauði með sólþurrkuð- um tómötum og góðu salati. HELGARMATURINN TORTELLINI SEM KRAKKAR ELSKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.