Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 24
15. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Ástkær móðir okkar, amma,
langamma og langalangamma,
LÁRA J. ÁRNADÓTTIR
lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn
13. nóvember. Útför auglýst síðar.
Sigurjón Jóhannsson Gyða Hauksdóttir
Árni Jóhannsson Dagfríður Jónsdóttir
Magnús Finnur Jóhannsson
Margrét Nanna Jóhannsdóttir Karl Ísleifsson
Jóhann Jóhannsson
ömmubörn.
Okkar ástkæra móðir,
tengdamóðir og amma,
ANNA LÍSA JÓHANNESDÓTTIR
Hrafnistu, Reykjavík,
áður til heimilis að Efstasundi 28,
lést sunnudaginn 10. nóvember á
Landspítalanum í Fossvogi. Útförin verður
auglýst síðar.
Þorkell P. Ólafsson Margrét Elíasdóttir
Ólafur H. Ólafsson Jóhanna Arndal
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞRÁINN AGNARSSON
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
12. nóvember. Jarðarförin verður auglýst
síðar.
Guðlaug Bára Þráinsdóttir
Óskar Þór Þráinsson Anna Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum öllum þeim sem
sýnt hafa okkur hlýju og samúð vegna
andláts og útfarar elsku pabba okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
RÖGNVALDAR BERGSSONAR
Víðihlíð, Austurbyggð 17,
áður til heimilis að Seljahlíð 11c,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Víðihlíðar Dvalarheimilis
Hlíðar fyrir hlýhug og yndislega umönnun.
Steinunn G. Rögnvaldsdóttir Bjarni Baldursson
Freyja Rögnvaldsdóttir Hörður Benediktsson
Edda B. Rögnvaldsdóttir Sigurjón Sveinbjörnsson
Sólveig Rögnvaldsdóttir Friðrik Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
ELÍN JÓNSDÓTTIR
Borgarholtsbraut 45, Kópavogi,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 7. nóvember, verður jarðsungin
frá Kópavogskirkju mánudaginn
18. nóvember kl. 13.00. Jarðsett verður
í Kópavogskirkjugarði. Þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Ragnar J. Lárusson
Lárus P. Ragnarsson Karlotta B. Aðalsteinsdóttir
Sigrún K. Ragnarsdóttir Haraldur R. Gunnarsson
Halldóra B. Ragnarsdóttir Þórður S. Magnússon
Ásdís L. Ragnarsdóttir Sigurður Þ. Adolfsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar
og systir,
SÚSANNA STEINÞÓRSDÓTTIR
Hlynskógum 2, Akranesi,
sem lést fimmtudaginn 7. nóvember, verður
jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn
18. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sveinusjóð
sumarbúðanna í Ölveri, Rn. 701-05-302000, kt. 420369-6119.
Jón Jóhannsson
Irena Rut Jónsdóttir
Guðjón Jónsson
Karitas Eva Jónsdóttir
Ingibjörg Steinþórsdóttir
Jónína Steinþórsdóttir
Sigurður Mýrdal Steinþórsson
og aðrir aðstandendur.
Við sendum innilegar þakkir
öllum sem auðsýndu samúð
og hlýju við andlát og útför
ÞORSTEINS BJARNASONAR
bátsmanns,
Fornhaga 17, Reykjavík.
Guðrún G. Sæmundsdóttir
Sæmundur E. Þorsteinsson Svana Helen Björnsdóttir
Jón Viðar Þorsteinsson Þórunn Harðardóttir
Rakel Guðrún Óladóttir
Sólveig Níelsdóttir
Björn Orri, Sigurður Finnbogi og Þorsteinn Sæmundssynir
Þorsteinn Jakob og Guðmunda Jónsbörn
Fyrsti fundur Þjóðabandalagsins var
haldinn þennan dag árið 1920 í Genf í
Sviss með þátttöku fulltrúa frá 41 ríki.
Bandalagið var stofnað á friðarráðstefnu
í París 1919 í kjölfar fyrri heimsstyrjald-
arinnar, með það að markmiði að koma
í veg fyrir styrjaldir, leysa úr milliríkja-
deilum með samningaviðræðum og bæta
velferð í heiminum. Wilson Bandaríkja-
forseti átti stóran þátt í stofnuninni en
öldungadeild Bandaríkjanna vildi ekki
ganga í bandalagið.
