Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 37
JÓLABJÓR
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2013 Kynningarblað Bruggmeistarar, öl, humlar, lager, þéttleiki og bragð
Jólabjór er oftast dekkri og með marg-slungnari karakter en venjulegur bjór. Í hann eru notuð jólaleg krydd og jafnvel
sælgæti til að fá í hann mýkt og fyllingu og
gera bjórinn að enn skemmtilegri bragðupp-
lifun,“ segir Baldur Kárason, bruggmeistari
Vífilfells á Akureyri.
Baldur á heiðurinn af Víking-jólabjór sem
hefur verið vinsælasti jólabjór á Íslandi í ára-
fjöld. Hann er órjúfanlegur partur af jóla-
haldi Íslendinga og kemur nú í sölu fyrir há-
tíðirnar í 23. sinn.
„Víking-jólabjór er f lóknasti bjór sem
framleiddur er á Íslandi og alltaf bruggaður
eftir sömu uppskrift,“ útskýrir Baldur. „Það
tekur rúmar fimm vikur að framleiða jóla-
bjórinn á móti tveimur vikum með annan
bjór. Það er vegna eftirgerjunar við lágt hita-
stig sem gefur bjórnum náttúrulega kolsýru,
þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða
froðu.“
Víking Jólabjór er millidökkur og með
meiri fyllingu en hefðbundinn lagerbjór. Í
hann eru notaðar nokkrar gerðir af malti til
að fá fram rétt bragð og lit, og af honum er
ljúffengur keimur af brenndum sykri, kaffi
og karamellu.
Baldur hefur í nógu að snúast fyrir jólin
því hann bruggar einnig þrjá aðra jólabjóra
Vífilfells; Thule, Víking Jóla Bock og Einstök
Doppel Bock.
„Fyrir þessi jól ákváðum við að brugga í
fyrsta sinn Thule-jólabjór í tilefni þess að nú
eru liðin tuttugu ár síðan Thule kom aftur
á markað í núverandi mynd. Thule er þekkt
fyrir bragðgóðan bjór og mikla gleði og jóla-
bjórinn sker sig úr öðrum með því að vera
örlítið skemmtilegri á bragðið. Auk bragðs
af karamellu og súkkulaði er líka vottur af
lakkrís í eftirbragðinu, sem gerir Thule-jóla-
bjórinn að sannkölluðu sælgæti,“ segir Bald-
ur og brosir í brugghúsinu þar sem verið er
að tappa á Einstök Doppel Bock.
„Bock er þýskur bjórstíll sem einkenn-
ist af miklu maltbragði. Fyrir hátíðarnar
bruggum við Víking Jóla Bock sem sló í gegn
2010 og fær yfirleitt hæstu einkunn bjórsér-
fræðinga í samanburði við annan jólabjór.
Jóla Bock er bruggaður í stíl hefðbundinna
Bock-bjóra og í réttu ljósi kemur skemmti-
legur rauðbrúnn litur fram. München-malt
gefur ríkulegt maltbragð og í eftirbragðinu
kemur fram karamellu- og súkkulaðikeim-
ur. Jóla Bock er gríðarlega góður með sölt-
um, íslenskum jólamat og frábær með
villibráðinni,“ upplýsir Baldur.
Einstök Doppel Bock er stóra systir
Jóla Bocks og enn sterkari og bragð-
meiri.
„Einstök Doppel Bock er af tegund
sterkari Bock-bjóra og bragðið marg-
slungið. Af bjórnum leggur mikinn
ilm af karamellu, malti og greni
ásamt tónum af súkkulaði og sítrón-
um. Bjórinn er í virkilega góðu jafn-
vægi og með skemmtilega sætu sem
leikur um munninn í
hverjum sopa,“ segir
Baldur, sem kemst
snemma í jóla-
skap þegar brugg-
un á Víking-jóla-
bjór hefst í septem-
ber. Hann á erfitt
með að gera upp á
milli jólabjóranna
sinna.
„Jólabjórarnir
eru allir gómsæt-
ir og gaman að
smakka þá alla.“
Víking konungur jólabjóranna
Baldur Kárason er bruggmeistari hjá Vífilfelli. Hér lýkur hann við bruggun og átöppun á Einstök Doppel Bock sem kom fyrst á markað 2011 og hefur fengið frábæra dóma hérlendis og erlendis. MYND/AUÐUNN
Thule-
jólabjór er
bragðgóður
og skemmti-
legur eins og
fyrirrenn-
ari hans.
Alkóhól
5,4%.
Carl‘s Jul
er fyrsti
jólabjórinn
frá Carlsberg á
Íslandi. Hann er
skemmtileg nýjung á
markaðinum; mjúkur
og millidökkur lager-
bjór með sætum
karamellukeim,
kandís, kanil og
þægilegum bitur-
leika. Alkóhól 5,6%.
Víking Jóla
Bock passar
vel með
íslenskum
jólamat og
villibráð.
Alkóhól 6,2%.
Víking-jóla-
bjór hentar
vel með
mat og
því til-
valinn í
veisl-
una
og á
hlað-
borðið.
Alkó-
hól er
5%.
Jólin eru komin hjá Vífilfelli sem teflir fram fimm svalandi jólabjórum fyrir þessi jól. Þar á
meðal er Víking Jólabjór, sá vinsælasti á Íslandi í 23 ár, splunkunýr Thule-jólabjór og glænýr
jólabjór frá Carlsberg.