Sú stefna í alþjóðastjórnmálum sem
lá á bak við bandalagið var gerólík þeirri
sem ríkt hafði fram að því. Þjóðabanda-
lagið bjó ekki yfir eigin her og treysti því
á stórveldin við að tryggja framkvæmd
ákvarðana þess.
ÞETTA GERÐIST: 15. NÓVEMBER 1920
Þjóðabandalagið fundaði í fyrsta sinn
„Hvernig skrifar maður bók um
kirkju? Maður skrifar bara um fólkið
sem byggir hana og myndar kirkju-
starfið gegnum tíðina,“ segir Jóhann
Guðni Reynisson, einn þriggja höf-
unda bókarinnar Loksins klukkna-
hljómur sem rekur sögu Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði. Hinir eru Björn
Pétursson bæjarminjavörður og Sig-
ríður Valdimarsdóttir, kennari og
djákni við kirkjuna.
Hópur Hafnfirðinga klauf sig frá
þjóðkirkjunni og stofnaði fríkirkju-
söfnuð vorið 1913. Íbúar í firðinum
voru þá komnir yfir þúsund en engin
kirkja var í bænum. „Fólk var orðið
þreytt á að labba út að Görðum á
Álftanesi og burðast þangað með lík-
kisturnar því aðeins einn bíll var í
bænum á þessum tíma. Fannst þetta
langt. Vildi fá kirkju,“ lýsir Jóhann
Guðni sem er formaður safnaðar-
stjórnar Fríkirkjunnar. Hann segir
söfnuðinn stofnaðan kringum sumar-
daginn fyrsta 1913, byrjað hafi verið
á kirkjunni í ágúst það ár og smíðinni
lokið í desember. Hvernig var þetta
hægt?
„Þarna er maður sem heitir
Jóhannes Reykdal, sá sem stofn-
ar fyrstu almenningsrafveituna og
fyrstu vélknúnu timburverksmiðjuna,
sem síðar varð Dvergur. Jóhannes var
framfaramaður og mikill frumkvöðull
sem leiðir þessa kirkjubyggingu dálít-
ið. Safnaðarstjórnin, þar sem Jóhann-
es var fomaður, var búin að ákveða að
byggingin mætti kosta 8.000 krónur
og hann gerir tilboð við fyrirtæki sitt
upp á 7.900. Hann var alla tíð örlát-
ur í garð kirkjunnar og þetta hefur
örugglega verið hagstætt tilboð. Síðan
gaf hann mikla vinnu eins og margir
aðrir,“ segir Jóhann Guðni.
Nokkrum sinnum er búið að byggja
við Fríkirkjuna í Hafnarfirði, síðast
árið 1998. Henni er stöðugt haldið við
og mikið unnið í sjálfboðavinnu að
sögn Jóhanns Guðna sem segir góðan
jarðveg í söfnuðinum fyrir fólk sem
vill taka þátt í starfinu. „Kvenfélagið
aflar mikilla tekna og bræðrafélagið
leggur ómælda vinnu af mörkum við
viðhald á kirkju, lóð og safnaðarheim-
ili,“ segir hann. „Í bókinni einbeittum
við okkur að mannlegu hliðinni, að
fólkinu og frásögnum tengdum kirkj-
unni. Þetta ekki uppflettirit með tölu-
legum fróðleik heldur áhugaverð
saga.“
Byggðu Fríkirkjuna
á fj órum mánuðum
Hundrað ára saga Fríkirkjunnar í Hafnarfi rði er komin út. Hún heitir Loksins klukkna-
hljómur. Þar má lesa um afrek frumkvöðlanna sem stofnuðu söfnuð að vori og vígðu í lok
árs fyrstu tvíloft a timburkirkju landsins. Hún var rafl ýst á undan öðrum guðshúsum Íslands.
EINN HÖFUNDAN-
NA „Við ein-
beitum okkur að
mannlegu hliðinni,
að fólkinu og
frásögnunum
tengdum kirkjunni,
segir Jóhann
Guðni um efni
bókarinnar Loksins
klukknahljómur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRÍKIRKJAN Í HAFNARFIRÐI Kirkjan hefur
gengið í gegnum ýmsar breytingar á hundrað
árum. Svona er hún í dag. MYND/JÓHANN GUÐNI